Er Sjálfstæðisflokkurinn á leið til öfgafullrar einræðisstefnu?

Sigurður Líndal, lagaprófessor, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag, þriðjudaginn 15. janúar 2008. Þar fjallar hann aðallega um valdhroka, taumlausa vildarhyggju og beinlínis ódulda alræðishyggju sem birtist hvað eftir annað í framgöngu forystusveitar Sjálfstæðisflokksins. Með fullum rétti og af mikili ábyrgð, bendir hann einnig á að þetta eru sömu eiginleikar og voru ríkjandi í Þískalandi á árunum eftir 1930, en það var einmitt tímabilið þegar nasistarnir voru að hreyðra um sig og með samspili af undirferli og valdhroka að ná tökum á lykilþáttum þíska þjófélagsins, sem síðar leiddi til alræðis þeirra og yfirgangs. Valdhroki þeirra og drotnunargirni urðu svo kveikjan að síðari heimsstyrjöldinni.

Engum sem með heilbrigðri dómgreind hefur fylgst með þeim breytingum sem orðið hafa á framgangi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum hefði átt að dyljast þessi tilheyging. Þeim tókst hins vegar með því undirferli sem svona yfirgangsöfl hafa í ríku mæli, að telja ungu- og öðru reynslulitlu fólki, trú um að þeir væru að berjast fyrir FRELSI einstaklingsins. Sefjun þessa átrúnaðahóps hefur verið slík, að þótt forystusveit þessa flokks hafi hvað eftir annað sýnt og beitt yfirgangsvaldi sínu gegn heildarhagsmunum þjóðarinnar, stara þeir heilaþvegnir á átrúnaðargoðin og fyllast heilagri reiði ef einhver andar gagnrýni í þeirra garð.

Nýjasti yfirgangs- og valdfhroki þessa hóps birtist í framgangi Árna Mathiesen við skipun héraðsdómara. Í annarri grein á þessu bloggi, "Dómgreind við dómaraval", fjalla ég um lögformlegu þættina við skipan héraðsdómara. Ég endurtek það ekki hér. Hins vegar er rétt að vekja athygli á hversu opinskátt hann, ásamt varaformanni flokksins, ganga fram fyrir skjöldu og verja hið augljósa stjórnarskrárbrot sem Árni fremur.

Í Dómstólalögunum er afar skýrt kveðið á um að dómsmálaráðherra á ekki að hafa nein afskipti af vali héraðsdómara. Honum er ekki einu sinni heimilt að skipa mann frá sér í þá dómnefnd sem dæma á um hæfi og hæfni umsækenda. Eina lagalega aðkoma dómálaráðherra að endanlegu vali héraðdómara er sú, að ef tveir eða fleiri teljast jafnir og hæfastir, að mati hinnar lögformlegu dómnefndar, er dómamálaráðherra heimilt að velja einn af þeim hæfustu til að gegna embættinu. Aðra aðkomu hefur dómsmálaráðherran ekki að vali héraðsdómara samkvæmt gildandi lögum; sem líka er auðskilið þegar litið er til 2. gr. stjórnarskrár okkar, en þar segir:

2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið. (Leturbreyting G.J.)

Þarna sést það skýrum stöfum að forsetinn hefur yfirumsjón með löggjafarvaldinu annars vegar og framkvæmdavaldinu hins  vegar, en dómavaldið stendur algjörlega eitt og sjálfstætt, án íhlutunar frá hinum  sviðum undirstöuvalds lýðræðis okkar. Ekki einu sinni forsetinn hefur íhlutunarrétt inn í dómsvaldið, sem ætti að leggja mönnum enn ríkari skyldur á herðar að virða hlutleysi þess og þau lög sem um dómsvaldið eru sett. Sú ríkisstjórn sem segir skilið við þessar grundvallarreglur lýðræðisskipulags okkar, segir í raun skilið við lýðræðislega stjórnarhætti og er þar með komin með báða fætur i fótspor nasistahreyfingarinnar , sem og annar yfirgangs- og öfgaafla sem ævinlega birtast hér og þar, þegar þegnar samfélaga sofna á verðinum, annað hvort heilaþvegnir eða í velsældarvímu ímyndaðs góðæris.              


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband