Hvað er ÆRA og hverjir geta reist við fallna ÆRU ??

Annað slagið sest ég niður í kyrrð til að eiga upplýsingastund með leiðbeinendum mínum af Fræðslusviði Alheimsvitundar. Ég spyr þá venjulega spurninga sem ég hef ekki gagnleg svör við frá eigin brjósti. Fyrir fáeinum dögum spurði ég þeirrar spurningar sem er yfirskrift þessara skrifa og fékk svör sem í meginatriðum voru þessi. ---

Æra, mannorð, manngildi, eru allt hugtök af sama stofni, sem lýsingarorð um áreiðanleika í víðum skilningi og að viðkomandi sé á allan máta trausts verður, í hvaða skilningi eða samhengi sem það er sett fram.

Þar á eftir var spurt hvort hægt væri með stjórnvalds- eða dómstólafyrirmælum að færa fólki aftur þá Æru eða mannorð sem viðkomandi hafi fórnað með hegðan sinni og hlotið dóm fyrir. Svarið var tvíþætt.

Ef verknaðurinn lítur einungis að broti á opinberum lögum eða almennum hlýðnireglum við opinbert regluverk, þar sem ekkert var brotið gegn tilgreindum einstakling, þá getur ráðherra dómsmála, eða dómstóll, ákveðið að gefa viðkomandi upp sakarskráningu, að hæfilegum tíma liðnum frá lokum dæmdrar refsingar. Sú heimild sem hér er vísað til nær einungis yfir það að engin manneskja hafi orðið fyrir eignatjóni eða miska vegna brotsins.

Hafi verknaður valdið einstakling eða einstaklingum, tjóni eða miska, nær heimild stjórnvalds eða dómstóls ekki til neinna breytinga á þeirri dómsniðurstöðu er varðaði brotaþola. 

Heimildir stjórnvalds eða dómstóls til sakaruppgjafar og útstrikunar brots úr refsiskrá, eru bundnar því skilyrði að allir brotaþolar sem tengjast máli, eða málum viðkomandi sakamanns, hafi óþvingaðir og með eigin hendi undirritað yfirlýsingu til viðkomandi yfirvalds.

Í þeirri yfirlýsingu verður að koma fram að viðkomandi sakamaður hafi að eigin frumkvæði og með aðstoð sálfræðings eða viðurkennds sáttaðila, leitað fyrirgefningar sakbornings. Sakamaður hafi af ásættanlegri einlægni og fórnfýsi eigin hagsmuna, leitast við að bæta fyrir afbrot sitt, sem kostur er.

Viðkomandi brotaþoli viðurkenni að þær upplýsingar sem honum hafi borist, bendi til að hinn seki hafi af heiðarleika og ásetningi leitast við að snúa til betra lífernis og sýnt einlægni í því verki.

Viðkomandi brotaþoli hafi því fallist á fyrirgefningarbeiðni sakamanns og er hlynntur því að honum verði gefnar upp sakir, svo fremi að ekki komi til nýrrar sakfellingar fyrir sömu eða sambærileg brot.

---------------

Það friðþægingarferli sem hér hefur verið rakið, er sagt vera áþekkt því ferli endurreisnar sem verið hafi grundvöllur endurreisnar manndóms og virðingar hjá AA samtökum um allan heim. Það ferli þekki ég ekki af eigin raun en er sagt að sá er vill ölast frið frá yfirsjónum sínum gagnvart öðru fólki, gangi í eigin persónu til þess aðila sem hann hefur brotið gegn og leiti sátta og fyrirgefningar á brotum sínum. Með fyrirgefningu þess fólks sem viðkomandi braut gegn, öðlast viðkomandi fyrirgefningu Guðs, og öðlast með því rétt til fyrirgefningar allra manna.

Að síðustu er lögð rík áhersla á að EKKERT STJÓRNVALD, EÐA DÓMSTÓLL, geti öðlast rétt til að fella niður dæmda refsiskráningu fyrir afbrot gegn mannveru, nema með beinni og óþvingaðrar beiðni frá viðkomandi brotaþola, eins og að framan er skráð.

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 165601

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband