FÍFLABOÐHLAUPIÐ endurtekið

Á síðustu árunum fyrir bankahrunið 2008 fór þjóðin okkar í einskona FÍFLABOÐHLAUP, þar sem fólk atti kapps hvert við annað um vitlausustu ákvaðanir í peningamálum. Fólk hafði svo sem góða UNDANFARA, þar sem forystusveitir stóru bankana fóru spertar með greiningarsveitir sínar til að rúlla út rauða dreglinum.

Á síðasta ári mátti alveg greinilega sjá sömu sjúkdómsmerkin. Nýtt FÍFLABOÐHLAUP var geinilega hafið. Þar var keppt um vitlausustu hugmyndirnar að því hvernig við ættum að eyða tekjum komandi ára, ef fjölgun ferðamanna yrði 30 - 50% á ári, næstu tvo áratugi eða svo. Millljarðarnir voru sagðir streyma í ríkiskassann, þannig að við yrðum að vera dugleg að eyða þessum peningum.  Hver á fætur öðrum komu vitringarnir fram í fjölmiðlum, endurtók hver eftir öðrum fjölda ferðamanna og auðssöfnunina sem af þaim stafaði.

Þegar  ég var búinn að hlusta á þetta FÍFLABOÐHLAUP í nokkra mánuði, án þess að nokkurt lát yrði á, ákvað ég að fara að skoða hjá skráningu Hagstofunnar, hvernig tölur þeirra kæmu út í samanburði við FÍFLABOHLAUPIÐ. Fljótt taldi ég mig sjá að tölurnar um fjölda ferðamanna væru  heildartölur um komur til Keflavíkurflugvallar. Sá ég ekki að frá þeirri tölu væru dregnir allir þeir sem millilentu í Keflavík til áframhaldandi flugs annað.  Einnig kom í ljós að umtalsverður fjöldi landsmanna hefðu á árinu farið til útlanda, en ekki sást þess merki að nokkur þeirra hefði komið heim aftur.

Þeir skoruðu einnig hátt í FÍFLABOÐHLAUPINU, sem fóru á flug að reikna hinar miklu tekjur sem við hefðum af ferðamönnum. Nokkrir snjallir reiknimeistarar héldu því fram á tímabili að tekjurnar væru þvílíkar að það jafngilti því að hver ferðamaður eyddi hér einni milljón á dag. Við hefðum því vel efni á að setja almennilegan pening í að bæta aðstöðu ferðamanna.

Já og nú er það nýjasta sem þjóðin á að eyða peningum í. Hún á að passa að hinir erlendu ferðamenn fari sér ekki að voða í hinum augljósu hættusvæðum sem þeir fara um á ókunnum slóðum. Ég brá þessu dæmi upp í reiknilíkan. Ferðamenn eru sagðir nú um 1,5 milljónir á ársgrunni. Að meðaltali væri það nálægt 100 þúsund á mánuði. Fararstjórar í 40 manna hópferð segjast illa ráða við farþega sína. Ef það væri líkanið að við þyrftum gæslumann á hverja 20 ferðamenn, þyrftum við núna c. a. 5.000 gæslumenn strax. Kostnaður við slíkt gæti numið 4-5 milljörðum á mánuði en tekjur enn óljósar. Af skilum virðisaukaskatts gæti maður talið töluvert þar um svarta starfsemi.

Þá áratugi sem við höfum getað gengið að eins miklu lánsfé og okkur langaði í, höfum við lítið hugsað fyrir því að afla tekna fyrir samfélagið. Síðustu áratugi hefur skiptingin verið þannig að 9 á hverjum 10  starfsmönnum á vinnumarkaði, vinnur hjá hinu opinbera eða við þjónustugreinar.  1 af hverjum 10 aflar gjaldeyristekna fyrir alla hina til að eyða. Kannski örlítið íkt mynd en samt ekki mikið.

Það sem sannar fyrir manni að farin er af stað endurtekning á FÍFLABOÐHLAUPINU er sú staðreynd að ENGINN stjórnmálaflokkur hafði neinar athugasemdir við svona samsetningui vinnumarkaðarins. Allir vildu þeir mikla aukningu á fjárframlögum til heilbrigðismála, menntamála, lengra fæðinmgarorlof og hærri orlofsgreiðslur og hugmyndalistinn var stundum langur. En eftir einu tók ég, vegna þess að ég hlustaði sérstaklega eftir því að það yrði nefnt.

Allir sem tjáð hafa sig um kjaramál, hækkun kjararáðs, og fjölda mörg tækifæri til að nefna bætta greiðsluþætti, virtust sammála um að ekki þyrfti í neinu að bæta eldri borgurum þær lífeyrisgreiðlsur sem af þeim var stolið ólöglega eftir bankahrunið. Það Alþingi sem lauk störfum skömmu fyrir kosningar í haust taldist hafa tekið ákvörðun um að strax í janúar 2017 yrði ellilífeyrir ekki undir 280.000 á mánuði.  Ég hækkaði um tæp 10 þúsund hjá Tryggingastofnun, en ekki um eina krónu hjá lífeyrissjóðum.

Þetta er vægast sagt orðin þreytandi lítilsvirðing við mann eftir að hafa skilað fullum 50 árum á vinnumarkaði, að allir skuli sameinast um að gleyma því að leiðrétta lífskjör eldri borgara. OG nú þegar meira að segja Forseti Íslands telur mikilvægara að auka útgjöld til sjálfskipaðra erlendra hælisþurfenda, sem rétt eigi á að lifa hér frítt á okkar kostnað, þá er líklega kominn tími til að fara að þegja og sætta sig við að þjóðin hafi sameinast um að stela þessum ógreidda lífeyri okkar frá árunum 2009 til 2016 án þess að okkur verði greiddar neinar bætur.  Við erum víst svo aftarlega uá upptalningarlistunum að útsendingartími dugar ekki til að röðin komi að okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband