22.2.2022 | 17:12
ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA FISKVEIÐISTJÓRNUN
TIL ALÞINGIS 2020
ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA
OG FRAMKVÆMDA FISKVEIÐISTJÓRNUN
Í 1. gr. laga nr. 116/2006 segir að: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Hugtakið Íslandsmið, er hvergi skilgreint sem tiltekið hafsvæði. Af þeirri ástæðu mætti reikna með að ef t. d. Mannréttindadómstóll Evrópu MDE, mundi þurfa að skilgreina þetta svæði, yrði það afmarkað af 12 mílna lögsögu þjóðarinnar. Ástæða þess er sú að Íslenska þjóðin telst eigandi allra auðlinda innan 12 mílna lögsögunnar. EN Íslenska þjóðin hefur, samkvæmt samningi við Alþjóða hafréttarráðið AHR, forgangsrétt að nýtingu auðlinda sjávar frá 12 mílna mörkum landhelgi að ytri mörkum 200 sjómílna efnahagslögsögu þjóðarinnar, samkvæmt framangreindum samning við AHR. Samkvæmt þessum sama samning hefur þjóðin einnig eftirlits og rannsóknarskyldu á umræddu hafsvæði ásamt veiðistjórnun. En eignarréttur þessa umrædda svæðis er á hendi AHR, sem hefur heimild til að fella samninginn úr gildi ef ekki verður gætt hagkvæmustu langtímanýtingar þeirra auðlina sem nytjaðar eru.
Af þessari ástæðu væri mikilvægt, við hentugt tækifæri, að umorða þessa skilgreiningu um Íslandsmið og setja þess í stað: - Nytjastofna í efnahagslögsögu Íslands. Þar eru 200 mílurnar óumdeild ytri mörk.
Vakin er athygli á því að þó fram komi í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 116/2006, að:
Til fiskveiðilandhelgi Íslands telst hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41 1. júní 1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
Hér er sérstök ástæða til að gera sér grein fyrir afar miklum réttindamun, annars vegar innan Landhelgi þjóðarinnar, sem er 12 mílur frá grunnlínum, en svo aftur á móti hvaða réttindi þjóðin hefur innan efnahagslögsögunnar en utan Landhelgi. Ef þetta atriði kæmi til túlkunar MDE, þykist ég næsta viss um að vegna afar ólíkra heimilda til athafna innan Landhelgi en hins vegar innan efnahagslögsögu, mundi MDE ekki vilja skilgreina eins og gert er í 2. gr. laganna að um eitt lögsögusvæði sé að ræða frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu. Þetta þarf að hafa í huga þegar gerðar verða breytingar þar sem svona leiðrétting gæti fallið undir.
Í 3. gr. laga nr. 116/2006 er fjallað um eftir hvaða mælingu skuli meta við veiðistjórnun og eftirlit. Í 1. mgr. 3. gr. kemur afdráttarlaust fram eitt sjónarmið um hvernig skuli mælt. Þar segir, með vísan til tillagna Hafrannsóknarstofnunar að:
Heimildir til veiða samkvæmt lögum þessum skulu miðast við það magn.
Áhersla er lögð á þetta hér vegna þess að aftar í lögum um stjórn fiskveiða er vikið frá magni sem samtöluþáttum en gripið til stýringar út frá verðmætum, sem hvergi er að finna í skilgreiningaratriðum laganna, þar sem verið er að stýra því magni sem veitt er úr tilteknum stofni en ekki verðmætum aflans.
Í 2. mgr. 3. gr. laganna er fjallað um við hvaða tímabil: Leyfður heildarafli botnfisktegunda skal miðaður við veiðar á 12 mánaða tímabili, frá 1. september ár hvert til 31. ágúst á næsta ári, og nefnist það tímabil fiskveiðiár. Og skal það tilkynnt 1. ágúst ár hvert.
Þá segir einnig í 2. mgr. 3. gr. laganna að: Ráðherra er heimilt innan fiskveiðiársins að auka eða minnka leyfðan heildarafla einstakra botnfisktegunda. Heildarafli annarra tegunda sjávardýra skal ákveðinn með hæfilegum fyrirvara fyrir upphaf viðkomandi vertíðar eða veiðitímabils og er ráðherra heimilt að auka hann eða minnka á meðan vertíð eða veiðitímabil varir.
Þarna er vakin athygli á atriði sem mjög virtir réttarheimspekingar telja útilokað að megi koma fyrir í sömu lögum, hvað þá heldur í sömu lagagrein. Er þar um að ræða heimild sem stangast á við skilgreiningarþætti eða markmið laga. En það er einmitt það sem gerist þarna. Í upphafi 3. gr. er komið inn á víðtæk grundvallaratriði við stjórnun fiskveiða. Er þar um að ræða hvaða sérþekkingu ráðherra þarf að hafa til að geta beitt stjórnun með reglugerð. Víðtæk sátt varð meðal allra hagsmunaaðila að nytjum sjávarauðlinda að ráðherra hefði á bak við sig við stjórnun fiskveiða, ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, tillögur til heildarafla komandi fiskveiðiárs, eftir fiskitegundum. Í upphafi 3. gr. segir að: Ráðherra] 1) skal, að fengnum tillögum [Hafrannsóknastofnunar], 2) ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstökum nytjastofnum við Ísland sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á.
Þarna kemur skýrt fram hvað það er sem Alþingi áskilur að sé til staðar og niðurstaða ráðherra byggi á. Ráðherrann SKAL, að fengnum tillögum [Hafrannsóknastofnunar, ákveða heildarafla allra stýrðra fiskitegunda fyrir næsta fiskveiðiár. Í þessu sambandi er það ekkert valkvætt hvort ráðherra hafi tillögur Hafró, til hliðsjónar Hann SKAL hafa þær. Það er tryggingin sem Alþingi setur fyrir heimild til stýringar með reglugerð. EN, svo kemur strax í 2. mgr. 3. gr. atriði sem gengur þvert á fyrri fyrirmæli Alþingis um að ráðherra SKULI hafa tillögur Hafró að baki ákvarðana sinna. Í 2. mgr. 3. gr. segir um heildaraflann, er ráðherra heimilt að auka hann eða minnka á meðan vertíð eða veiðitímabil varir. Þarna er komin tvöföld merking sama atriðis í sömu lagagreinina, sem gerir 3. gr. ómerka ef dæma þarf um úthlutunarreglur aflaheimilda. Réttarheimspekingar vara mjög sterklega við því að láta ekki slíkt henda með mikilvæg lög, sem lögin um stjórn fiskveiða falla örugglega undir.
Í II. kafla laganna er fjallað um Veiðileyfi og aflamark.
Í 4. gr. laganna er fjallað um veiðileyfi. Þar segir í 1. mgr. að: Almenn veiðileyfi eru tvenns konar, þ. e. veiðileyfi með aflamarki og veiðileyfi með krókaaflamarki. Í næsta málslið segir að: Á sama fiskveiðiári getur skip aðeins haft eina gerð veiðileyfis.
Þá er fjallað um þrjú atriði sem geta valdið því að veiðileyfi í atvinnuskyni falli niður.
Í 2. mgr. er fjallað um stærðarmörk báta sem geta öðlast veiðileyfi með krókaaflamarki. Eru það bátar sem eru styttri en 15 metrar að mestu lengd og minni en 30 brúttótonn. Og óheimilt er að breyta bátum þannig að þeir verði stærri en uppgefin stærðarmörk segja.
Í 5. gr. laganna er fjallað um veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni koma aðeins til greina þau fiskiskip sem hafa haffærisskírteini og skrásett eru á skipaskrá [Samgöngustofu] 1) eða sérstaka skrá stofnunarinnar fyrir báta undir 6 metrum. Skulu eigendur þeirra og útgerðir fullnægja skilyrðum til að stunda veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem kveðið er á um í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri og í lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands.
Þarna í 5. gr. verður Alþingi aftur á sömu mistök og í upphafi, að binda leyfisveitinguna við fiskveiðilandhelgi Íslands. Orðið LANDHELGI, hefur í dómstólaumhverfinu allt aðra merkingu en efnahagslögsaga. Merkingarþáttur hugtaksins LANDHELGI, hefur á alþjóðavísu ystu mörk 12 mílna frá grunnlínupunktum en efnahagslögsagan við ystu mörk 200 sjómílna frá grunnlínupunktum. Íslenskur dómstóll mundi líklega líta framhjá þeim mistökum sem þarna hafa átt sér stað, en vert að hafa í huga að leiðrétta þetta við fyrsta tækifæri.
Í 6. gr. segir að: Heimilt er án sérstaks leyfis að stunda fiskveiðar í frístundum til eigin neyslu. Slíkar veiðar er einungis heimilt að stunda með sjóstöng og handfærum án sjálfvirknibúnaðar. Afla sem veiddur er samkvæmt heimild í þessari málsgrein er einungis heimilt að hafa til eigin neyslu og er óheimilt að selja eða fénýta hann á annan hátt.
Í 2. mgr. 6. gr. segir að: Ráðherra er heimilt að ákveða árlega að á tilteknum fjölda opinberra sjóstangaveiðimóta teljist afli ekki til aflamarks eða krókaaflamarks, enda sé aflinn einungis fénýttur til að standa straum af kostnaði við mótshaldið. Hér er sett inn ákvæði sem ekki verður séð að fullar forsendur séu fyrir. Þarna segir að Ráðherra er heimilt að ákveða. Ekki er getið um hvar þá heimild til ráðherra er að finna. Flokkast þetta sem ófullnægjandi tilvísun, sem ætti að vera auðvelt að leiðrétta, EF umrædd heimild er til staðar.
Í 3. mgr. 6. gr. segir að: Aðilum sem reka ferðaþjónustu og hyggjast nýta við þann rekstur báta til frístundaveiða er skylt að sækja um sérstakt leyfi til Fiskistofu fyrir hvern bát sem nota skal í því skyni. Einungis er heimilt að veita leyfi til frístundaveiða aðilum sem fengið hafa leyfi sem Ferðamálastofa gefur út með stoð í 8. gr. laga nr. 73/2005, um skipan ferðamála. Einungis er heimilt að stunda veiðar með sjóstöng og handfærum án sjálfvirknibúnaðar á þeim bátum sem leyfi fá samkvæmt þessari grein.
Þarna er komið inná allt aðra starfsemi, sem í raun á ekki heima í lögum um fiskveiðar í atvinnuskini, heldur falli undir ákveðna grein ferðaþjónustu, eins og ég benti á á sínum tíma þegar þessar frístundaveiðar voru að hefjast, án þess að starfseminni hefði verið fundinn eðlilegur farvegur. Ljóst var að frístundabátum var ekki ætlað að uppfylla sömu skyldur og minni bátum í krókakerfinu. Af þeirri ástæðu gat sú sportveiði sem þarna var verið að skipuleggja ekki átt samleið með minni bátum og í raun hentugast að þeirra lagagrunnur væri í lagaumhverfi ferðaþjónustunnar.
Einnig má benda á að í lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 kemur skýrt fram í 4. gr. að almenn veiðileyfi eru einungis tvennskonar. Er þar um að ræða veiðileyfi með aflamarki (kvóta), og síðan veiðileyfi með krókaaflamaraki (krókakvóta). Fleiri útfærslum hefur ekki verið bætt við núgildandi lög um stjórn fiskveiða, sem sýnir afar mikið tómlæti af hálfu löggjafans við að skilgreina lagaumhverfi frístundaveiði þar sem hún á í raun heima. Það getur ekki gengið til frambúðar að starfsemi frístundaveiði, sem lýtur allt öðrum lögmálum og lagaboðum en gerðar eru til hliðstæðrar starfsemi t. d. krókaveiðibáta.
Ef ætlun væri að hafa frístundaveiði áfram innan þess lagaramma sem hér er til umfjöllunar, væri nauðsynlegt að breyta 4. gr. laganna og fjölga þeim greiningaflokkum sem lögin nái yfir. Meðan lögin ná einungis yfir þau tvö svið sem nú eru tilgreind, þ. e. veiðileyfi í aflamarki og hins vegar veiðileyfi í krókaaflamarki er frístundaveiði í raun ekki innan sömu reglna, sem sjá má af því að starfsemi frístundabáta lýtur öðrum reglum hvað varðar réttindi til skipstjórnar og vélstjórnar, auk þess sem meðferð afla og öflun veiðiréttinda er með allt öðrum hætti en viðgegnst hjá bátum sem lögin um stjórn fiskveiða nær yfir.
Í 4. mgr. 6. gr. er fjallað um tvennskonar leyfa til frístundaveiða. Þar sem ekki eru áform um að taka afstöðu til þeirra veiða, alla vega að sinni, eru engar athugasemdir settar við 4. mgr. 6. gr.
Þá er komið að 5. mgr. 6. gr., þar sem fjallað er um afar athyglisverð atriði. Lítum á dæmi:
Á hverju fiskveiðiári skal ráðherra hafa til ráðstöfunar aflaheimildir skv. 5. mgr. 8. gr. í óslægðum botnfiski], 2) sem gegn greiðslu gjalds er heimilt að ráðstafa til skipa sem hafa leyfi til frístundaveiða skv. 2. tölulið 4. mgr. vegna afla sem er fenginn við frístundaveiðar. Verð á aflaheimildum skal vera 80% af meðalverði í viðskiptum með aflamark, sem birt er á vef Fiskistofu, í lok dags daginn áður en viðskipti fara fram og skal það greitt Fiskistofu fyrir úthlutun.Þessar heimildir miðast við óslægðan afla og skulu dragast frá þeim heildarafla sem veiða má á hverju tímabili, sbr. 3. gr. Ráðherra kveður nánar á um úthlutun aflaheimilda þessara í reglugerð. 3) [Tekjur af aflaheimildum þessum skulu renna í ríkissjóð. Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til rannsóknasjóðs til að auka verðmæti sjávarfangs.
Þessi 5. mgr. 6. gr. er einkar Íslensk að því er varðar ruglingslega framsetningu sem veldur tilvísun í ákvæði sem koma síðar í lögunum og eru því á þessum tímapunkti ókunn lesandanum. Í þeirri von að hjálpa fólki að skilja skoðum við þessa málsgrein í bútum. Lítum á upphafið þar segir að: Á hverju fiskveiðiári skal ráðherra hafa til ráðstöfunar aflaheimildir skv. 5. mgr. 8. gr. í óslægðum botnfiski. Hvað segir í 5. mgr. 8. gr.? Þar segir að:
5) [Því aflamagni sem dregið er frá heildarafla í hverri tegund skv. 3. mgr. skal varið til að mæta áföllum skv. 1. tölulið 1. mgr. 10. gr., til stuðnings byggðarlögum skv. 2. tölulið 1. mgr. 10. gr., til línuívilnunar skv. 8. mgr. 11. gr., til strandveiða skv. 6. gr. a, til veiða sem eru taldar í 6. gr. og til annarra tímabundinna ráðstafana samkvæmt lögum þessum. Og þeir sem lesa þetta er náttúrlega með það á tæru nú hvað var verið að meina með því sem sagt var í upphafi 5. mgr. 6. gr. hér á undan? Nú er það ekki alveg ljóst. Nei þetta er líklega eitt af sérkennilegri metasöfnun í Íslenskri lagasetningu að þar virðist kappkostað að hafa þau eins ruglingsleg og óskýr, svo að helst enginn átti sig á hvað er verið að segja. Lítum nánar á. Þarna er vísað í 1. mgr. 10. gr. Sjáum hvað stendur þar:
10. gr. Á hverju fiskveiðiári er ráðherra heimilt að ráðstafa aflamagni í óslægðum botnfiski skv. 5. mgr. 8. gr. sem hér segir: Á eftir þessu kemur langur listi yfir allskonar verkefni í samráði við Byggðastofnun, og til minni byggðarlaga vegna samdráttar í sjávarútvegi, einnig byggðarlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu heildaraflaheimilda. Upptalningunni lýkur með þessu: Heimilt er að ráðstafa aflaheimildum samkvæmt þessum lið til allt að þriggja ára í senn.
Aflaheimildir samkvæmt þessari grein skulu dregnar frá leyfðum heildarafla þessara tegunda áður en honum er skipt á grundvelli aflahlutdeilda.
Þrátt fyrir allar þessar krókaleiðir er lesandi laganna algjörlega jafn langt frá nothæfum skilningi á því sem sagt var í upphafi 5. mgr. 6. gr. laganna. 5. mgr. 8. gr. upplýsti nákvæmlega ekkert um hlutfallstölur eða aflamagn sem dragast munu frá heildarúthlutun aflaheimilda vegna þeirra aflaheimilda sem ráðherra hafi til ráðstöfunar samkv. flækjunni sem upp er talin í lagatexta. En lítum nánar á framhaldið í 5. mgr. 6. gr. þar sem ráðherra skal á hverju ári hafa aflaheimildir til ráðstöfunar, en til hvaða aðila eiga þessar aflaheimildir að koma? Jú það stendur þarna í textanum að ráðherra skal ráðstafa þeim til: skipa sem hafa leyfi til frístundaveiða skv. 2. tölulið 4. mgr. En hann á ekki bara sí svona að úthluta aflaheimildum til þeirra. Þeir eiga að fá aflaheimildirnar: gegn greiðslu gjalds er heimilt að ráðstafa til skipa sem hafa leyfi til frístundaveiða skv. 2. tölulið 4. mgr. vegna afla sem er fenginn við frístundaveiðar.
Í Stjórnarskrá okkar er afar mikilvægt atriði þar sem segir að: allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Þannig er upphaf 65. gr. stjórnarskrár. Ég velti þessu hér upp vegna þess sem fram kemur í 5. mgr. 6. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, en þar er greint frá því, eins og fram kemur hér að framan, að bátar geti fengið úthlutað aflaheimildum til frístundaveiða, gegn greiðslu gjalds sem greitt verði til Fiskistofu. Og í framangreindri 5. mgr. 6. gr. lagaum fiskveiðistjórnun segir eftirfarandi um hvernig gjaldið skuli fundið út:
Verð á aflaheimildum skal vera 80% af meðalverði í viðskiptum með aflamark, sem birt er á vef Fiskistofu, í lok dags daginn áður en viðskipti fara fram og skal það greitt Fiskistofu fyrir úthlutun. Þessar heimildir miðast við óslægðan afla og skulu dragast frá þeim heildarafla sem veiða má á hverju tímabili, sbr. 3. gr. Ráðherra kveður nánar á um úthlutun aflaheimilda þessara í reglugerð. 3) [Tekjur af aflaheimildum þessum skulu renna í ríkissjóð.
Í málsgreinum 6 til 10 í 6. gr. laganna er eingöngu fjallað um frístundaveiði, svo ég sleppi þeim hluta að þessu sinni.
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:16 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.