13.11.2016 | 15:04
Hælisleitendur, sérstakur Fjárlagaliður
Ég skal fúslega viðurkenna að ég varð meira en lítið undrandi þegar ég fann >hælisleitendur< sem sérstakan Fjárlagalið í ríkisbókhaldi okkar. Það hafði alveg farið fram hjá mér að þjóðin hefði verið spurð um hvort hún vildi taka á framfæri sitt einhvern fjölda sjálfskipaðra >hælisleitenda< og í það verkefni væri varið hluta af skatttekjum þjóðarinnar.
Hér er ég ekki að tala um að hverfa frá viðurkenndri neyðarhjálp við fólk sem lendir í raunverulegri neyð og leitar á náðir alþjóðlegra og viðurkenndra hjálparsamtaka. Hins vegar verður að viðurkenna að það er engin leið fyrir smáþjóð eins og Ísland, að ætla að bjarga öllum þeim sem sjálfir úrskurða sig hjálpar þurfi.
Það hefur hingað til sýnt sig að við getum ekki einu sinni hjálpað okkar eigin fólki, sem vegna langvarandi veikinda eða annarra atvika sem rænir fólk sjálfsaga og viljafestu til að sjá sjálu sér farborða.
Í dag er sagt að nokkur fjöldi Íslenskra ríkisborgara sé á vergangi, eigi hvergi höfði sínu skjól. Á sama tíma berast fréttir af því að heilbrigt ERLENT ferðafólk komi hingað og skrái sig sjálft hjálparþurfi. Þegar í stað er brugðist við og því fólki veitt húsaskjól, tekin íbúð á leigu, eða fáist ekki íbúð er fólkinu komið fyrir, á kostnað ríkisins, á einhverju hótelanna í borginni.
Það vakti athygli mína að ENGINN fjárlagaliður er sérmerktur Íslendingum sem ekki geta séð sér farborða. Íslending sem er hjálparþurfi, varðandi húsnæði, húsbúnað eða aðra útgjaldaliði sjálfstæðs lífs, er vísað á yfirfullt Gistiskýli Borgarinnar eða í Konukot, sem líka er þétt setið.
Þegar maður horfir á þessa smánarlegu framkomu gagnvart okkar eigin fólki, á sama tíma og erlendu ferðafólki, sem hingað kemur, fær sjálft að úrskurða sig hjálparþurfi. Það sjálft tekur því einhliða ákvörðun um að Íslenska ríkið skuli sjá þeim fyrir húsnæði sem teljist boðlegt heimili, fái allan eðlilegan kostnað greiddan auk vasapeninga, einnig fyrir börnin. Þegar við látum það spyrjast út í heim að hér geti fólk lifað á kostnað ríkisins í eitt ár eða meira og jafnframt unnið sér inn skattfríar tekjur, er viðbúið að aðsóknin aukist verulega. Erum við viðbúin að mæta öllum þeim kostnaði sem því fylgir fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur? Þá er jafnframt eðlilegt að spurt sé hvort eðlilegt sé að ERLENT FÓLK, geti sjálft skilgreint sig hjálparþurfi, og sé þá sjálfkrafa skilgreint með friðhelgi hér á landi og jafnframt orðinn sem sjálfstæður fjárlagaliður?
Ég er ekki í neinum vafa um að nú rísa upp okkar þekktu öfgahópar sem virðast hafa það eina markmið að eyðileggja það samfélag sem hér hefur verið byggt upp í þokkalegri samstöðu þjóðarinnar. En þessu blessaða fólki sést yfir þá staðreynd að um leið og þeim tekst ætlunarverk sitt, hverfa þeim allar fjármögnunarleiðir sjálfu sér til framfærslu eða til greiðslu vegna baráttumála þeirra. Þá verður enginn ríkissjóður til að sækja í peninga, því ekkert samábyrgt samfélag væri að baki þeim ríkissjóði og enginn aðili sem hefði heimild til að krefja annað fólk um skattgreiðslur. Hinn stjórnlausi hópur yrði til, þar sem enginn: skóli, sjúkrastofnanir, velferðarþjóusta eða fjölskylduhjálp yrði til, umfram það sem fjölskyldurnar myndu sjálfar hjálpa sínu fólki.
En veltum okkur ekki meira upp úr þeirri stöðu, sem vonadi verður aldrei, og skoðum greiðslur ríkissjóðs undanfarin ár 2014 - 2016, til fjárlagaliðarains HÆLISLEITENDUR. Staðan lítur svona út:
Árið 2014.
Á Fjárlögum 464 milljónir
Á Fjáraukalögum 119,1 milljón
Samtals 2014 kr. 583,1 milljón krónur.
Árið 2015
Á Fjárlögum 757 milljónir
Á Fjáraukalögum 450 milljónir
Samtals 2014 kr.1.207 milljónir króna
Árið 2016
Á Fjárlögum 555,6 milljónir
Á Fjáraukalögum 640 milljónir
Samtals 2014 kr. 1.195,6 milljónir króna
Samtals hafa því fjárveitingar á fjárlögum framangreind ár, vegna >hælisleitenda< á eigin vegum, verið kr. 2.985,7 milljónir, sem skiptast þannig.
