Er það rasista tilhneiging hjá LÍÚ og háskólaklíku þeirra?

Það hefur komið mér undarlega fyrir sjónir að heyra viðbrögð forystumanna LÍÚ og þeirrar háskólaklíu sem þeir virðast hafa keypt til að bergmála vitleysuna sem þeir halda fram. Það er afar sorglegt að verða vitni að því að háskóli sem hefur yfirlýsta stefnu að komast í röð virtustu háskóla heims, skuli lýða svokölluðum "sérfræðingum" sínum og prófessorum að fara hvað eftir annað í fjölmiðla með þvílíkt bull að það getur ekki annað en dregið álit háskólans niður í svaðið sem algjöra ruglustofnun.

Þetta aumingja fólk hamast við að halda því fram að þjóðin hafi ekki stöðu eiganda yfir fiskimiðum í fiskveiðilögsögu okkar, en á sama tíma halda þeir því fram að þeir eigi réttinn til að nytja auðlindina vegna þess að þeir hafi keypt hana. Þá vaknar spurningin: Af hverjum keyptu þeir hinn umtalaða rétt? Og hafði seljandinn lögformlega heimild til að selja? Getur einhver framvísað lögformlegum rétti til að selja aðgang að fiskimiðum innan lögsögu Íslands? Ég hef ítrekað óskað eftir þessum upplýsingum en enginn hefur enn getað framvísað þeim. Þrátt fyrir það halda menn áfram að selja og með ólögmætum hætti taka peninga fyrir það sem þeir eiga ekki og geta ekki afsalað eða gefið lögformlega sölupappíra fyrir. Er virkilega svona lítið vit til staðar hjá þessum öflugu samtökum útgerðarmanna og hinni "virtu" háskólastofnun sem nefndir rugludallar kenna sig við, eða gera þessir aðilar út á svokölluð "meira fífls fræði" sem hafa vaðið yfir fjármálamarkaði undanfarinn áratug, og jafnvel lengur.

Ef þjóðin á ekki fiskimiðin og þá auðlind sem þar er til staðar; hver er þá eigandinn? Gera menn sér grein fyrir þeim mikla alvarleika sem liggur þarna að baki. Ef þessum rugludöllum tekst að koma inn efasemdum um skýran rétt þjóðarinnar til þessarar auðlindar, munum við ekki hafa nein vopn á hendi til að stöðva erlenda skipaflota sem hingað mundu stefna til veiða, þar sem eignarrétturinn væri umdeildur og óljós. Munið þið atganginn í Smugunni svokölluðu. Við hefðum engan skipastól til að verjast slíkri innrás og við fengjum heldur enga samúð hjá öðrum þjóðum þar sem fyrir lægi að við hefðum sjálfir spilað eignarréttinum úr höndum okkar með rugli og ósjálfstæði. Ekki fengi LÍÚ aðallinn meira í sinn hlut úr auðlindinni með því fyrirkomulagi. Nei, heimska þessa liðs er með þeim ólíkindum að manni dettur helst í hug að það hafi aldrei skilið hvað er hið raunverulega lím og drifkraftur í farsælu samfélagi.

Á s. l. ári var mikið rætt um framkomu okkar gagnvart fólki af öðru þjóðerni. Ef mönnum varð það á að gagnrýna þetta fólk á einhvern hátt, voru fjölmiðlar upptendraðir í nokkra daga á eftir af umræðu um að gagnrýnendurnir væru augljósir rasistar eða með rasista tilhneigingu. Mörg stór orð voru notuð og mikið saumað að þeim sem leyfðu sér að gagnrýna.

Nú ber svo við að Ráðherra úr ríkisstjórn okkar, svonefndur "sérfræðingur" og tilgreindir prófessorar við Háskóla Íslands, hafa leyft sér að lítilsvirða lögfræðinga frá öðrum þjóðum, sem virtir eru á heimsvísu og hafa verið tilnefndir til vandasamra verka fyrir Sameinuðu Þjóðirnar; látið í það skína að álit þeirra séu ekki mikils virði af því að þeir séu frá tilgreindum ríkjum í Afríku, Asíu og Suður Ameríku. Ef umræðan í fyrra var hugsanlega rasismi, hvað er þá þetta? OG, hvers vegna þegja fjölmiðlar um þennan rasisma?                  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Íslenskum stjórnvöldum var mikið í mun að hindra þessa niðurstöðu nefndarinnar. Þau sendu lögmenn og tóku til varna. Slíkt gera menn varla hjá dómstólum ef þeir hyggjast ekki taka mark á niðurstöðu dóms.

Gæti hugsast að LÍÚ og Einar Kr. Guðfinnsson hefðu hampað niðurstöðunni og talið hana endanlegt svar ef hún hefði verið stjórnvöldum í hag?

Með góðri kveðju!

Árni Gunnarsson, 14.1.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband