Ný skilgreining Árna M. Math. á skipanavaldinu

Ég sá kastljósið í gærkvöldi, þar sem viðtal var við Árna M. Math. Annað hvort er hann svona forhertur í alræðishugsun eða dómgreind hans er ekki meiri en þar kom fram. Hann taldi sig hafa fullt vald til að velja sjálfur hvern hann skipaði sem dómara, þrátt fyrir að lög kveði á um að dómsmálaráðherra komi ekki nálægt því að öðru leiti en SKIPA þann hæfasta. Verði skilgreining Árna að veruleika og Ólafur Ragnar verði áfram forseti, gæti orðið skrítið að sjá næstu ríkisstjórn Geirs H. H. - Það er jú forsetinn sem hefur SKIPANAVALDIÐ þegar ráðherrar eru skipaðir. Fréttin af ríkisstjórnarskiptum gæti verið á þessa leið.

Geir H. H. mætti í morgun á Bessastaði með fráfarandi ríkisstjórn, til síðasta ríkisráðsfundar hennar. Að þeim fundi loknum eru kallaðir til þeir aðilar sem forseti skipar í þá ríkisstjórn sem taka á við. Kallar hann þá til Geir H. H. sem forsætisráðherra, Guðjón Arnar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Atla Gíslason sem dómsmálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu sem utanríkisráðherra, Guðlaug Þór sem heilbrigðisráðherra, Jóhönnu Sigurðar sem félags- og tryggingaráðherra, Steingrím Sigfússon sem iðnaðar- og orkumálaráðherra, Ágúst Ólaf sem fjármálaráðherra, Björgvin G. Sig. sem viðskiptaráðherra, Guðfinna Bjarnadóttir sem menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sem samgönguráðherra, og Illuga Gunnarsson sem umhverfisraðherra.

Þegar allir þessir aðilar eru sestir við borðið lítur Geir hissa á forseta og spyr hvers vegna hann skipi þessa menn en ekki þá sem hann hafi tilnefnt. Forseti svarar.

Ja, ég sá að þér hafði orðið á alvarleg mistök sem ég skýri ekki nánar. Ég hef skipunarvaldið og þetta er það fólk sem ég tel hæfast til þeirra starfa sem hér er verið að skipa í.

En þetta er ekki rétt segir Geir. Þú átt að skipa í þessi embætti eftir þeim tilnefningum sem ég lét þig hafa.

Það er nú svo, segir forseti. Þú og Árni M. Math. gáfuð sjálfir út leiðbeiningar um hvernig ætti að líta á tilnefningar og framkvæma skipanavaldið. Þú getur varla verið óánægður með að farið sé eftir þinni forskift með það?

ER FRAMTÍÐIN EITTHVAÐ Á ÞESSA LEIÐ?       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Við skulum vona að þetta sé ekki framtíðin. Nógu harkalega hefur þessi gjörningur nú verið gagnrýndur, og nógu illa standa menn sig nú í að verja hann.

Þarfagreinir, 16.1.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki hef ég séð öllu aumingjalegri mann  og aumkunarverðari þegar hann var að "reyna" að réttlæta þennan gjörning sinn og það sem meira var að stjórnandinn leyfði honum að komast upp með það að "hrauna" yfir valnefndina.  Vonandi er þetta ekki forsmekkurinn að þeirri "gagnrýnu" umfjöllun um hin ýmsu viðkvæmu mál, sem við eigum eftir að sjá.

Jóhann Elíasson, 16.1.2008 kl. 16:59

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Góður pistill hjá þér Guðbjörn,Kvitta fyrir mig

Ólafur Ragnarsson, 16.1.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir kommentin.  Ég verð að seegja að mér finnst ekki björgulegt að horfa til þekkingar forystusveitar Sjálfstæðisflokksins á stjórnskipan okkar, stjórnarskrá og helstu lögum. Ég fékk ónotahroll í bakið við að hlusta á ruglið í Birgi Ármannssyni í kastljósinu í kvöld. Það væri nú strax til bóta ef honum væri kennt lágmarks kurteis, s. s. það að tala ekki sífellt ofaní það sem aðrir eru að segja. Það er afar ljótur ósiður.

Guðbjörn Jónsson, 16.1.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband