19.11.2016 | 16:14
Opið bréf til Umboðsmanns Alþingis
Umboðsmaður Alþingis,
Templarasundi 5, 101 Reykjavík.
Reykjavík 19. nóv. 2016.
ERINDI: Ósk um skoðun raunverulegra valdheimilda svonefndra Úrskurðanefnda ýmissa málaflokka er varða samskipti almennings við stjórnkerfið.
Erindi þetta er sent yður með ósk um að þér beitið frumkvæðisrannsókn varðandi þær lagaforsendur sem kunna að vera fyrir nefndum Úrskurðarnefndum ýmissa málaflokka er varða samskipti einstaklinga, fyrirtækja og stofnana við þau ráðuneyti sem fara með viðkomandi málaflokk.
Sammerkt er með þeim málaflokkum sem undirritaður hefur kynnst, eða haft spurnir af, er að viðkomandi aðili verður óánægður með úrskurð undirstofnunar viðkomandi ráðuneytis. Í lögum um viðkomandi starfsemi er í flestum tilfellum settur fram sambærilegur texti, líkt hljóðandi og það sýnishorn sem hér er birt úr lögum um Almannatryggingar nr. 100/2007. Þar segir eftirfarandi í 7. gr.
7. gr. [Rísi ágreiningur um grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta eða greiðslna samkvæmt lögum þessum kveður sjálfstæð og óháð nefnd, úrskurðarnefnd almannatrygginga, upp úrskurð í málinu. Sama gildir um ágreining um endurkröfurétt, ofgreiðslur og innheimtu þeirra, sbr. 55. gr.]1)
Ráðherra skipar þrjá menn í nefndina og jafnmarga til vara til sex ára í senn. Hæstiréttur tilnefnir tvo menn. Skal annar þeirra uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara og vera formaður nefndarinnar en hinn skal vera læknir og varaformaður hennar. Einn nefndarmanna skal skipaður án tilnefningar. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt og uppfylla sömu hæfisskilyrði og aðalmenn.
Í grundvallarlögum lýðveldis okkar, stjórnarskránni, lögum nr. 33/1944, er í 2. gr. skýr ákvæði um hvernig valdsþættir skiptast milli þriggja aðila og hverjir það eru sem hafa heimild til valdsákvörðunar í hverjum hinna þriggja liða. Í fyrsta lið fer Forseti Íslands og Alþingi með löggjafarvaldið. Í öðrum lið fara Forseti Íslands og ráðherrar með framkvæmdavaldið. Í þriðja lið fara dómendur, með dómsvaldið.
Í 59. gr. stjórnarskrár segir að: Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.
Lítum þá nánar á það sem segir í 7. gr. laga nr. 100/2007. Þar er sagt að: Rísi ágreiningur um grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta eða greiðslna samkvæmt lögum þessum kveður sjálfstæð og óháð nefnd, úrskurðarnefnd almannatrygginga, upp úrskurð í málinu.
Um þá nefnd sem þarna er tiltekin segir í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2007, að: Ráðherra skipar þrjá menn í nefndina og jafnmarga til vara.
Þegar maður les svona texta í nýlegum lögum frá Alþingi, getur maður ekki annað en spurt sig hvort Alþingismenn séu svo ókunnir og ómeðvitaðir um mikilvægustu ákvæði grundvallarlaga samfélags okkar, stjórnarskrár Lýðveldisins, að þeir skili lagatexta frá sér með slíkum ágöllum sem þarna eru. Ráðherra skipuð nefnd, sem hvergi í lögum er skilgreind til dómsúrskurða, getur ekki samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár okkar, öðlast heimild til að fella úrkurð um þau ágreiningsatriði sem milli aðila máls standa.
Í 59. gr. stjórnarskrár segir að: >Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.<
Og í 60. gr. segir að: >Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda.<
Eins og hér hefur verið rakið, verður ekki séð að Alþingi geti með lögmætum hætti veitt ráðherra valdheimild til skipunar nefndar, sem ætlað er það vald að skera úr um ágreining málsaðila við undirstofnun sama ráðherra og ætlað er það vald að skipa úrskurðaraðila innan eigin málaflokka. Í 70. gr. stjórnarskrár er afar skýrt ákvæði um grundvallarrétt þeirra er telja á rétt sinn hallað en þar segir:
70. gr. Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli ..
Þá ber einnig að geta þess að Dómendur eru SKIPAÐIR til starfa í lögboðnum dómstólum. Í 20 gr. stjórnarskrár segir að: Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.
Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.
Eins og hér hefur verið rakið, verða því ekki fundnar heimildir í stjórnarskrá að ráðherra skipaðar úrskurðarnefndir, utan dómstólasviðs og án skýrra sjálfstæðra laga um starfsreglur og skyldur slíkrar nefndar, geti fellt aðfararhæfa bindandi úrskurði í deilumáli einhvers aðila við undirstofnun sama ráðherra og skipaði nefndina. Að mati undirritaðs getur slík nefnd ekki með nokkurum rétti fellt íþyngjandi úrskurði í þágu undirstofnunar þess ráðherra sem veitti þeim starfið. Slík er í beinni andstöðu við meginreglu stjórnarskrár landsins um óháðan og óhlutdrægan dómstól, sem tryggi svo sem kostur er öllum þann rétt sem öllum ber, samkvæmt 70. gr. stjórnarskrár.
Stöðugt er verið að beita þessum meintu ólögmætu úrskurðarnefndum gegn fólkinu en ekki farin hin eðlilega leið 70. gr. stjórnarskrár að ljúka ágreining með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli ..
Það er von undirritaðs, að með því að vekja á þennan hátt athygli yðar á þessum alvarlega ólögmætu aðgerðum, t. d. gegn varnarlausum viðskiptaaðilum Tryggingastofnunar ríkisins, munið þér skoða lagasetninguna um meint ólögmætt sjálfstætt dóms- eða úrskurðarkerfis, innan hvers ráðuneytis fyrir sig, sem þarna hefur verið komið á fót, bersýnilega utan ákvæða stjórnarskrár, laga og réttarfarsreglna lýðveldis okkar.
Undirritaður hefur orðið fyrir ólögmætum og óréttmætum úrskurði svona nefndar, þar sem ólögmætum úrskrði var beitt gegn undirrituðum, til að hafa af honum verulegan hluta lífeyrisgreiðslna hans um nokkurra ára skeið. Nokkuð oft verður vart við einkennilega úrskuði svona nefnda. Og síðast nú í liðinni viku mátti heyra að án réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli .., væri Póst og fjarskiptastofnun nú að hótað að taka af Útvarpi Sögu, senditíðni fyrir stærsta sendinn þeirra, þó heimildir til slíks verði ekki auðveldlega fundnar í lögum um viðkomandi ríkisstofnun.
Rekstraraðilum Útvarps Sögu mun vera vísað á að beina kvörtunum sínum til sjálfstæðrar >úrskurðarnefndar< Póst og fjarskiptastofnunar, sem felli endanlegan úrskurð, sem verði aðfararhæfur. Af lögum um Póst og fjarskiptastofnun verður ekki séð að stofnunin hafi heimild til geðþóttaákvarðana um hverjir verði sviptir starfsleyfi einstakra tíðnisviða. Óhætt er að segja að Útvarp Saga hafi skapað sér sess sem ein vinsælasta útvrpsstöð eldra fólks og öryrkja og margra fleiri hlustenda. Segja má að Útvarp Saga sé einn gagnvirkasti fjölmiðill landsins, því þar gefst hlustendum langur tími í viku hverri til að tjá skoðanir sínar, í beinni útsendingu, á stjórnarháttum og landsmálum almennt. Á Útvarpi Sögu fær fólk, innan eðlilegra kurteisismarka, að tjá skoðanir sínar mótbárulaust. Útvarp Saga er því í raun eina hlutlausa almenningsútvarp landsins og sem ein aðal útvarpsstöð aldraðra og öryrkja.
Undirritaður veit að þér getið ekki tekið þetta erindi beinlínis sem kvörtunaratriði. Hins vegar er ljóst að mikill fjöldi eldri borgara og öryrkja mundu vilja koma á framfæri við yður svona kvörtun vegna Útvarps Sögu, sem er nánast sú eina afþreying sem er í boði fyrir okkar tekjuaðstæður, þar sem lífeyrir okkar er tæplega fyrir nauðþurfta þörfum. Af þeim sökum stendur okkur ekki til boða þau skemmti- eða afþreyingaratriði sem leikhús, tónlistahús og aðrir skemmtistaðir bjóða uppá, fyrir þá sem hafa ráð á að eyða peningum í slíkt.
Ég veit ekki hvort einhverjir hafi kvartað til yðar vegna ótvírætt ólögmætra skerðinga á lífeyrisgreiðslum til okkar, frá ársbyrjn 2009, en þær skerðingar hafa aldrei verið leiðréttar. Og lögin um lífeyri okkar frá þeim tíma aldrei verið rétt framkvæmd síðan. Ég sendi yður líklega síðar samantekt sem ég sendi Alþingismönnum, þar sem undirritaður uppskar ein minnstu viðbrögð stjórnkerfis, sem hann hefur reynt á yfir 40 ára ferli sínum í baráttu fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Af sendingu erindisins á 63 þingmenn, féll ég eitt fjögurra stafa orð til baka, sem var TAKK og ekkert annað.
Bréf þetta er fyrst og fremst ætlaði til að vekja athygli yðar á þeirra alvarlegu yfirsjón sem gerð hefur verið með lagasetningu um sjálfstæðar Úrskurðarnefndir, ýmissa ráðuneyta í stjórnkerfi okkar og þeim alvarlegu réttarbrotum sem af þeim leiða.
Með vinsemd og virðingu,
Guðbjörn Jónsson, Fyrrv. ráðgjafi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:20 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Guðbjörn. Gaman væri að fá að vita hvort þessu verður svarað og þá hvernig.kv. Garðar.
Eyjólfur G Svavarsson, 19.11.2016 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.