SÝNISHORN ÚR BÓKINNI SEM ÉG ER AÐ SKRIFA

Er sá möguleiki fyrir hendi að um hafi verið að ræða gróf réttarfarssvik, þar sem fullskipaður Hæstiréttur, felldi dómsúrskurði um atriði sem ekki var reifað í héraðsdómi eða fyrir Hæstarétti? Hæstiréttur fellir úrskurð sem þá var þvert gegn gildandi lögum, án þess að slíkt hafi í málsmeðferðinni komið til umræðu eða verið skjalfest. Er dómsniðurstaða Hæstaréttar, sem á sér enga lagastoð en er þvert gegn gildandi lögum í landinu; er slík niðurstaða löggilt dómsorð, eða glæpur? Þessi atrið verður að kanna ofan í kjölinn af hlutlausum aðilum.

Ríkisskattanefnd er í sjálfu sér sjálfstæð en eiginlega stjórnarfarsleg undirstofnun fjármálaráðuneytis. En þar sem ríkisskattanefnd var ekki aðili að dómsmálinu, varð fjármálaráðherra að stefna Hrönn hf., til ógildingar ákvörðunar ríkisskattanefndar.

Í dómsskjalinu eru málavextir sagðir þeir að Hrönn hf. hafi á árinu 1989 keypt aflakvóta til fiskveiða fyrir 83.070.100, krónur. Annars vegar hafi verið um að ræða aflahlutdeild (langtímakvóta), sem veiti ótímabundna heimild til fiskveiða á nytjastofnum hér við land. Hins vegar hafi verið um að ræða kaup á aflamarki (skammtímakvóta) sem einungis gildi til eins árs í senn, frá 1. september, til 31. ágúst á næsta ári.

Eins og málið var þarna sett upp var þar fyrst og fremst um að ræða skjalfesta játningu á alvarlegu lögbroti.  Útgerð Hranna hf. játar á sig að hafa á árinu 1989, greitt rúmar 83 milljónir króna til annarra útgerða, vegna kaupa á ætluðum verðmætum ríkiseigna, sem frá hendi löggjafans var ekki til sölu og ekki til afhendingar, nema gegn samþykki sjávarútvegsráðuneytis. Ekkert í málsmeðferðinni benti til þess að Hrönn hf. hafi ekki fengið afhentar frá hendi sjávarútvegsráðuneyti, þær aflaheimildir sem útgerðin keypti, þó sjávarútvegsráðuneytið bæri sjálft ábyrgð á að gæta þess að farið væri með aflaheimildir að lögum, í allri umsýslu ráðuneytisins.

Það sem var náttúrlega umtalsvert alvarlegra en millifærsla aflaheimilda, var sá alvarlegi atburður að sjávarútvegsráðuneytið viðurkenni í raun SOLU tiltekinna aflaréttinda, til óskilgreindrar framtíðar. Og þrátt fyrir stjórnarfarslega stöðu sjávarútvegsráðuneytis, og að það hafi eðlilega vitað að slíkt söluferli hafi aldrei verið til, samkvæmt íslenskum lögum, virðist sjávarútvegsráðuneytið fullgilda söluna með því að færa hinar seldu aflaheimildir, frá seljendum yfir til Hrannar hf. Og líklega umtalsvert fleiri sölur. Sjávarútvegsráðuneytið virðist þannig opinberlega aðstoða við alvarlegt afbrot í málaflokki sem það sjálft átti að gæta þess að allt færi fram eftir settum reglum og lagaheimildum.

Hér virðist einungis hafa verið dregið fram lítið brot heildarmyndar fjölda lögbrota sama eðlis, eftir því sem fram kemur í hinum ritaða dómi héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómsskjalinu segir að svar Hrannar hf. við þeirri ákvörðun skattstjóra að eignfæra keyptan langtímakvóta og fyrna.

Í fyrsta lagi kemur fram hjá lögmanni Hrannar hf. „að hann teldi, að það hefði enga lagastoð að eignfæra og fyrna keypta kvóta.“   Síðan segir í dómsskjalinu um kröfu Hrannar hf. að: „til vara, að kaupin yrðu eignfærð, en afskrifuð á þremur árum, þar sem kaupverð aflahlutdeildarinnar væri þrefalt það verð, sem greitt væri fyrir aflamark.“  

Þarna koma fram athyglisverð ummæli í ljósi þess, eins og áður hefur komið fram, að eigendaskipti á aflaheimildum ársins voru einungis heimilar milli skipa sömu útgerðar eða verstöðvar.  Þrátt fyrir að frá stjórnvöldum fari aflaheimildir verðlausar, virðist af orðalagi lögmanns Hrannar hf. mega ráða að sala aflaheimilda væri það algeng meðal útvegsmanna, að ákveðið verðgildi hafi myndast, eins og kemur fram hjá lögmanni Hrannar hf., um að:   kaupverð aflahlutdeildarinnar væri þrefalt það verð, sem greitt væri fyrir aflamark.“

Þarna er einnig rétt að benda á hugtakanotkun sem ekki var komin inn á borð löggjafans. Er þar um að ræða hugtakið aflahlutdeild“. Í málinu virðist þetta nafn vera notað um það sem þeir kalla að kaupa „langtímakvóta“.  Það hugtak var ekki til í lögtekinni skilgreiningu eininga eða athafna við þáverandi fiskveiðistjórnun. Samkvæmt lögum þess tíma sem þarna um ræðir, var skylt að tilkynna sjávarútvegsráðuneytinu fyrirfram um allar tilfærslur aflaheimilda. Og að slíkar tilfærslur tækju ekki gildi fyrr en eftir að ráðuneyti hefði staðfest móttöku tilkynningarinnar.

Í ljósi þáverandi orðræðu í samfélaginu, um miklar tilfærslur aflaheimilda og jafnvel því að handhafar að gjaldfrjálsum hluta/hlutfalli heildarafla úthlutunarárs, hafi selt gegn háu verði væntanlegt hlutfall sitt í úthlutun næstu ára. Þegar litið væri til þeirra tilvika sem hlutu að vera að baki orða lögmanns Hrannar hf. um hið þekkta verð að aflahlutdeild, sem væri seld á þreföldu verði aflaheimilda ársins, hlýtur að vakna spurningar um hvort sjávarútvegsráðherra, eða starfsmenn undir hans stjórn, hafi verið beinir eða óbeinir þátttakendur í þeim meintu ólögmætu viðskiptum, að selja aflamark eða svonefnda aflahlutdeild milli skipa. Og að ráðherra eða starfsmenn ráðuneytis hafi staðfest þau með tilfærslu úthlutaðra aflaheimilda næsta árs, til kaupandans frá síðasta ári. Óhætt er að segja að slík vinnubrögð liggi óbeint á borðinu,  og með breyttri úthlutun milli skipa, fyrir árslok 1990, væri hægt að staðfesta aðild sjávarútvegsráðuneytis að slíku atferli gegn þeim hagsmunum sem ráðuneytið átti að verja. Undir þeirri óopinberu atburðarás sem hér hefur verið dreginn upp, eru vísbendingar um það alvarleg brot stjórnvalds, gegn stjórnskipan landsins, að slíkt hlýtur að krefjast ítarlegrar opinberrar rannsóknar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband