VIÐ TREYSTUM Á EFTIRLITSKERFIN ???

Þegar ég horfði á kvöldfréttir sjónvarps sunnudaginn 5. janúar 2020, sá ég hversu óendanlegt virðist vera barnaleg heimska þeirra sem standa fyrir framvindu reglusetninga sem almenningi er ætlað að fara eftir, sjálffum sér til heilsueflingar. Útilokað tel ég vera að ætlað eftirlitshlutverki almennings verði eðlilega framfylgt eigi fólkið sjálft að annast eftirlitið. Hér á ég við fréttina af heimild til innflutnings á ófrosnu hráum kjötvörum og eggjum, frá Evrópulöndum. Innflutningsheimildin var byggð á þeirri forsendu að eftirlitskerfin með heilbrigðu hráefni standi fyrir rannsóknum á hinni innfluttu vöru, þannig að þjóðin verði vel varin fyrir öllum þeim sjúkdómum sem þrífast í bústofnum á erlendri grund.

Eins og staðan er nú og hefur verið undanfarin ár, verður ekki séð að eftirlitsstofnanir okkar anni nauðsynlegu eftirliti á innlendri framleiðslu. Ekki er vitað til að aukið fjármagn eða mannskapur hafi verið sett, eða fyrirhugað sé að setja í eftirlit með innfluttum matvælum, þó reikna megi með að rannsóknarþörf aukist um c. a. 200% á þessum nææstu árum.  Leyfisveitandi treystir á hina þekktu og rómuðu löghlýðni landsmanna. Og að þeir skapi að mestu leyti hið virka eftirlit sjálfir, með sjálfum sér og örðum, varðandi allt er lýtur að heilbrigði vörunnar.

Þegar ég heyrði þetta hugsaði ég með mér að sá sem tók endanlegu ákvörðunina um þetta fyrirkomulag hafi líklega aldrei komið út í bílaumferð á Íslandi og þekki hreint ekkert til hugarfars íslendinga varðandi hugarfars til heftandi ákvæða laga. Maður þarf ekki að fara langa vegalengd til að komast að raun um að langstærstur hluti ökumanna lætur sig litlu skipta hvaða lög eða reglur gild um umferð ökutækja eða gangandi vegfarenda. Þó hefur að undanförnu mátt sjá fólk standa við gangstéttarbrún og bíða eftir grænu göguljósi. Oftast reynist þar um erlenda ferðamenn að ræða, sem stara með nokkurri undran á framferði heimamanna. Ég get ómögulega gert mér í hugarlund að virðing landsmanna fyrir innflutningsreglum ófrosinnar matvöru, kalli á sterkar ábyrgðartilfinningu fólks gagnvart því lífs, heilsu- eða eignatjón sem fólk teflir að sér í hættu með, í fullkomnu virðingaleysi fyrir eðlilegum lögboðnum reglum um hegðan í umferðinni.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf greinilega að koma upp einangrunarbúðum fyrir fólk sem hefur borðað kjöt erlendis. Farfuglana þarf svo að taka í heilsutékk og sótthreinsandi þvott. Og efla eftirlit með því að kindur séu ekki að borða innfluttar nautalundir. En þetta miðast náttúrulega við það að hættan sé bara sú sem okkur hefur verið tjáð af bændum og starfsmönnum þeirra. En það getur verið að við þurfum þess ekki. Því eins og þegar dómstólar fundu það út að það væri rökleysa að dýr gætu fengið sjúkdóma ef innflutningur kjöts væri leyfður þá má búast við því að lýðheilsusjónarmiðin standist ekki kröfuna um að vera vitræn.

Síðan þarf að einhenda sér í það að efla og styrkja innlent eftirlit með matvælum. Íslensk matvæli eru núna á undanþágum í Evrópu vegna þess að Íslenskar eftirlitsstofnanir hafa ekki burði til að vera með eftirlit samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins.

Vagn (IP-tala skráð) 5.1.2020 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband