17.11.2018 | 15:27
OPIÐ BRÉF TIL Fjármálaráðherra, Hr. Bjarni Benediktsson
Hr. Fjármálaráðherra,
Bjarni Benediktsson.
Reykjavík 17. nóv. 2018.
ERINDI: Ummæli þín í ræðustól Alþingis um lífeyrisgreiðslur til aldraðra og öryrkja, o.fl.
Við skulum byrja hér að skoða hvað þú sagðir í svari þínu, í ræðustól Alþingis.
Hvað þýðir þetta í auknum bótarétti fyrir hvern og einn bótaþega? Þetta þýðir að bæturnar hafa hækkað fyrir hvern og einn bótaþega um 1,1 milljón á ári. Hvers vegna stendur þá þessi hv. þingmaður hér og heldur því fullum fetum fram að þessi hópur hafi algerlega setið eftir? Tölurnar sýna allt annað.
Ég hef nú oft fylgst með þessum innihaldslausu fullyrðingum þínum um lífskjör okkar eldri borgara þessa lands. Ég hef reglulega haft samband við Hagstofu til að spyrjast fyrir um tölulegar forsendur, því ég hef ekki orðið var við þessar miklu kjarabætur sem þú talar um. Í áðurgreindu svari þínu í ræðustól Alþingis segir þú að: Þetta þýðir að bæturnar hafa hækkað fyrir hvern og einn bótaþega um 1,1 milljón á ári. Þarna ert þú að tala um fleiri en eitt ár. Að hver og einn bótaþegi(óvirðingarorð um áunna lífeyrisgreiðslu en ekki ölmusubætur).
Á myndinni hér til hliðar sérðu lífeyrisgreiðslur mínar fyrir árin 2014-2018 bæði frá TR og lífeyrissjóðir, borið saman við neysluvísitölu. Væntanlega veist þú að samkvæm 69. gr. laga nr. 100/2007 verða lífeyrisgreiðslur, að hækka að lágmarki, til samræmis við breytingar á neysluvísitölu. En svo hefur því miður aldrei verið frá bankahruni 2008. Það er athyglisvert að sjá hve nákvæmlega lífeyrissjóðirnir framfylgja framangreindu lagaákvæði um vísitöluhækkun, því greiðslur sjóðanna fara nákvæmlega sömu breytingalínuna og neysluvísitalan. Eins og á myndinni sést, hefur Tryggingastofnun aldrei, frá 2008, greitt réttan lífeyri. Aðrar greiðslur til okkar hafa einnig verið skertar og skattbyrði aukist. Það mætti kannski bjóða þér að horfa á hvernig Alþingi og stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart eldri borgurum að skila þeim lífeyri samkvæmt ykkar eigin lögum. Hér er yfirlit frá árinu 1998 til 2016.
Finnst þér ekki ástæða til að fara í ræðustól Alþingis og biðja okkur afsökunar á óþarfa hroka þínum og hleypidómum? Þú gætir um leið gert grein fyrir hvenær ætlunin væri að gera upp við okkur, þann lífeyrir sem af okkur hefur verið dregið í áratug, eða svo.
Í upphafi Kjararáðsveislu, til Ykkar, þingmanna og efri laga stjórnenda, sýndi það sig að lífeyrir okkar eldri borgara, þurfti þá að hækka um tæpt 41% til að jafnast á við lífskjarabætur sem ykkur fannst greinilega að þið ættuð skilið að fá.
En kæri Bjarni. Ef það hefði verið rétt sem þú sagðir í ræðustól Alþingis, að greiðslur lífeyris til eldri borgara hefðu hækkað, á hvern mann um 1,1 milljón á ári, undanfarin ár, þó ekki væri nema yfir þessi 5 síðustu ár sem ég sýni á fyrri myndinni, þá er mér alveg ljóst að við værum ekki óánægð með það.
En nú að öðru, fyrst ég er farinn að bauna á þig. Þá má ég til með að vekja athygli þína á þeim tekjuauka ríkissjóðs sem felst í að hætta öllum skerðingum á lífeyrisgreiðslum og leyfa eldri borgurum að vinna það sem þeir geta, og greiða af því skatta. Ef u.þ.b. helmingur fólks á lífeyrisaldri mundi vinna fyrir 250.000 kr. launatekjum á mánuði, þá væru skatttekjur að aukast verulega og samfélagsveltan að vaxa. Það gæfi fleiri fyrirtækjum lífsvon. Það sem best er við þetta, er að raunútgjöld ríkissjóðs vegna lífeyrisgreiðslna mundi minnkaen ekki aukast. Ég set hér inn eina mynd, en líka linkinn á myndbandið sem útskýrir hvernig ég sé þetta ferli.
https://www.youtube.com/watch?v=_at04KxIocg&t=41s
Þetta er sama líkan og notað var við að kynna fyrir nefnd Péturs Blöndals, ákveðna hugmynd að frjálsri vinnu fólks á lífeyrisaldri, með fullri greiðslu skatts af launum og lífeyri, en lífeyrir trappaðist út móti hækkandi tekjum.. Linkur á myndbandið er undir myndinni.
Svo þegar þú ert búinn að jafna þig á þessu, væri ég alveg til í að eiga viðtal við þig um hina ólöglegu verðtryggingu, sem ALDREI hafa verið lagaheimildir fyrir. Ég er búinn að sýna gild og mikil rök fyrir því að ég fari með rétt mál. Þar á meðal með viðamikilli greinargerð til Umboðsmanns Alþingis vegna afar undarlegrar umfjöllunar Róberts Spanó, um spurningu HH. um lagastoð fyrir lögmætri framkvæmd á innheimtu svonefndrar verðtryggingar.
Það er í sjálfu sér afar einfalt að láta dómskerfið verja lagabrot Seðlabankans gagnvart meginþorra lántakenda í landinu. Dómurinn þarf að vísu að brjóta lagareglur í hverri einustu fyrirtöku máls, til að verjast fullkomlega rökstuddri kröfu, sem engin leið var að hnekkja í eðlilegu réttarferli. Ég væri alveg til í að eiga við þig gott myndbandsviðtal um þessa atriði, því ég hef ekki geta vakið athygli á þessu vegna þess að allir helstu fjölmiðlar landsins hafa verið lokaðir fyrir mér síðan ég gerði þá dauðasynd að segja upp starfi í hagdeild banka og fara út úr fjármálakerfinu með þekkingu á öllum innviðum bankanna.
Kæri Bjarni. Eins og þú getur væntanlega áttað þig á, þá er einungis upphafið að þessu bréfi spurning um þínar gjörðir. Hitt er meira tengt embætti því sem þú gegnir nú, en ekki þinni persónu. Hér á landi hefur verið afar mikill óheiðarleiki í fjármála- og stjórnkerfi landsins í langan tíma. Ég ber þó þá einlægu von í brjósti að stjórnmálmenn fari að starfa af meiri heiðarleika og dýpri virðingu fyrir alvarleika löggjafarvaldsins.
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson, eldri borgari.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjármál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.