Það virðist vanta raungreind í fjármálastofnanir

Það er afar undarleg pólitík að kalla það "raungengi" þegar gengi krónunnar er borið saman við verðlag hér og í helstu viðskiptalöndum okkar. Sú hugsun að gengi krónunnar geti ráðist af verðlagi almennrar söluvöru, hér og í öðrum löndum, hefur á undanförnum áratugum leitt okkur fram á brún hengiflugs skuldsetningar þjóðarbúsins. Með ábyrgðarlausu heimskuhjali um svokallað "góðæri" hefur þjóðinni verið haldið í vímu skuldsetninga og eyðslu, en á sama tíma hefur tekjugefandi atvinnustarfsemi verið vanrækt svo að rauntekjur þjóðfélagsins geta ekki borið afborganir af því lánsfé sem þjóðin skuldar.

Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að nú, þegar stöðugri skuldasöfnun verða settar hömlur, eru mestar líkur fyrir því að flestir gullkálfarnir, sem dregið hafa til sín ógrinni fjár, með beinum og óbeinum tilvísunum um veð í verðmætum þjóðarinnar, verði fangar í eigin spilaborg. Við erum í þeirri stöðu að meirihluti útgerðarfélaga landsins eru það skuldsett að þau geta ekki annað en farið á hausinn þegar hömlur verða lagðar á skuldsetningu þeirra með veði í eignum þjóðarinnar og innistæðulausar hækkanir á svokölluðu "gengi" hlutabréfa þeirra og færa verður ætlaða eignastöðu þeirra nær raunveruleika en hún hefur verið sýnd undanfarin ár. Þá sýnist mér einnig margt benda til þess að ævintýrið við Kárahnjúka muni ekki skila þeim tekjum til þjóðarinnar sem upp var lagt með. Mun þar margt koma til, bæði ágallar á samningum við orkukaupanda sem og mun dýrari framkvæmd en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þjóðina vantar sárlega menn með mikilvirka þekkingu á heildarhagsmunum þjóðarinnar, til að stýra hinni stjórnlausu þjóðarskútu okkar í gegnum þá brimskafla sem framundan eru.        


mbl.is Raungengið ekki lægra í heilt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru fleiri en eitt gengi í gangi? Eitt svona raungengi og eitt sýndargengi og eitt varagengi? Maður bara spur?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég tek undir þetta með þér Jón. Maður þyrfti að komast að því hvaða "gengi" það eru sem búa til hinar ýmsu útfærslur af gengi krónunnar okkar og hlutabréfa í kauphöllinni.

Mér virðist það verði ekki lengi,

þó vildum við hafa það í fletinu.

Að við prjónum vort persónulega gengi,

og pröngum svo með það á netinu. 

Guðbjörn Jónsson, 5.2.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 165601

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband