Meinleg rökvilla í réttargreiningu um völd Forseta Íslands.

Lengi hafa verið við lýði hér á landi frekar undarleg sjónarmið til valdheimilda forseta lýðveldisins. Ákveðinn hópur helstu lögskýrenda þjóðarinnar hafa haldið því fram að samkvæmt stjórnarskrá landsins sé forsetinn í raun valdalaust sameiningartákn þjóðarinnar. Hann beri ekki ábyrgð á neinum framkvæmdaatriðum varðandi stjórnun landsins.

Þarna er á ferðinni afar undarleg sjónarmið ef horft er á þau út frá því sem mætti kalla „eðlilega þrepun ábyrgðar.“ Í allri almennri skynsemi er gengið út frá því sem sjálfgefnu í hverju sviði fyrir sig, að efsta þrep ábyrgðar sé í höndum þess sem í lögum eða skipulagi er settur efstur í sínu umhverfi. Þannig er litið á forstjóra fyrirtækis sem æðsta úrskurðarvald innan fyrirtækis. Skipstjóri er æðsta vald á skipi sínu. Skólastjóri æðsta vald í skóla sínum og þannig mætti lengi telja.

Engum dettur t. d. í hug að undirritun forstjóra fyrirtækis gildi ekki nema deildarstjóri á viðkomandi sviði undirriti með honum mikilvægar ákvarðanir. Slíkt væri tær rökvilla og í mótsögn við langa hefð valdaþrepunar og eðlilega dómgreind.

Í ljósi alls þessa hefur mér ævinlega fundist einkennileg skýring núverandi túlkenda laga og réttar, þegar þeir reyna að halda því fram að valdssvið forsetans sé óljóst. Má þar t. d. vísa til þess sem einn helsti lögskýrandi nútímans, Björg Thorarensen, segir í bókinni „LÖG OG RÉTTUR,“ 3. útgáfa, sem út kom árið 2017. Á bls. 30 er hún að fjalla um form lýðveldisstjórnunar. Þar segir eftirfarandi:

„Með lýðveldi er fyrst og fremst vísað til þess að þjóðhöfðinginn skuli vera forseti, kjörinn af borgurunum með’ beinum eða óbeinum hætti til fyrirfram ákveðins tíma en ekki konungur sem hlýtur stöðu sína að erfðum. Í lýðveldi starfar einnig kjörið þjóðþing sem fer með löggjafarvald eða er a.m.k. aðalhandhafi þessi.“

Athygli vekur þarna að þessi mikli lögskýrandi sleppir því að fara eftir 2. gr. stjórnarskrár okkar og eðlilegri þrepunarhefð valdastigans, þegar hún segir að: kjörið þjóðþing sem fer með löggjafarvald eða er a.m.k. aðalhandhafi þessi. Þarna gleymist henni að í 2. gr. stjórnarskrár er þess getið að: Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið“

Þegar litið er til þess að Alþingi er kosið af þjóðinni til löggjafar- og úrlausnarstarfa en forsetinn kosinn beinni kosningu yfir landið allt, sem ÆÐSTA VALD lýðveldisins, hliðstæður konungsvaldi. Í því ljósi verður að teljast undarleg lögskýring á hlutverki forseta, sem annars aðalhandhafa löggjafarvaldsins, þegar að fullu sleppt þegar að fullu sleppt skyldu hans sem æðsta valdhafa lýðveldisins samkvæmt stjórnarskrá. Án alls samráðs við þjóðina er titlun næstráðanda forseta í löggjafarmálum, Alþingi, er titlað sem aðalhandhafi löggjafarvalds. Fróðlegt væri að heyra skýringar þessa lögskýranda á því hvers vegna samþykkt Alþingis um löggjafarmál, taka ekki gildi fyrr en forseti hefur staðfest þær með undirritun sinni.

En lítum aftur á bls. 30 í bókinni LÖG OG RÉTTUR. Þar er áfram fjallað um lýðveldið.

„Þótt hugtakið lýðveldi feli oftast nær í sér að æðsti þjóðhöfðingi kjörinn af þjóð eða þingi, er ekki hægt að álykta af því hver séu hin efnislegu völd sem forsetinn fer með í raun, þ.e. hvort þau séu aðeins formleg eða hvort þau séu raunveruleg og mikil. Þannig er breytilegt milli lýðvelda hvernig stjórnarskrár skilgreina völd forseta eða hvaða venjur hafa mótast um valdheimildir hans.“

Samkvæmt 5. gr. stjórnarskrár Íslands skal forsetinn kjörinn almennri kosningu allra er kosningarétt hafa til Alþingis. Í stjórnarskrá Íslands hefur forsetinn margfalt meiri völd en tíðkað hefur verið að framkvæma. Stafar það líklega af þeirri ástæðu að tiltekinn hluti fræðasamfélags menntamannasviðs þjóðarinnar, með helstu lögskýrendur þjóðarinnar í fararbroddi, hafa haldið því fram að embætti forseta Íslends væri í raun valdalaust embætti, sem hefði látið ráðherrunum eftir völd sín. Reynt er að heimfæra þetta á 13. gr. stjórnarskrár þar sem segir að:

„13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“

Í meira lagi undarlegt er að líta á þennan texta þeim augum að forsetinn hafi fært ráðherrunum það vald sem stjórnarskráin afhenti honum. Texti lagagreinarinnar bendir ekki til að forseti hafi heimild til slíks. Greinin bendir einungis til að forsetinn megi láta ráðherrana, sem næstu undirmenn sína í framkvæmdavaldinu, framkvæma það vald sem hann ber ábyrgð á. Má þar jafna saman að forstjóri fyrirtækis lætur framkvæmdastjóra og deildarstjóra framkvæma vald sitt en forstjórinn er yfirvaldið. Af því leiðir að forseti þarf ekki að hafa afskipti af daglegum starfsháttum ráðherra, svo fremi að starfað sé innan fyrirfram ákveðins ramma sem settur hafi verið í ríkisráði.

ÍSLANDI EKKI STJÓRNAÐ SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁ

Frá árinu 1959, er ég átti minn fyrsta fund upplýsingamiðlunar frá fræðslusviði Alheimsvitundar, hef ég vitað að Íslandi væri ekki stjórnað samkvæmt stjórnarskrá landsins. Landinu hefur verið stjórnað eftir flokkshagsmunum þeirra flokka sem meirihluta hafa myndað á Alþingi. Starfsreglur Alþingis og þingflokka hafa mótast með þeim hætti að þingmenn fá yfirleitt ekki að starfa í mikilvægum málum eftir eigin sannfæringu og vilja. Þeir eru, án valdheimilda, skyldaðir til að greiða atkvæði í samræmi við það sem meirihluti þingflokks þeirra ákveður. Skiptir þá engu máli hvort einhverjir einstaklingar í þingflokki séu andvígir einhverjum atriðum þess máls sem þingflokkurinn hefur samþykkt að greiða atkvæði með. Þetta er í raun ekki lýðræði heldur töluvert vaxandi FLOKKSRÆÐI í störfum Alþingis Íslendinga. En persónulegt sjálfstæði þingmanna er stöðugt á undanhaldi.

Við fylgjum ekki heldur stjórnarskrá okkar við myndun ríkisstjórna eða almenna stjórnun varðandi samskipti framkvæmdavalds og löggjafarvalds við forseta Íslands. Hér að framan var vikið að ákvæðum 13. gr. stjórnarskrár en lítum næst á 14. gr. en þar segir:

14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.“

Í þessari setningu 14. gr. stjórnarskrár er líklega fólginn sá misskilningur að ráðherrar beri alla ábyrgðina en þar sem forsetinn sé ábyrgðarlaus um daglegar stjórnarframkvæmdir, sé hann jafnframt valdalaus á þessu sviði. Þar er um stóran misskilning að ræða. Líklega er réttast að líkja þessu við stórfyrirtæki þar sem forstjórinn er með marga framkvæmdastjóra og deildarstjóra til að framkvæma daglega stefnu fyrirtækisins. Þessir daglegu stjórnendur fá sín fyrirmæli frá stjórn um heildarmarkmið starfseminnar sem forstjóri hefur yfirumsjón með.

Forstjórinn er ekki ábyrgur fyrir framkvæmdum deildarstjóranna. Forstjórinn hefur hins vegar vald til að stöðva fyrirætlanir eða framkvæmd deildarstjóra ef forstjóri telur þær fara í bága við hagsmuni eigendanna. Samnefnarar þarna eru eigendur = kjósendur og forstjóri = forseti. Valdið fékk forstjórinn frá hluthöfunum, sem einnig réðu deildarstjórnana til starfa. Sama á við að forsetann, sem kosinn er beinni kosningu af þeim sem kosningarétt hafa. Þeir sömu kjósendur kjósa líka Alþingi til löggjafar og stjórnunarstarfa en það skerðir ekkert völd forsetans til yfirstjórnar og eftirlits með ráðherrum. Það staðfestist einnig í 15. gr. stjórnarskrár en þar segir svo:

„15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.“

Þarna kemur vald forseta skýrt fram. Hann skipar ráðherra, ákveður fjölda þeirra og skiptir með þeim verkum. Einnig veitir hann þeim lausn frá embætti. Ekki er að sjá í þessari grein að forseti þurfi að bera sig saman við neinn, eða fara að ráðum einhverra aðila við val sitt á ráðherrum. Ekki heldur við ákvörðun sína um að leysa ráðherra frá störfum. Ótvírætt er að valdið er þarna til staðar og hvergi skráðar heimildir fyrir neitun þings eða stjórnmálaafla að lúta valdi forseta. Alþingi getur borið undir þjóðina hvort forseti hafi brotið lög eða stjórnarskrá og víkur sá aðilinn sem tapar þeirri atkvæðagreiðslu almennings.

Segja má að 1. mgr. 16. gr. stjórnarskrár sé framkvæmd eins og hún er skrifuð. Þar segir að: Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.“ Hins vegar má segja að 2. mgr. 16. gr. stjórnarskrár sé ekki að fullu framkvæmd eins og lögin segja fyrir um. Þar segir eftirfarandi:  

„Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ 

Mér hefur virst að forseti Íslands staðfesti oft lög án þess að ríkisráð sé kallað saman. Hitt tel ég samt mun mikilvægara að ekki sé kallaður saman ríkisráðsfundur til að staðfesta reglugerðir eða aðrar mikilvægar stjórnvalds ráðstafanir einstakra ráðherra. Fyrir slíku er þó rík skylda og engra frávika getið. Mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. Og í 18. gr. stjórnarskrár segir að:

„Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.“

UNDARLEGAR RÖKVILLUR ÁRUM SAMAN Í STJÓRNARSKRÁ

Það er líklega merki um litla virðingu Alþingismanna fyrir stjórnarskrá landsins að hún skuli vera látin innihalda meinlegar rökvillur í áratugi án þess að leiðrétting sé gerð á þeim villum. Í þessum skrifum er drepið á nokkrum meinlegum villum sem reynst hafa afar erfiðar viðfangs. Hins vegar var mér líka sýnt fram á að með einfaldri en skýrri rökfræði væri hægt að sýna fram á ógildi flestra laga á Íslandi og að engin reglugerð væri löglega frá gengin því þær væru ekki staðfestar í ríkisráði eins og ákvæði væri um í 16. gr. stjórnarskrár, eins og að framan er getið.

Hins vegar er það rökvillan í 19. gr. stjórnarskrár sem næst verður bent á. Í 19. gr. segir:

„19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“

Ég legg áherslu á að hér er um að ræða stjórnarskrá lýðveldisins Ísland, ÆÐSTU LÖG landsins. Í þessari grein segir að undirritun ÆÐSTA manns þjóðarinnar, sjálfs ÞJÓÐHÖFÐINGJANS, hafi EKKERT GILDI við undirritun löggjafarmála, nema: ráðherra ritar undir þau með honum. Á ég að trúa því að öllum lögspekingum landsins hafi yfirsést þetta mikilvæga atriði í áratugi og ekki velt þessu fyrir sér að neinu marki?

Ég vil endilega hvetja fólk, og þá sérstaklega lögfræðinga, til að velta fyrir sér hvar í stjórnarskránni er að finna sjálfstæða valdheimild til handa ráðherra í ríkisstjórn (framkvæmdavaldinu), til að vera helsti staðfestingaraðili við löggjafarsetningu Alþingi Íslendinga? Ég finn þá heimild hvergi. Í stjórnarskrá er hvergi að finna sjálfstætt vald eða valdheimild ráðherra. Einungis er þar talað um að ráðherrar framkvæmi vald forseta. Hvergi nefnt að þeir geti framkvæmt frá með stuðningi við eigin valdheimildum.

Þegar að er gáð, kemur skýrt fram í 2. gr. stjórnarskrár að Alþingi sjálft og forseti Íslands, bera SAMEIGINLEGA alla ábyrgð á sérhverri lagasetningu. Engir aðrir hafa heimild samkvæmt stjórnarskrá til staðfestingar þeirra lagagjörninga sem frá Alþingi koma.

Það er því algjörlega fáránleg vitleysa að hópur lögfræðimenntaðs fólks skuli ár eftir ár, í störfum sínum á Alþingi telja sig bundið af drengskap um að virða stjórnarskrá landsins. En á sama tíma° láti þetta fólk sér yfirsjást þá klaufalegu óvirðingu sem þjóðhöfðingja landsins er sýndur í 19. gr. stjórnarskrár. Sem er að nafn þjóðhöfðingjans, hafi ekkert gildi við staðfestingu lagasetninga, nema með honum skrifi á lögin maður sem hvergi hefur lögmæta aðkomu að lagasetningu á Íslandi.

Rökrétt verður einnig að telja að þegar ráherra setur reglugerð eða aðrar mikilvægar stjórnarráðstafanir, þá undirriti ráðherrann erindið áður en það fer til forseta. Og að það sem veiti því löggildingu sé undirritun forsetans til viðbótar við undirritun ráðherra..

Einnig væri rökrétt við staðfestingu nýrra laga með undirritun, að þá undirritun framkvæmdu þeir tveir aðila sem samkvæmt stjórnarskrá hafa heimild til útgáfu nýrra laga. Er þar um að ræða forseta Alþingi og forseta Íslands. Ráðherra hefur samkvæmt stjórnarskrá engar heimildir tilútgáfu lagafyrirmæla.

Síðar verður tekið fyrir afar undarleg rökfræði Sjálfstæðismanna við undirbúning og upphaf lýðveldisstofnunar, varðandi ákvæði 26. gr. stjórnarskrár um gildistöku laga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Guðbjörn.

Þessi 13. grein grein sem þú nefnir, núllar í raun út öll þau völd sem forseta eru eignuð í stjórnarskránni. Skrifi hins vegar forseti ekki undir lög frá Alþingi ásamt viðkomandi fagráðherra, eins og við þekkjum frá Icesave, sem flugfreyjan og jarðfræðineminn ætluðu að troða þversum ofan í kok skattgreiðenda, var það sent til þjóðaratkvæðis. Forsetinn hefur í raun og sanni liggur við að segja  þetta eina pennavald, að undirriti hann ekki lög þá sker þjóðin úr um málið.

Fyrsta útgáfa stjórnarskrárinnar kom hér 1874 og var því marki brennd að konungur var kominn með löggjafarþing sem réði ásamt ráðherrum, en kóngur engu lengur í raun. Stutta skýringin er að sú stjórnarská er í raun sú sem við breyttum og skrifuðum forseti þar sem áður stóð konungur.


Allt þetta sem þú hjalar um eins og að forseti skipi ráðhherra og fleira hljómar vel, en þá kemur 13. greinin, sem felur ráðherra vald forseta. Alþingi samþykkir mmeð meirihluta sínum skipun ráðherra og annars, og forseti skrifar undir skipunina ásamt forsætisráðherra þeim sem er að taka við.

Haf þú þökk fyrir upplýsingar þínar um árið þegar þú upplýstir um ranga reiknireglu hjá reiknistofnun bankanna á verðtryggingunni sem leiddi til mun meiri kostnaðar en lög um verðtryggingu heimila. Það væri þarfaverk ef þú leiddir rök þín og vitneskju fram á nýjan  leik þannig að það endi með að reiknireglan verði leiðrétt til samræmis við lögin, hafi það ekki verið  gert enn.

Ég hef reyndar ekkert á móti verðtryggingunni eftir að almenningur fékk frjálst val um hvort það tæki verðtryggt eða óverðtryggt lán, sömuleiðis fá menn að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð á lánstímanum henti það þeim. Má ekki gleyma að þeir sem eru að spara fé sitt þurfa að geta lagt inn á verðtryggða reikninga aflafé sitt en láti bankana ekki hirða virði þess á stuttum tíma með brandara innlánsvööxtum sem eru laaaangt frá verðbólguprósentunni eins og hefur verið hér fram á vora daga.

Gleðilega hátíð kæri Guðbjörn. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.12.2017 kl. 23:28

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér hefur í seinni tíð fundist sú stjórnsýsluhefð sem stýrir samspili allra handhafa hins þrískipta valds vera því óskiljanlegri sem ég velti henni meira fyrir mér.

En mér sýnist vera komin sú hefð á þau vinnubrögð að þar gangi allt upp eins og til er ætlast af okkar hefðbundnu stjórnmáslaflokkum og aðalmálið að 

sæmilega ónýtu Alþingi takist að mynda "starfhæfa ríkisstjórn" þar sem framkvæmdavaldið hafi alla stjórn.

Semsagt; Verkaskiptingunni snúið öfugt.

Það getur ekki verið hlutverk forsetaembættisins að hafa einskonar verkstjórn og umsjón með skiptingu löggjafarþingsins í virkan meirihluta og óvirkan minnihluta sem grunn að einhverju fyrirbæri sem kallast getii: "starfhæf ríkisstjórn".

Í mínum huga er hver sú ríkisstjórn starfhæf sem hefur vitsmuni og þekkingu til að sinna fyrirmælum löggjafans - Alþingis.

Það er greinilega full þörf á nokkuð djúpri hreingerningu í þessu máli öllu.

Þakka greinargóða yfirferð á þörfu umræðuefni og óska þér og þínum gleðilegra hátíða!    

Árni Gunnarsson, 26.12.2017 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband