VERÐTRYGGINGIN 40 ÁRA 1. janúar 2022

Nýliðinn 30. maí, sá ég endurvakta á Facebook færslu eftir Ásgeir Jónsson, núverandi seðlabankastjóra, þar sem hann minnist þess að 40 ár væru liðin síðan lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála,  voru sett. Var þar um að ræða svokallaðan: „Bandorm“, sem er safn lagabreytinga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla. Það gerist oft þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum að hin nýja stjórn vill gera ýmsar breytingar á mörgum lögum. Eru slíkar breytingar settara í eitt frumvarp, bæði lagabreytingar og stjórnvalds-fyrirmæli og þannig afgreidd í einu lagi, bæði lagabreytingar og einskonar þingsályktanir, með einni venjulegri málsmeðferð í þinginu.

Að lokinni samþykkt frá Alþingi og staðfestingu forseta Íslands á afgreiðslunni, skiptist þessi lagabálkur (bandormur) upp, þannig að allar lagabreytingar fara hver inn í sín heildarlög, sem fyrir voru í lagasafni Alþingis. Og stjórnvaldsfyrirmælin fara hvert í sitt aðalskjal, sem einnig var fyrirliggjandi.

Í Bandormslögum ríkisstjórna eru aldrei sett fram svonefnd „Frumlög“ eða fyrsta útgáfa sértækra lagafyrirmæla. Byggist það á því að Bandormslög hafa ekki sömu uppbyggingu og hefðbundinn lagatexti. Í bandormi er ævinlega um að ræða „viðbót“ við þegar settan lagatexta. Þess vegna er aldrei í upphafi bandorms sérstök samantekt um helstu markmið og tilgang þeirra laga sem verið væri að setja.

Af þeirri ástæðu sem hér hefur verið rakin, varð VII. kafli laga nr. 13/1979, lög um stjórn efnahagsmála o.fl., eiginlega munaðarlaus einni viku eftir að bandormurinn hafði verið samþykktur á Alþingi. Þá voru allar lagabreytingar komnar, hver inn í sín heildarlög, ásamt stjórnvaldsfyrirmælum á sína staði.

 

 

En VII. kafli bandormslaganna var einn eftir og engin heildarlög til sem tekið gætu á móti honum. Honum hafði hvergi verið ætlaður dvalarstaður þegar Bandormurinn hafði lokið hlutverki sínu. Þegar allar breytingar sem tilgreindar voru í bandorminum voru komnar á sinn stað, var tilgangi bandormsins lokið og bandormslögin felld niður, enda höfðu þau lokið tilgangi sínum.

En eftir sat munaðarlaus óskilgreindur texti, sem að miklu leyti hefði geta verið í sjálfstæðu lagafrumvarpi, eða verið felld inn í frumvarp viðskiptaráðherra um breytt verðgildi krónunnar, sem varð að lögum nr. 35/1979, sem var í meðförum Alþingis á sama tíma og Bandormurinn. Þannig hefði texti VII. kafla bandormsins geta hlotið formlega lagaafgreiðslu á Alþingi, eins og öll önnur lög. Hvers vegna það var ekki gert er enn hulin ráðgáta.

 

En menn dóu ekki ráðalausir. Án afskipta Alþingis var bandormslögunum breytt á örskotsstund úr bandormi um efnahagsmál, yfir í Lög nr. 13/1979, um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Málið var leyst. VII. kafli bandormslaga var ekki lengur munaðarlaus fyrirheit um væntanleg lög um verðtryggingu. VII. kafli bandorms var orðinn að sjálfstæðum lögum.

---

Í VII. kafla bandormsins, var fjallað um nokkur mikilvæg atriði varðandi löggjöf um væntanlega verðtryggingu. 34. grein bandormsins, var 1. gr. VII. kaflans, sem þannig hefði átt að hafa stöðu 1. gr. sjálfstæðra laga með glögga útfærslu yfir tilgang og markmið laganna. En þar sem ekki var um lagafrumvarp að ræða, var í raun í besta falli hægt að segja að VII. kaflinn væri einskonar „þingsályktun“, eða fyrirheit Alþingis um að heildarlög yrðu sett á næsta þingi, eins og sjá má.

----

 Í fyrsta málslið fyrstu greinar VII. kafla bandormsins sagði að: „Stefnt skyldi að verðtryggingu sparifjár og lánsfjár“.  Það voru orð sem féllu alveg að texta sem settur var fram á öðrum stað í VII. kaflanum. Þar var sagt að á árunum 1979 og 1980 skyldi stefnt að því að koma á vertryggingu.

Gagnrýni hafði komið á VII. kaflinn þess efnis að þarna væri ekki um lagafrumvarp að ræða,  svo augljós væri ályktunin um síðari setningu laga. Þegar lögin (Bandormurinn) um stjórn efnahagsmála var á lokametrunum til framlagningar á Alþingi, gerði Seðlabankinn tilraunir til að fá inn breytingar á ýmsum atriðum, sem þeir vildu hafa örðuvísi. Líklega var það vegna sundurlyndis í ríkisstjórn sem það gekk ekki eftir.  Það var einnig athyglisvert að fylgjast með umræðum um Bandorminn á Alþingi, því ENGINN þingmaður virtist gera sér grein fyrir út í hvaða óskaplega vitleysu væri verið að steypa fjármálum þjóðarinnar.

--- 

Meginákvæði fyrstu greinar VII. kaflans, var nánast hrein endurritun á 1. gr. laga nr. 71/1966, um verðtryggingu. Var þar um að ræða tilgreinda aðferð við útreikning verðtryggingar á stórlánum fyrirtækja og stofnana, sem ævinlega voru endurgreidd í einu lagi, við lok lánstíma. Og þá um leið reiknaðir vextir. Til viðbótar þessum ákvæðum komu tilgreind lög, sem bættu við útreikningi á verðbótaþætti, sem reiknaður væri frá lántökudegi til greiðsludags. Samanlagt greiðsla höfuðstól lánsins í einu lagi, auk reiknaðra vaxta lánstímans, skyldu bera heitið „Greiðsla“ í greiðsluskráningu.

--- 

Seðlabankinn vildi ekki bíða, heldur hóf strax samsetningu Regluverks um framkvæmd verðtryggingar. Byrjað var á að setja upp flokka innlánsreikninga með verðtryggingu, sem bankarnir mættu bjóða. Einnig var byrjað að afmarkaða útlánaþætti

--- 

Sú flétta sem hér var lýst, átti að gilda í hálft annað ár, eða til ársloka 1980. Þá var áætlað að búið yrði að endurreikna öll útlán og hafin yrði innleiðing verðtryggingar í áföngum. Verkefnið varð hins vegar seinvirkara en gert hafði verið ráð fyrir og fyrir þeirri seinkun voru margar ástæður, Sumar óþarfar en aðrar óhjákvæmilegar. Tímafrestur verkefnisins var því framlengdur um eitt ár, eða til ársloka 1981.

--- 

Í því sambandi var nokkuð vísað til greinar Jóhannesar Nordal, í ritið Fjármálatíðindi, okt.-des. hefti 1957.  Þá var Jóhannes í starfi hjá gjaldeyrisdeild Landsbanka Íslands,  Í umræddri grein ritaði Jóhannes niður ræðu aðalbankastjóra Finnlandsbanka á haustfundi Norrænna seðlabankastjóra í ágúst 1957, þar sem aðalbankastjórinn talaði um vísitölubindingu fjármagns. Það efni hefur í heild áður birst í skrifum mínum, en hér skal gefið smá dæmi. Finnski bankastjórinn segir:   (Leturbreyting GJ)

Ég lét þess getið, að vísitölukerfi okkar væri ekki fullmótað. Núna notum við að nokkru leyti vísitölu framfærslukostnaðar og að nokkru leyti vísitölu heildsöluverðs. Hvorugri hefur verið ætlað að gegna þessu hlutverki.

 Við þörfnumst sérstakrar vísitölu vegna lána til langs tíma, en í henni þyrfti að taka tillit til verðlags - eigna, lands, bygginga og hlutabréfa, - sem er sú fjárfesting, er keppir við innstæðufé.

 Ríkisvaldið ætti að láta gera svona vísitölu, og þar með myndum við losna frá þeirri ringulreið, sem nú ríkir um notkun okkar á vísitölum.”

 

EKKI FLEIRI SÝNISHORN Í BILI :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Ríkisvaldið ætti að láta gera svona vísitölu, og þar með myndum við losna frá þeirri ringulreið, sem nú ríkir um notkun okkar á vísitölum."

Nei alls ekki. ringulreiðin mun ríkja svo lengi sem lán eru tengd við einhverja vísitölu því þær eru allar ófullkomnir mælikvarðar og óboðlegar til að miða skuldir heimila við.

Það eina rétta er að afnema allar vísitölutengingar og gera einföld (óverðtryggð) lán með vöxtum (föstum eða breytilegum) að meginreglu í viðskiptum við neytendur.

Sem betur fer hafa sífellt fleiri neytendur áttað sig á þessu og fært sig yfir í óverðtryggðu lánin, þannig að á endanum verður verðtryggingu útrýmt með þeirri aðferð.

Það er núna hægt að fá óverðtryggt húsnæðislán á 2,1% (nafn)vöxtum, sem er mun hagstæðara en nokkurt verðtryggt lán, hvernig sem á það er litið.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2020 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband