31.8.2019 | 14:38
Skipta lýðræðislegar stjórnmálahreyfingar máli?
Yfirskrift þessa pistils er fengið að láni frá Morgunbalðinu, úr umfjöllun blaðsins um flokksráðsfund VG 30-31 ágúst í Skaftafelli. Spurningin sem felst í fyrirsögninni er í raun ekki tengd neinum einum stjórnmálaflokki, heldur lítur beint að Lýðveldinu og lýðræðislegri vitund fólkins í landinu.
Stjórnskipulag okkar er Lýðveldi, byggt á lýðræði með áherslu á almenn mannréttindi og tjáningarfrelsi. Allir eiga að vera frjálsir skoðana sinna og mega láta þær í ljós þegar tilefni gefst til. Það var þannig en er það ekki lengur. Á fundum máttu ekki hafa skoðun á því málefni sem er til umræðu. Þannig er í raun brotin mannréttindi allra sem eitthvað hafa um málið að segja. En,af hverju er það svo? Ástæða þess er líklega einföld. Fundarboendur eru að fara fram með sín einkasjónarmið. Þau sjónarmið eru oftast ókunn eða órædd í samfélaginu. Fólki er því einungis fær þessi eina leið til að komast með hugmyndina nokkuð heiillega frá fundinum. Og til þess að svo verði, verður að brjóta stjórnarskrána á öllum fundarmönnum. Undantekning er þó frá þessu ef fundurinn er boðaður til að veita einfaldar upplýsingar um eitthvað sem ekki er boðið upp á umræður um.
Framkvæmd hinna lýðræðislegu sjónarmiða var snemma komið í farveg stjórnmála. Þar söfnuðust í hóp, félag eða flokk, fólk sem myndaði ramma utan um tiltekin meginatriði sem talin voru þjóðfélaginu til framdráttar félagslega og efnahagslega. Á þokkalega heilbrigðan máta voru svona hópar (stjórnmálaflokkar) myndaðir, með mismunandi áherslur og forgangsatriði. Og þau forgangsatriði voru síðan vel kynnt öllum landsmönnum, svo hver atkvæðisbær maður gæti kosið þann flokk sem var líkastur hans skoðunum og viðhorfa til mannlífs og þjóðfélags.
Þá voru haldnir almennir UMRÆÐUFUNDIR, þar sem skipst var á skoðunum um atriði sem EKKI VAR BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA, heldur voru enn á hugmyndastigi. Nú kallast það almennir fundir að bjóða fólki á FYRIRLESTUR, þar sem honum loknum er veitt afar takamörkuð heimild til að spyrja frummælendur; en bara má spyrja um það efni sem þeir fjölluðu um. Þar er í raun orðið meira en einfalt brot á tjáningarfrelsi, því auk þess er fólki einnig meinað frelsi hugsunar. Þar er líka komin krafa um að fundarmenn hugsi ekki út fyrir þröngan ramma frummælanda.
En aftur að meginástæðu þessara skrifa, en það voru ummæli Katrínar Jakobsdóttur á áðurnefndum fundi VG. En þar sagði hún:
Ég hef áhyggjur af þróun lýðræðislegra stjórnmálahreyfinga í samtímanum og þess vegna er okkar erindi brýnna en nokkru sinni fyrr. Því er mikilvægt að segja frá okkar sögu og hvað við höfum verið að gera,
Þess vegna skiptir máli að við stöndum með okkur sjálfum, þekkjum söguna, vitum hver við erum og hvaðan við komum. Ég er mjög bjartsýn fyrir hönd þessarar hreyfingar og ég held að saga hennar sýni að hún mun þora, hún mun geta og hún mun gera.
Ég deili áhyggjum með Katrínu af þróun lýðræðislegra stjórnmálahreyfinga í samtímanum. Ég held hins vegar að hún hefði ekki átt að beina allri athyglinni að fyrri ályktunum aðalfunda, heldur líta gagnrýnum augum á eigin ummæli á síðasta kjörtímabili, viðhöfð í ræðustól Alþingis. Það hefði verið athyglivert fyrir hana að skoða áherslurnar sem hún sjálf lagði á tiltekið mál, sem hún ætlaði öðrum að bæta úr þá þegar. En nú, eftir að hún sjálf hefur verið í lykilaðstöðu til að leiðrétta það sem henni áður fannst ranlæti, meðan hún var í stjórnarandstöðu. Það ranglæti hangir enn óleyst fyrir ofan höfuð hennar, þó hún hafi nú verið 2 ár í embætti forsætisráðherra.
Greinilega bera hún og flokkur hennar enga virðingu fyrir áherslu- og forgangsatriðum sem þau sjálf, úr ræðustól Alþingis, gera kröfu um til annarra um að sinnt verði þegat í stað. það fólk sem þarna um ræðir verði ekki látið bíða eftir réttlætinu. Engur er líkara en hún og flokkur hennar telji sér það vel sæmandi að nota fólk, sem þau sjálf skilgreinar í neyðarstöðu, sem hyrtingartæki eða barefli til að berja aðra stjórnmálflokka með. EN, svo þegar þau eru sjálf í aðstöðunni til að rétta við ranglætið, þykjast þau ekki sjá bágindin.
Já, líklega er ástæða til að hafa áhyggjur af heiðarleika og heiðvirðu viðhorfi stjórnmálamanna nútímans, til eigin orða og athafna, því þau eru svo sannarlega ekki til eftirbreytni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 165601
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.