17.8.2019 | 20:21
OPIÐ BRÉF TIL UTANRÍKISMÁLANEFNDAR ALÞINGIS
Í fjölmiðlum má nú lesa mikla hneykslun nefndarmanna Utanríkismálanefndar alþingis, yfir því að Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sagði á kurteisan en hreinskilinn máta, hversu langt væri frá því að alþingismenn væru af þjóðhollustu að gæta hagsmuna þess samfélags sem greiðir þeim laun. Ég gat ekki annað en brosað, vegna þess að í mörg ár hef ég skrifað öllum þingmönnum um alvarleg axarsköft þeirra í starfi og margháttaða sniðgöngu siðrænna vinnubragða í löggjafarstörfum. Þingmenn ættu því að vera orðnir þokkalega þjálfaðir í að heyra sannleikann. EN, ég er að vísu ekki dómari, þó ég hafi í 40 ár fengist við ýmsar réttarfarsgreiningar, með góðum árangri á öðrum vettvöngum en hjá löggjafarþinginu.
Ég ætla ekki að skrifa beint um 3. orkupakkann. Arnar og fleiri hafa gert því full skil. Ég ætla hins vegar að tala um vinnubrögð alþingis á árinu 2003, þegar til meðferðar í þinginu var frumvarp sem varð að Raforkulögum nr. 65/2003.
Dómgreind er mikilvægasti eiginleiki þess sem tekur að sér að stjórna samfélagi okkar og setja því lög. Dómgreind er mikilvæg, því eins og margir virtir réttarheimspekingar segja og m. a. er getið í bók Sigurðar Líndal Um lög og lögfræði, virðist það almennt álit fræðimanna á sviði réttarfars, að almennur eða illa orðaður óskalisti eða hugmyndaleit, geti seint talist vönduð lagasetning. Á þetta hef ég margítrekað bent, allt frá árinu 1980, t. d. í sambandi við verðtrygginguna. Alþingi hefur ekki enn ÞORAÐ AÐ LEYFA MÉR AÐ TALA VIÐ ÞINGMENN UM SANNLEIKANN, í því máli. Alþingi hefur frekar viljað leyfa fjármálaöflunum að STELA STÓRFÉ af almenningi og fyrirtækjum, frekar en fá að heyra sannleikann frá manni sem vann í hagdeild banka um nokkra ára skeið, en sagði því starfi upp vegna óheiðarlegra vinnubragða þar gagnvart almenningi og fyrirtækjum.
En lítum nú á hvernig Alþingi vann hin mikilvægu Raforkulög. OG lítum einnig á hvernig þingmenn blekkja sjálfa sig og landsmenn, frekar en standa traustan vörð um þjóðhagslega mikilvægan rekstur Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða, eitt af fullkomnustu virkjana og dreifikerfum raforku á vesturlöndum. Á Íslandi eru allar raflagnir í þéttbýli lagðar í jörð. Þó við búum við afar erfitt veðurfar yfir vetrarmánuði, eru háspennulínur landsins það traustar að sjaldgæft er að alvarleg röskun verði á afhendingu rafmagns til neytenda. Og með þetta yfirgripsmikla dreifikerfi rafmagns, sem nær til allra þéttbýlisstaða og flestra sveitabæja í landinu, er verðlag raforku hjá okkur eitt það LÆGSTA í vestrænum heimi.
Við þessar aðstæður og án allra haldbærra skýringa, setja alþingismenn í fyrstu setningu nýrra laga, texta sem bendir svo áþreifanlega til algjörrar vanþekkingar á því viðfangsefni sem þeir voru þá að fara að setja lög um. Nýju lagasetningin byrjar svona:
1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Í því skyni skal:
Hið fallega fyrsta Markmið hinna nýju Raforkulaga, lofar að stuðla að: þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi. Þessi háleitu markmið skiptust í 5 áhersluþætti, þar sem 3 þeirra voru nokkuð hefðbundin innihaldslaus slagorð en tveir markmiðsþættir sem vöktu margar spurningar, því engin útfærsla var kynnt.
Sem 1. forsenda markmiða hinna nýju laga var að:
Skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna.
Mig undrar stórlega að engar krefjandi spurningar skyldu koma fram frá stjórnarandstöðu þegar frumvarp þetta til Raforkulaga var til umræðu á alþingi. Var virkilega enginn þingmaður forvitinn um hvaða hugmyndir væru að baki því að búa til samkeppni úr markaði þar sem einn aðili ætti öll framleiðslu og dreifingartækin? Það hefði áreiðanlega verið athyglisvert að heyra svör höfunda frumvarpstextans við því hvernig ætti að auka samkeppni í vinnslu raforku þegar einn eigandi væri að öllum helstu virkjunum landsins, sem framleiddu yfir 95% allar raforku á svæðinu.
Fyrsta skrefið til að auka samkeppni var stigið með stofnun nýs hlutafélags, Landsnet hf. sem annast skildi flutning á raforkunni frá virkjunarstað til tengivirkis fyrir dreifingastöðvar. Í 9. gr. Raforkulaga segir að:
Flutningsfyrirtækið skal byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, [gæða raforku og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku]. 1) Fyrirtækið hefur eitt heimild til að reisa ný flutningsvirki.
Landsnet fór þó ekki eftir þessum lögum því til þess að Landsnet gæti starfað, varð ríkissjóður, sem aðaleigandi Landsvirkjunar hf. að gera stjórnarsamþykkt í Landsvirkjun um að selja Landsneti allar háspennulínur og háspennu tengivirki ásamt öllum búnaði sem því fylgdi. Ekki lág ljóst fyrir hvert verðmæti hins selda búnaðar væri, því sundurliðun í bókhaldi Landsvirkjunar er ekki svo glögg. Hins vegar er spurning hvort ráða megi í heildarverðmæti hinna yfirfærðu eigna frá Landsvirkjun til Landsnets, út frá leigu Landsvirkjunnar á búnaðinum fyrstu 6 starfsmánuði Landsnets. Tafir urðu á eignayfirfærslu frá Landsvirkjun til Landsnets, sem tók til starfa á miðju ári 2005. Landsvirkju reiknaði sér því leigu af öllum þeim búnaði sem flytjast átti til Landsnets. Leigan sem Landsvirkjun setti upp fyrir þetta hálfa ár var kr. 2.490 milljónir. Þó leigan virðist nokkuð mikil er ekki mikið við því að gera þar sem þarna eiga viðskipti, tvö sjálfstæð hlutafélög, sem þó eru bæði í meirihlutaeigu ríkisins. Hins vegar segir í 4. mgr. 10. gr. Raforkulaga nr. 65/2003 að:
Ráðherra getur í reglugerð 2) kveðið nánar á um samskipti eigenda flutningsvirkja og flutningsfyrirtækis, afnot flutningsfyrirtækis af flutningsvirkjum og endurgjald fyrir þau.
Hvorki verður séð að ráðherra orkumála eða alþingismenn hafi gert neitt veður út af því þó eitt hlutafélag í ríkiseigu okri líklega hressilega á hinu nýstofnaða hlutafélagi ríkisins sem taka eigi við raforkuflutningnum af Landsvirkjun. Hvergi sést stafkrókur um athugasemd vegna þess aukna kostnaðar sem þannig er settur út í raforkuverð, algjörlega að þarflausu. Og enn eitt tilvik er einnig í lögunum þar sem þeir sem sömdu lagatextann virðast ekki hafa þekkt hvernig ákvarðanir eru tekna í hlutafélögum. Í 2. mgr. 12. gr. Raforkulaga nr. 65/2003 segir eftirfarandi:
Orkustofnun setur flutningsfyrirtækinu tekjumörk vegna kostnaðar við flutning á raforku. Tekjumörk skulu vera tvískipt, þ.e. vegna flutnings á raforku til dreifiveitna annars vegar og vegna flutnings til stórnotenda hins vegar. Tekjumörk skulu ákveðin fyrir fram til fimm ára í senn og uppfærð árlega miðað við breytingar á viðmiðum sem tilgreind eru í 3. mgr. Við setningu tekjumarka skal taka tillit til kostnaðar vegna reksturs og fjárfestinga vegna flutnings til dreifiveitna annars vegar og til stórnotenda hins vegar.
Það hefði nú átt að vera auðvelt fyrir alla þá lögfræðilærðu þingmenn sem sátu á þingi árið 2003, þegar Raforkulög voru til þingmeðferðar að vekja athygli á því að löggjafinn setur ekki sjálfstæðum hlutafélögum mörk um rekstrarkostnað eða verð á endursöluafurð starfseminnar. Slíkt er stjórnar hlutafélagsins en ekki alþingis. Alþingi fól ráðherra full umráð yfir öllu hlutafé ríkisins í hlutafélaginu, þó alþingi hefði átt að vera ljóst að viðkomandi ráðherra hafði í raun ekkert umboð æðsta eiganda hlutabréfsins, til neinnar ákvarðanatöku fyrir hönd æðsta eigandans. Ekki verður heldur séð að alþingi hafi haft laga eða stjórnarskrárheimild til að útvista eign æðsta eiganda út fyrir löggjafarþing, nema með samþykki æðsta eiganda, samkvæmt almennum kosningum þar um. En því miður hefur lítið farið fyrir því að alþingi upplifi sig í þjónustu æðsta valds Lýðveldisins Ísland, því yfirleitt kemur alþingi fram sem hið endanlegi æðsti valdhafi en ekki sem fulltrúi þjónustustarfs eins og stjórnskipunin segir til um.
Reikningsár hlutafélaga fer eftir samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög. Í samþykktum Landsnets er kveðið svo á að reikningsárið skuli vera almannaksárið og aðalfundur skuli haldinn í marsmánuði ár hvert. Og skuli reikningar félagins liggja mánuði fyrir aðalfund. Af þessu er ljóst að höfundar lagatexta Raforkulaga virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að Landsnet væri hlutafélag en ekki ríkisstofnun beintengd fyrirmælum frá alþingi. Nánast öll ákvæði 12. gr. o.fl. greinar Raforkulaga hefðu því átt að eiga heima í sérlögum um Landsnet hf, til þess að vera rétt staðsett í laga og réttarkerfinu.
Víkjum þá að því sem lýtur að hinum almennu notendum raforku, heimilum og fyrirtækjum, sem eiga viðskipti sín við dreifiveitur á sínu svæði. Undirritaður býr í Reykjavík og er á því dreifiveitusvæði, þó nokkuð óljóst sé hvað sú dreifiveita heitir í raun. Á reikningnum stendur Veitur ohf. kt: 501213-1870 en á vefsvæði ON eða Orka náttúrunnar. Fyrir ekki löngu hét dreifingarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur. Er þetta svolítið til marks um óstöðugleikann í samfélagi okkar. Sýnir glöggt þá felumynd sem pólitískt kjörnir fulltrúar reyna að varpa yfir óljós verk sín með skollaleik áhættufíkla, í leit að feluleiðum fyrir eftirliti almennings.
Á rafmagnsreikningi fjölskyldu minnar eru tveir innheimtuþættir sem ekki eiga þar heima. Annar algjörlega án neinna lagaheimilda en gæti átt rétt á sér í framkvæmd rétts aðila til slíkrar innheimtu.
Í fyrsta lagi er hér um að ræða svonefnt Flutningsgjald, ákveðinn gjaldliður fyrir hverja notaða Kílówattstund af raforku. Við því væri svo sem ekki mikið að segja ef dreifingaraðilinn sem orkan væri keypt af væri að rukka þetta fyrir sjálfan sig og hefði lagaheimildir til slíks en svo er alls ekki. Neðst í ramma reikningsformsins er eftirfarandi ritað sem skýring á þeim tveimur ólögmætu innheimtuþáttum sem á reikningnum eru:
Flutningurer vegna þjónustu Landsnets sem rekur háspennukerfið.
Jöfnunargjaldrennur til ríkisins til að jafna orkukostnað milli landshluta sbr. lög nr. 98/2004.
Flutningur: Í fyrsta lagi er hvergi Raforkulögum heimild fyrir þessu gjaldi. Í öðru lagi er þetta gjald vegna þjónustu Landsnets við rekstur háspennukerfis. ENGINN notandi lágspennu rafstraums 220-400, volt er í viðskiptasambandi við Landsnet, sem eingöngu hefur heimild til að skipta við dreifiveitur, ekki einstaka notendur raforku hjá dreifiveitum. Auk þess á Landsneti að vera skylt, vegna laga um bókhald og virðisaukaskatt, að gefa sjálft út reikning, á eigin reikningsformi, fyrir þjónustusölu af þessu tagi. Ég er nokkuð viss um að ALLIR þingmenn á alþingi hafa fengið svona útreiking á sínum rafmagnsreikningum og því allir með tölu litið framhjá því að í þessu eina gjaldi fyrir Flutning, væru þeir þögulir þátttakendur í tvöföldu lagabroti. Annars vegar varðandi bókhald seldrar þjónustu en hins vegar vegna undanskots þjónustusölu frá virðisaukaskatti. Enn eitt atriðið sem sýnir að þingmenn eru alls ekki færir um að bera þá ábyrgð sem þeir sækjst eftir.
Hinn síðasti þáttur sem vikið verður að í þessu erindi, er það sem á reikningsformi rafmagnsreiknings, líklega flestra notenda rafmagns frá dreifiveitu, er gjald sem kallast JÖFNUNARGJADL. Enn kemur hér fram atriði sem beinlínis bendir á að þingmenn hafi ekki lagaþekkingu til að vinna rétt að þeim lagafyrirmælum sem þeir telja sig vera að gera. Í skýringartexta á rafmagnsreikning kemur fram sú einfalda staðreynd að það gjald sem þarna er nefnt jöfnunargjald er í raun almennt notendagjald sem renni til ríkisins. Eðli málsins samkvæmt er hér um hreinan SKATT til ríkisins að ræða og skatta til ríkisins á innheimtuaðili að skila til Ríkisskattstjóra 15-20 dögum eftir innheimtu. Og lög um svona skattheimtu eiga því að vera innan skattalaga eða í sérlögum undir forsjá Ríkisskattstjóra en ekki vistast hjá aðila sem ekki hefur heimild til meðhöndlunar skattfjár.
Í skýringartexta á rafmagnsreikningi er sagt að innheimta jöfnunargjalds sé í samræmi við lög nr. 98/2004, lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. Markmið þessara laga er jafn mikið utan heilbrigðs raunsæis og markmið Raforkulaganna. Markmið laganna um jöfnun kostnaðar við dreifingu er svona samkv. 1. gr. laganna:
1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að stuðla aðjöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda.
Þeir þingmenn sem samþykkt hafa þessi markmið gera lítið úr landsþekkingu sinni, enn minna úr skilningi á flutningi raforku milli landshluta og undirstrika rækilega að í starfi sínu noti þeir ALLS ENGA DÓMGREIND. Dreifiveitur út um allt land eru eru að fást við afar ólík viðfangsefni, bæði árstíðabundið en einnig vegna sveiflukennrar raforkusölu t. d. út frá skorti á stöðugleika í rekstrarumhverfi fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu. Þessu til viðbótar eru flest dreifingarfyrirtækin sjálfstæð hlutafélög eða bein eign eins eða fleiri sveitarfélaga á svæðinu. Rekstrarkostnaður hlutafélaga sem starfa við afar ólíkar rekstraraðstæður, verður ekki jafnaður með skattstofni sem auk þess er afar illa varðveittur og ekki skilað til rétts umsjónaaðila skattfjár.
Í 3. gr. jöfnunarlaga kemur eftirfarandi fram um meðferð hins safnaða skattstofns sem nefndur er Jöfnunarsjóður»
Greiða skal niður kostnað almennra notenda vegna dreifingar raforku á þeim svæðum þar sem Orkustofnun hefur heimilað sérstakar dreifbýlisgjaldskrár í samræmi við ákvæði 5. mgr. 17. gr. raforkulaga, nr. 65/2003.
Markmið þessarar greinar er ágætt í sjálfu sér þó viðfangsefnið sé afar snúið. Það er hins vegar útilokað að alþingi geti útvistað ákvörðunum sem varða jafna stöðu landsmanna innan sama málaflokks, til fyrirtækis úti í bæ. Ef svonefndri dreifbýlisgjaldskrá er ætlað það hlutverk að jafnaframlag ríkisfjár til sjálfstæðra hlutafélaga og/eða dreifiveitna í eigu sveitarfélaga, verður sú ákvörðun, vegna ákvæða stjórnarskrár, að vera tekin á alþingi. Það ættu þingmenn að þekkja, alla vega þeir löglærðu.
Í 3. gr. a. segir eftirfarandi um innheimtu jöfnunargjalds.
3. gr. a. Jöfnunargjald vegna dreifingar raforku.
Til að standa straum af jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda samkvæmt lögum þessum er innheimt sérstakt jöfnunargjald.
Dreifiveitur greiða jöfnunargjald samkvæmt grein þessari af raforku sem er móttekin frá flutningskerfi flutningsfyrirtækisins eða beint frá virkjunum að frádreginni þeirri raforku sem fer frá dreifikerfinu inn á flutningskerfið.
Eins og þarna kemur skýrt fram eru það Dreifiveitur,sem eiga að greiða umrætt jöfnunargjald en ekki þeir viðskiptaaðilar sem kaupa raforku af dreifiveitunum. Dreifiveiturnar innheimta hins vegar, ÓLÖGLEGA, þetta jöfnunargjald af viðskiptaaðilum sínum, án þess að þingmenn geri nokkra athugasemd við það svo virðist sem dreifiveitur brjóti lög á öllum sínum viðskiptaaðilum, þar á meðal þingmönnum sjálfum.
Dreifiveiturnar taka mánaðarlega ólöglega þetta gjald af viðskiptaaðilum, en þeir skila því ekki fyrr en 1. desember ár hvert en skila því þá til Orkustofnunar, sem hvorki hefur vald né heimild til að ráðstafa skattfjármunum ríkissjóðs, eða hafa þá i vörslu sinni.
Ég ætla að láta þessari yfirferð lokið hér, að sinni. Ég er að skoða afar athyglisverð atriði sem fram koma í ársreikningum stærstu orkufyrirtækjanna, Landsvirkjunar RARIK, og Orkubús Vestfjarða. Það gladdi gamlan Vestfirðing að sjá að gott samræmi var milli ára í ársreikningum Orkubúsins, en ýmislegt sem þarf að skoða nánar í ársreikningum hina tveggja, auk afar merkilegrar útkomu úr ársreikningum Landsnets. Segi ekki mmeia um það að sinni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.