Á fjárlögum 2014-2016 kr. 1.776,6 milljónir
Á fjáraukalögum 2014-2016 kr. 1.209,1 milljónir
Útlendingastofnun er ekki búin að svara erindi mínu, sem varla er von. Þeir þurfa einhvert tíma til að taka þetta saman. Samkvæmt því sem hér kemur fram eru fjárheimildir þeirra á yfirstandandi ári vegna >hælisleitenda< samtals 1.195,6 milljónir. Hins vegar mun hafa heyrst í fjölmiðlum að kostnaður yfirstandandi árs sé kominn yfir 1.700 milljónir sem þýðir að hann er þegar kominn rúmar 500 milljónir króna fram úr fjárheimildum og enn er haldið áfram, og nú augljóslega með því að STELA FÉ ÚR RÍKISSJÓÐI.
Og enn er eftir einn og hálfur mánuður af árinu. Mér sýnist því stefna í að kostnaður vegna >hælisleitenda< fari á yfirstandandi ári nálæt 800 - 900 milljónum króna fram úr þegar samþykktum fjárheimildum sem fyrir hendi eru. Það þýðir í raun að 600 - 700 milljónum hafi verið stolið úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, sem óbeinn rekstrarstyrkur fyrir þau flugfélög sem flytja hingað farþega sem ekki hafa fjárráð né önnur úrræði til að dveljast hér á landi, einkanlega á þessum árstíma.
Og þá kemur spurningin til Bjarna Ben, sem segir eldri borgara ekki eiga rétt á lögbundnum lífeyrisgreiðslu og þar með fullum leiðréttingum aftur til upphafs ársins 2009.
Ertu enn sama sinnis um að það sé ekki hægt að gera betur í málefnum eldri borgara? Eru það bara kjararáð æðstu stjórnenda landsins og Útlendingastofnun, sem hafa frjálsa heimild til að brjóta 41. gr. stjórnarskrár, eins mikið og eins oft og þeim finnst þörf á? Erum við, eldri borgarar þessa lands svo réttlaus hér, miðað við réttarstöðu óviðkomandi fólks sem hingað kemur á eigin vegum, án þess að geta framfleitt sér, að við eigum ekki rétt á að fá það sem af okkur var ÓLÖGLEGA TEKIÐ á árunum 2009 og fram á þennan dag? Ganga svonefndir >hælisleitendur< fyrir?
En fyrst að hægt er að stela peningum úr sameiginlegum sjóðum okkar allra, til launahækkana æðstu stjórnenda landsins, upp á tvöfaldan til þrefandan brúttó lífeyri eldri borgara, stela einnig úr sameiginlegum sjóðum til að hýsa og halda uppi erlendu fólki sem engar kröfur á til okkar sameiginlegu sjóða. - Hvers vegna er þá ekki einnig hægt að stela úr sameiginlegum sjóðum okkar til leiðréttingar á þeim þjófnaði sem framkvæmdur var, utan allra lagaheimilda, með atbeina fjármálaráðuneytis, er lífeyri okkar eldri borgara þessa lands var skertur. Já Bjarni minn. Nú vil ég fá hreinskilin svör, ekki útúrsnúning.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Góð samantekt og vona að Útlendingastofnun svari þér fyrir okkar allra hönd. Þegar ég heyrði sem ég skrifaði í síðasta bloggi mínu You don´t need to pay þá fóru að renna tvær grímur af mér og hafa lesið daginn áður að félagi okkar hér hafði séð 6 menn með slæður allat með tvo fulla poka og veiðistöng.Þessir menn eru í sumarfríi hér á okkar kostnað og alveg óvíst að þeir fari fyrir en þeir verða fluttir út í börum. Það eru tugir sem fljúga beint hingað og frá Sýrlandi eru bein flug til Noregs svo þú getur ímyndað þér þeir kaupa miða beint hingað og eða koma frá beint frá Ungverjalandi og eða hvaðan sem er. Þeir þurfa líklega ekki að fara í passaskoðun fari þeir beint frá heimalandi sínu og bíða í transit eða innan evrópu.
Valdimar Samúelsson, 13.11.2016 kl. 17:54
Sæll sálufélagi, það er óhugnarlegur lestur þetta með "hælisleitendur" í fjárlögum okkar. Við förum nú bráðlega að leggja fram OKKAR almennings fjárlög þar sem er bara gert ráð fyrir OKKUR og OKKAR konum og börnum, það mundi ganga vel með þjóðstjórn í OKKAR umboði. Þá getum við veitt eftir þörfum fiskinn OKKAR og sett ágóðan í fjárlögin OKKAR. En það þarf að losa um þetta lið sem nú rænir og hnuplar og kallast ríkisstjórn cvo það er tími til kominn að grafa upp þessi vopnabúr sem eru úti um allt land og pota þeim inn sem þar eiga að vera og pota hinum úr landi sem eiga ekki að vera í OKKAR landi. Einfalt mál meina nú Strákarnir og taka fram skóflurnar.
Eyjólfur Jónsson, 16.11.2016 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.