Opið bréf til Sjávarútvegsráðherra

Sæll frændi og gleðilegt nýár!

Ég var að lesa pistil þinn á blogginu, "Fiskveiðiréttindi og mannréttindi". Eftir lesturinn varð mér hugsað til þeirra mörgu stunda sem ég sat við eldhúsborðið hjá frænku minni og afa þínum og nafna, og umræðan var um þjóðfélagsmál. Eftir lesturinn á pistli þínum varð mér hugsað til þess hve sorglega lítið þú hefðir fengið í arf af skarpskyggni, víðsýni og eldmóði afa þíns fyrir velferð og velgengni samfélagsins. Ævinlega fann maður fyrir vakandi áhuga hans á velferð, jafnvel sinna smæstu samborgara, þótt hann væri sannur í trú sinni á sjálfstæði og frelsi einstaklingsins innan þeirra velsæmismarka sem samfélagsformið viðurkenndi. Og aldrei heyrði maður að hann gengi fram með yfirgangi gegn neinum aðila í sínu bæjarfélagi, eða gerði lítið úr öðrum.

Í pistli þínum finnst mér gæta nokkurs hroka um leið og þú sendir okkur, sem í áraraðir höfum gagnrýnt lögleysu þá sem þið Sjálfstæðismenn látið viðgangast í fiskveiðistjórnun okkar, lítilsvirðandi tón þó við skiljum það þegar Mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna endurtekur það sem við höfum verið að segja í tvo áratugi. Í mínum huga er ekki spurning um hvar skilnings- og dómgreinarleysið er til húsa eftir að hafa reynt í fjölda ára að fá einhvern úr ykkar röðum til að senda mér afrit af þeim lögum er heimili sölu aflaheimilda. Margítrekað hef ég beðið ráðuneyti þitt að senda mér afrit af samþykktum Alþingis fyrir því sem kallað hefur verið "varanlegur kvóti" eða "varanleg hlutdeild í heildaraflanum". Enn hefur ekki  verið hægt að framvísa því og hvergi finnst það í skjölum Alþingis. Með vísan til stjórnarskrár og fjárreiðulaga, (samanber einnig skýrslu Ríkisendurskoaðnda um meðferð ríkiseigna) lítur helst út fyrir að þú sérst að brjóta alvarlega af þér á hverju ári, meðan ráðuneyti þitt getur ekki framvísað staðfestingu Alþingis.

Er það ekki líka alvarlegt dómgreindarleysi, ábyrgðarleysi og nánast bein þátttaka í fjárkúgun af hálfu ráðuneytis þíns að halda utan um, skrá og samþykkja sölu veiðiréttinda á verði sem er verulegru hluti brúttó innkomu fyrir aflann, meðan engin útgerð á landinu skilar hagnað nema upp á fáein prósent; og sægreifaliðið keppist við að auka skuldir sjávarútvegsins ár frá ári, sem síður en svo bendir til arðsemi útgerðarinnar. Hvar er þessi hagkvæmni sem þið, LÍÚ grátkórinn og bullukollarnir úr Háskólanum eruð sífellt að tala um?

Mér finnst umhugsunarvert að sjá hvernig þú stillir upp fulltrúum Mannréttindanefndarinnar.  Engu er líkara en þeir fulltrúar sem greiddu atkvæði með álitinu séu léttvægari en þeir sem greiddu atkvæði gegn því. Það segir mikið um virðingu þína, og jafnvel ríkisstjórnarinnar, fyrir mannréttindum almennt. Þú segir að andvígir áliti nefndarinnar hafi verið fulltrúar Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu, Japans og Svíþjóðar. Enginn alvarlega hugsandi maður setur þessar þjóðir, að frátaldri Svíþjóð kannski, fram sem einhverja sérstaka vini almennra mannréttinda, eða finnst þér það trúverðugt?

Að lokum vona ég að þú leyfir komandi ári að færa þig nær hreinskiptum heiðarleika opinnar umræðu um hin fjölþættu og alvarlegu afbrot sem framin hafa verið í skjóli ráðuneytis þíns og að ýmsu leiti miðstýrt þaðan. Ég vænti þess að fá margumbeðnar lagaheimildir sendar til mín MJÖG fljótlega.

Með kveðju,

Guðbjörn Jónsson kt: 101041-3289   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 165770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband