27.6.2019 | 17:49
LYGI og árásir á einstaklinga er algengasta einkenni röklausra aðila.
Það vekur enga undrun að öllum vopnum skuli nú veifað í ranni samtaka atvinnulífsins, til að reyna að knésetja Ragnar Þór, formann VR. Ragnar hefur til fjölda ára sýnt afburða hæfileika til að draga fram raunsanna mynd af djúpstæðri spillingu í fjármálakerfi þjóðarinnar, einkanlega í lífeyrissjóðakerfinu.
Það gæti reynst afar mikilvægt á komandi árum, fyrir samtök atvinnulífsins, að hafa í forystu stærsta stéttarfélags landsins mann sem af sanngirni tekur afstöðu til mjúkrar lendingar í aðþrengdri stöðu, líkt og Ragnar og hans fylgjendur gerðu í nýafstöðnum Lífskjarasamningum. Flestum sæmilega skynsömum mönnum hlýtur að vera ljóst að framundan eru verulegar niðurfærslur, tilfærslur og leiðréttingar innan atvinnuvega þjóðarinnara. Óhjákvæmilega verður að horfast í augu við að talsverður hluti framkvæmda í landinu er ósjálfbær, hefur verið drifinn áfram með lánsfé og framkvæmdur af erlendu vinnuafli. Aðalástæðan er sú að þrátt fyrir hámarks afraksturs gjaldeyristekjugriena landsins, skapast ekkert fjármagn til fjárfestinga. Afleiðingar slíkrar óábyrgrar stjórnunar á jafnvægi framkvæmda og vinnuafls, verður að öllum líkindum harkaleg niðursveifla á hluta vinnumarkaðarins, sem kalla mun á verulega aukin ríkisútgjöld auk verulegra vandamála á vettvangi launafólks, sem og á velferðarsviði.
Ég vona að SA reyni ekki aftur að leika hlutverk óvitans, líkt og gert var í bankahruninu. Þá reyndu allir að telja fólki trú um að hrunið hefði komið á óvart. Þó voru margir mikilsvirtir fjármálamenn ýmissa landa, í nokkur ár, búnir að vara við hvert stefndi ef áfram væri haldið sömu braut. Ég byrjaði árið 1998 að vara við hruni bankanna en enginn hlustaði. NÚ, fyrir þremur árum, benti ég einnig á ósjálfbæra þróun fjárfestinga á þjónustuarmi þjóðarbúsins, sem drifinn væri áfram með skuldsetningu og erlendu vinnuafli. Fjárfestingar í umræddum þjónustugreinum væru ekki byggðar á neinum haldbærum tekjugrunni eða viðskiptasamningum. Í landið eru 5 virk eldfjöll, sem sögð eru komin að gostíma. Þau gætu þess vegna gosið hvenær sem er og lokað um langan tíma fyrir streymi ferðamanna til landsins og jafnvel hamlað útflutningi. Hver skildi viðbragðsáætlun SA vera vegna þeirrar yfirvofandi hættu atvinnulífsins?
Í bankahruninu fór einkarekstur fjármálageirans í greiðsluþrotþrot vegna óvitaskapar, meðan allar framleiðsluvörur þjóðarinnar seldur jafn harðan fullu verði og oft með verulegu yfirverði. Engin hætta stafaði því að rekstri þjóðarbúsins sjálfs. En vegna vanþekkingar eða vanmats yfir langt tímabil uppbyggingar hættuástands í fjármálum þjóðarinnar, höfðu menn ekki byggt þjóðarbúinu eðlilega og raunhæfa varnarstöðu. Stjórnvöld urðu því fórnarlömb fjárglæfraafla, sem tilbúin voru að fórna þjóðarhagsmunum til bjarga sér að hluta frá eigin öfgakenndri vitleysu þáliðinns áratugar.
Íslendingar erum nú aftur staddir á tímamótum, sem vonandi eru ekki alveg jafn skörp og bankahrunið. Engu að síður mun ábyrgðarleysi í fjármálajafnvægi undangenginna ára hellast yfir þjóðarskútuna, fyrirvaralítið. árið 2008 voru það hreinir óvitar í rekstri mikilvægustu banka samfélags okkar, sem höguðu sér eins og þeir væru að reka spilavíti, en ekki máttarstólpa fjárstreymis um lífæðar samfélags okkar. Það hlutverk þekktu þeir ekki enda hugurinn allur við hlutverk spilafíkils, sem eingöngu hugsar um eigin gróða og álitsauka, á grundvelli veltu á annarra fjármunum, án þess að meðhöndla þá sem slíka. Spilafíkillinn forðaast hins vegar alla ábyrgð þegar tap eða erfiðleikar blasa við. Þá lætur hann sig bara hverfa og lætur aðra um að leysa þann vanda sem hann bjó til.
Nú situr umtalsverður hluti SA í sambærilegri stöðu. Búið er að raska eðlilegu jafnvægi milli atvinnugreina framleiðslu og þjónustu í landinu okkar. Aukin uppbygging þjónustu hefur verið byggð upp með yfirspennu á vinnumarkaði. Lánsféð sem framkvæmt var fyrir, fór ekki í hringrás fjárstreymis innan þjóðfélagsins, heldur fór það beina leið úr landi, líklega að einhverju leyti óskattlagt. Afleiðingar slíks kjánaskapar er m. a. þær að samfélagsveltan eykst ekki nógu mikið til að bera uppi þær byrgðar sem hin ranga stýring atvinnulífs í landinu hefur skapað.
Undanfarin ár hafa SA beitt miklum hluta afls síns til uppbygginar fjölþættri þjónustustarfsemi, en að mestu leyti hunsað að horfa til jafnvægis reglubundins innstreymis gjalreyris frá samningsbundnum útflutningsgreinum. Hins vegar hefur umtalsverðu fjármagni verið varpað í glatkistuna, með glórulausri undirhleðslu undir fyrirfram glataða þjónustustarfsemi, sem fyrt og fremst lét fjrármagn úr sameiginlegum veltusjóðum atvinnulífs og lánastofnana hverfa, ásamt nothæfum eignum, en lántakendur í landinu látnir sitja uppi með skaðann, sem fyrst og fremst bitrist almenningi sem svimandi háir vextir af lánsfé.
Og nú geta þessi 5 eldfjöll okkar byrjað að gjósa á hveri stundu. Hvar eru þá þeir varnarþættir sem SA hefði átt að byggja upp á liðnum árum? Er það kannski ætlun miðstjórnar alls helsta atvinnuliífs í landinu að koma fram fyrir almenning á gosdag og biðja um önnur Neyðarlög, svo þjóðin verði látin greiða fyrir hugsunarleysi þess afls sem vera á burðarstólpi nauðsynlegs fjölbreytileika í atvinnulífi landsins, sem forðað geti því einstefnuhruni sem bankahrunið varð.
Það er veruleg smán fyrir samtök atvinnulífs á Íslandi að vel menntað fólk skuli flykkjast út á ritvöllinn með álíka þekkingu á raunverulegu hlutverki sambands þeirra, í sjálfstæðu og sjálfbæru samfélagi, eins og horft eða hlustað væri á rökfræði leikskóla. Skrif þesa velmenntaða fólks, sem tröllriðið hefur fjölmiðlum og samfélagmiðlum að undanförnu, eru vart boðleg rökfylgni langskólagengins fólks. Lífsgæðum áratuga baráttu var varpað fyrir róða vegna þess að óvitum í fjármálum þjóðfélags, voru nánast færðir að gjöf allir helstu viðskiptabankar landsins. Mér sýnir álíka óvitavæðing vera áberandi innan raða SA, ef marka má núverandi, fjölmiðlaumfjöllun í þeirra nafni.
Rekinn ef þú hlýðir ekki Ragnari Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Auðvitað, allir sem benda á brot og einræðistilburði valdamikils manns eru röklausir....Eða eru þeir röklausir sem koma honum til varnar með skítkasti og dylgjum um þá sem gagnrýna valdasjúkt mikilmennið?
Vagn (IP-tala skráð) 27.6.2019 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.