27.9.2019 | 15:28
OPIÐ BRÉF TIL FORSETA ÍSLANDS
Forseti Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson,
Bessastöðum, Álftanesi
Reykjavík 27. september 2019
ERINDI: Þess er krafist, með vísan til 15. gr. stjórnarskrár og í ljósi allra þeirra stjórnarskrárbrota sem rakin verða í bréfinu, að Forseti Íslands víki tafarlaust úr embætti neðangreindum þremur ráðherrum, vegna alvarlegrar sniðgöngu þeirra við heiðarlega framgöngu í sambandi við samning þeirra við 6 sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samgönguinnviði svæðisins.
Nýlega fór að bera á umræðum í fjölmiðlum um að: samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks, fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar grænt framboð, hygðust án undangenginnar umræðu og afgreiðslu frá Alþingi, undirrita meint skuldbindandi samkomulag ríkissjóðs við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, um viðamiklar framkvæmdir sem kosta mundu verulega mikil fjárútlát ríkissjóðs. Fram kom í fréttaflutningi fjölmiðla 26. sept. 2019, að samgönguráðherra hafi, sem forsvarsmaður framkvæmdanna, staðið fyrir glærukynningu fyrir þingmenn, á því samkomulagi sem umræddir ráðherrar hafi gert við forystumenn hinna 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Formanni einnar fastanefndar Alþingi, þótti þarna um ófullkomna kynningu á efni samningsins að ræða, því það hefði ekkert komið til umræðu á Alþingi. Fór hann því fram á að hann fengi afrit af öllum samningnum, til að kynna hann í þingnefndinni. Því hafnaði samgönguráðherra, sem sá um kynninguna. Komu þessi atriði fram í sjónvarpsfrétt, 26.09.2019 en jafnframt sýnt í útsendingu upptaka af orðum umrædds nefndarformanns í ræðustól Alþingis.
Í stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins, er nokkuð skýrt kveðið á um það hverjum sé ætlað vald og í stjórnarskrá og öðrum lögum ýmsar leiðbeiningar um hvernig farið skuli með það vald. Óumdeilt er að Forseti Íslands, er æðsti einstaki handhafi lýð-valdsins. Því valdi getur ekkert löglegt afl innan þjóðfélagsins frá honum tekið, nema þjóðin sjálf. Og er það tryggilega innrammað í meginefni 2. gr. stjórnarskrár, þar sem skýrt er sagt að:
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.
Jafnframt er afar skýrt kveðið á um aðra þætti ríkisvaldsins, því áfram segir eftirfarandi í 2. gr. stjórnarskrár um framkvæmdavaldið.
Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.
Þarna er megináherslan lögð á FORSETANN, að hann: og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.
Þriðja atriðið um þrískiptingu valds er dómsvaldið, sem hér ekki til umræðu.
Eins og þarna kemur glögglega fram, er ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hvergi í stjórnarskrá fengin sjálfstæð völd. Kemur það glögglega fram í 13. gr. stjórnarskrár þar sem segir að:
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Þarna kemur afar skýrt fram að ráðherrar á Íslandi fara ekki með sjálfstætt vald. Er það í fullum samhljómi við 2. málslið 2. gr. stjórnarskrár, þar sem segir að: Forseti og önnur stjórnarvöld...fara með framkvæmdarvaldið. Samkvæmt framsetningi lagaákvæðisins í 2. málslið 2. gr. stjórnarskrár, á ekki að leika neinn vafi á því að það er FORSETINN, sem gefur öllum ákvörðunum ráðherranna gildi eftir að hann staðfestir á ríkisráðsfundi með undirritun sinni heimild ráðherra til að framkvæma þau verka sinna, sem hann lagði undirrituð fyrir fund ríkisráðs. Að lokinni afgreiðslu í ríkisráði, fær viðkomandi ráðherra þá valdheimild sem forseta Íslands hafði skriflega veitt ráðherra til þeirrar ákvörðunar sem afgreidd var á ríkisráðsfundi. Er það í fullu samræmi við það sem segir í 16. og 18 gr. stjórnarskrár.
16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
18. gr.Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindiveitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.
Þetta er undarlegt orða notkun í niðurlagi 19. greinar. Í 18. grein segir glögglega að áður en ráðherra leggur mál sitt til afgreiðslu í ríkisráði, undirritar hann málið og leggur það þannig, undirritað fyrir forseta. Ef forseti samþykkir málið, undirritar hann það einnig og með undirritun beggja, forseta og viðkomandi ráðherra,veitist viðkomandi stjórnarerindi gildi.
Það er ekki flókið að skilja hvað þarna stendur skrifað skýrum orðum. Ráðherrar hafa sjálfstætt ENGAR HEIMILDIR til að kynna eða undirrita frágengið samkomulag við önnur stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklinga, fyrr en forsetinn hafi staðfest ætlun ráðherra, með undirritun sinni í ríkisráði OG þannig veitt því gildi sem stjórnarerindis. Hins vegar er að mál sem ekki hafa verið löglega afgreidd frá Alþingi, fá ekki afgreiðslu í ríkisráði. Þetta leiðir glögglega í ljós að sjálfstæð valdheimild ráðherra er ENGIN,til bindandi ákvarðana gagnvart ríkissjóði eða þjóðinni.
Í fréttum beggja sjónvarpsstöðva sð kvöldi 26. sept., var með miklum fjálgleika sagt frá undirritun ráðherra undir samning við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom fram að ríkissjóður muni greiða verulegar fjárhæðir á komandi árum, í verkefni sem að sjálfsögðu eru mikilvæg. ÞAÐ, frekar en allt annað hefði átt að leiða til þess að löglegar og réttra vinnubragða ALLRA samningsaðila væri til fullnustu gætt. Augljóst ætti að vera af embættistitlum viðsemjenda ráðherranna, að þeim hefði einnig átt að vera ljós ákvæði stjórnarskrár um löglegar leiðir til að afla heimilda, af hálfu ríkisins, til þátttöku í slíku verkefni.
Því miður virðast framangreindir ráðherrar, borgarstjórinn í Reykjavík og allir bæjarstjórar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, frekar hafa kosið að sniðganga löglegar og siðferðislega réttar leiðir að markmiðum sínum. Framganga allra þessara aðila er gróf móðgun við forseta Íslands, Alþingi Íslendinga og þjóðina alla. Og með beinni þátttöku í einu stærsta og víðtækasta stjórnarskrárbroti sem framið hefur verið, svo vitað sé í dag að minnsta kosti, skpa þeir sér ákveðinn sess í sögu þjóðarinnar. Er slíkt þeim síður en svo til virðingarauka.
Nú í morgunsárið mátti lesa í frétt Morgunblaðsins 27. sept. 2019, fyrstu rituðu heimildirnar um hin samanteknu stjórnarskrárbrot, þriggja ráðherra, borgarstjóra og fimm bæjarstjóra. Lítum aðeins nánar á þetta merkilega samkomulag. Ekki er ætlunin að rekja fréttina alla því hana má lesa í Morgunblaðinu, en víkja aðeins að meginatriðum samkomulagsins, svokallaða.
Sagt er að framkvæmdirnar í: Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðis-ins, muni kosta 120 milljarða króna. Af þeirri fjárhæð muni ríkissjóður leggja fram 45 milljarða, en sveitarfélögin 6, samtals 15 milljarða. Samtals geri það 60 milljarða.
Í fréttinni segir að það sé: sama upphæð og vegtollar sem vegfarendur greiða fyrir not af nýjum samgöngumannvirkjum eiga að skila.
Fyrst skal á það líta að ENGINN þeirra aðila sem undirrituðu hið umrædda samkomulag, hefur umboð embættis síns nema til lengst þriggja ára, þá er kjörtímabil viðkomandi útrunnið. Samkomulag til langs tíma, sem ekki hefur verið unnið á lögmætum og faglegum grunni í stjórnum sveitarfélaganna, og þaðan sent í íbúakosningu, getur tæplega talist hafa skuldbindandi gildi gagnvart íbúum sveitarfélaganna.
Ríkissjóður verður ekki skuldbundinn fram í tímann með undirritun þriggja ráðherra, sem EKKERT umboð hafa til neinna beinna ákvarðana í fjármálum ríkissjóðs. Í samkomulagi þessu virðist einnig vera bein tilvísun í tekjur af vegtollum,sem ekki hafa verið afgreiddir frá Alþingi sem lög og málið ekki einu sinni komið á dagskrá þingsins.
Í 40. gr. stjórnarskrár segir eftirfarandi:
40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild
Þarna kemur skýrt fram að Engan skatt má á leggja...nema með lögum ENGINN hefur því heimild til skuldbindandi ákvarðana um innheimtu hjá almenningi, nema fyrir slíku sé lagaheimild. Einnig er ljóst að það er brot á 40. gr. stjórnarskrár að skuldbinda ríkissjóð til greiðslu tiltekinnar upphæðar innan tiltekins tíma, nema slík ákvæði séu til staðar í fjárlögum eða lánsfjárheimildum. Þó með öðru orðalagi sé en hefðbundin lánveiting, er skuldbindingin hin sama, ef lögmæti væri. Vísast þar beint í 1. og 2. lið annars málsliðar 40. gr. stjórnarskrár, þar sem segir að: Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið,.
Ég tel ekki ástæðu til að sundurgreina frekar þau fjölþættu stjórnarskrárbrot sem þarna voru tvímælalaust framið. Ef vilji er fyrir hendi hjá handhafa forsetaembættisins, að bera tilhlýðilega virðingu fyrir stjórnarskrá og stjórnskipan landsins, eru ekki margar leiðir í boði til viðbragða við svo víðtækum brotum á stjórnarskrá sem hér hefur verið vísað til.
Ég tel ólíklegt, þó hér sé um að ræða atburð sem er margfalt alvarlegri en í því dæmi er Landsdómur var kvaddur saman vegna ákæru á hendur Geir Haarde, þá tel ég ólíklegt að Landsdómur verði kallaður saman nú. Hér er að vísu um augljós stjórnarskrárbrot að ræða hjá þremur ráðherrum, sem eru með meirihluta Alþingis að baki sér. Og við hlið þeirra eru stjórnendur 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem líklega búa 65% allrar þjóðarinnar. Það mundi líklega einhversstaðar vera talin alvarleg aðför að lýðræði, lýðveldisskipulagi, mannréttindum og réttlæti í landinu, þegar stjórnendur svona stórs hluta heildarfjölda landsmanna bindast sameiginlegu markmiði að hunsa reglur stjórnskipunar og stjórnarskrár, til að ná fram markmiðum sínum, um tilraun til að undirrita skuldbindandi stöðu ríkissjóðs gagnvart samningsaðilum, um að ábyrgjast greiðslu 85% allra umferðarmannvirkja á svæðinu næstu 15 árin, meðan þeir sjálfir, með heimilisskráða í bæjum sínum og borg 65% íbúa landsins, skuldbindi sig til fjármögnunar 12,5% framkvæmda.
Ég bind veika von við að forseti landsins rísi gegn þeirri aðför að réttlæti og stjórnarskrá sem felst í framgangi framangreindra ráðherra og stjórnenda 6 sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu. Framangreindir ráðherrar geta ekki lengur átt seturétt á Alþingi, hversu vægilega sem menn telja sig þurfa að líta á hin alvarlegu brot þeirra. Ég vænti að sjálfsögðu eðlilegra viðbragða fólks með óskerta réttlætisvitund og lagaskilning. En bregðist sú von má allt eins búast við því að höfðað verði ógildingarmál gegn umræddu samkomulagi.
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson, kt: 101041-3289
fyrrverandi fulltrúi í hagdeild banka en síðar fjármálaráðgjafi.
Kríuhólum 4, 111 Reykjavík.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Því miður held ég að þetta sé algjörlega gagnslaust enda hefur Guðni gefið það upp opinberlega að hann sé bara valdalaus fígúra þó svo ákvæði í stjórnarskrá landsins kveði á um annað.
Það má ekki rugga sjálfstæðisbátnum.
Jack Daniel's, 28.9.2019 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.