5.2.2008 | 13:43
Hvað eru óvitar?
Á undanförnum árum hef ég mikið velt fyrir mér hugtakinu ÓVITI. Hin klassiska skilgreining þess hugtaks er að viðkomandi hafi ekki dómgreind og þekkingu til að meta möguleika og þarfir þess verkefnis eða viðfangs sem um ræðir. Athugið að ég er ekki að tala um það sem við köllum í daglegu tali "menntun", prófgráður eða prófskýrteini. Ég er að tala um raunverulega þekkingu á viðfangsefninu.
Við færum t. d. ekki upp í flugvél með flugstjóra sem hefði með áberandi hætti sýnt að hann hefði ekki þekkingu á því hvernig ætti að fljúga vélinni. Við færum ekki upp í rútu hjá bílstjóra sem hefði sýnt að hann kunni ekki að aka eftir veginum. Við færum ekki aftur til læknis sem hefði sýnt að hann skildi ekki hvernig hægt væri að lækna okkur af þeim kvilla sem hrjáði okkur. - Í þessum dúr er hægt að telja upp fjöldan allan af þáttum sem við metum sjálfstætt þá þekkingu sem við leggjum til grundvallar því trausti sem við leggjum á þá sem við viljum að hjálpi okkur fram á veginn.
Læknir fæst við einn sjúkling í einu. Rúta tekur í flestum tilvikum 20 - 60 manns. Flugvél tekur allt að 600 manns. Til þess að bera ábyrgð á velferð þessa fjölda krefjumst við staðfestrar menntunar og þekkingar. Þingmaður okkar þarf hins vegar ekki að leggja fram neina staðfestingu þekkingar sinnar á því verkefni sem hann hyggst takast á hendur, þó hann þurfi í raun að kunna FULL skil á lífsskilyrðum og grundvelli rúmlega 300.000 einstaklinga til eðlilegrar lífsafkomu og reksturs þess þjóðfélags sem við rekum. Til þeirra sem sinna þessu starfi gerir þjóðin enga kröfu til neinna hæfileika né þekkingar á því verkefni sem fólk sækist eftir að taka að sér.
Ég velti fyrir mér hvort meginþorri þjóðarinnar sé svona kærulaus eða hvort þessi fjöldi sé haldinn svona miklum ranghugmyndum um raunveruleikann. Ætli fólk haldi að lýðveldisgrundvöllur og lýðréttindi bíði með miklum þrýstingi eftir að við hleypum þessum grundvallarþáttum að okkur, líkt og vatnið við lokaðan kranan bíður þess að við opnum fyrir. Slíkt er falsvon, sem of margar þjóðir hafa fengið að upplifa, þegar þær sitja, að því er þeim virðist, allt í einu uppi með stjórnendur sem hvorki virða lög né mannréttindi. Slíkt ástand er á dyrapallinum hjá okkur, og þegar búið að hringja bjöllunni.
Ætlum við að hleypa því inn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 165601
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.