5.2.2008 | 21:37
Er það gáfulegt að berja stöðugt hausnum við steininn?
Meira að segja þorskhausar þola ekki að vera stöðugt barið við stein. En svo virðist sem hausar stjórnenda L. Í. Ú. og Sjálfstæðisflokksins séu massívari en þorskhausar og þangað inn sé ekki auðvelt að komast með vitræn rök að umræðu.
Í kastljósi þriðjudaginn 5. febr. hélt framkvæmdastjóri L. Í. Ú. fram gömlu tugguni sinni um arðbæran sjávarútveg, þrátt fyrir þá óumdeilanlegu staðreynd að skuldir útgerðarinnar eru komnar svo ævintýralega langt upp fyrir rauneignastöðu fyrirtækjanna að þau ættu flest að vera búin að tilkynna sig gjaldþrota.
Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri L. Í. Ú. hélt því einnig fram að útgerðirnar ættu kvótann og það væri algjörlega óframkvæmanlegt að gera neinar breytignar á því þar sem svo margir hefðu KEYPT svo mikið af aflaheimildum. Fyrir síðustu alþingiskosningar kom ég á fund hjá Íslandshreyfingunni, þar sem Friðrik Arngrímsson spilaði sína venjulegu rullu um ágæti kvótakerfisins. Þar bað ég hann að senda mér afrit af þeim lögum sem heimiliðu útgerðarmönnum að selja aflaheimildir. Hann hefur ekki enn fundið þessi lög, því ekki hefur hann sent mér þau enn. Ég hef undanfarin 10 ár ævinlega beðið þá sem tala um sölu aflaheimilda, að senda mér afrit af þeim lögum sem heimili þessa sölu. Enn hefur enginn geta orðið við þeirri beiðni. hvers vegna skildi það vera? Ætli það séu allt óheiðarlegir menn sem tala fyrir sölu aflaheimilda? Eitt er að minnsta kosti orðið víst. Þeir hafa enga löngun til að fær frama sönnun á mál sitt og setja sig þar með á bekk með vellygna Bjarna og Gróu á Leiti. Menn velja sér vini við hæfi.
En litum nú á lagagrunninn undir þeirri úthlutun aflahlutdeildar sem kallaðar hafa verið "VARANLEGAR HEIMILDIR" eða AFLAMARK. Þessi regla hefur ALDREI verið sett í lög eða að öðru leiti verið staðfest af Alþingi. Þá segja fylgjendur kvótakerfisins:
Já en þetta var nú ákveðið í upphafi að þau skip sem stundað höfðu veiðar á árunum 1980 - 1983 ættu að fá aflaheimildirnar.
Já það er alveg rétt. í forsendum fyrir frumvarpinu um fiskveiðistjórnun var fylgiskjal þar sem REGLAN um úthlutun aflakvóta var tilgreind. Þar var sagt að reglan skildi vera sú að ævinlega væri miðað við þrjú undangengin ár, þ. e. að þau skip sem stundað hefðu veiðar næstliðin þrjú ár fyrir úthlutun, skildu fá úthlutun í samræmi við meðalafla þessara þriggja ára. Fyrsta úthlutun kvóta var á árinu 1984, þannig að þrjú næstliðin ár þar á undan, voru árin 1980 - 1983. Lögin þar sem þessi ártöl komu fram, giltu einungis fyrir árið 1984 og þessi ártöl hafa ALDREI verið nefnd aftur í neinum þeim lögum sem sett hafa verið um fiskveiðistjórnun hér við land. Það hefur því ALDREI verið sett heimild frá Alþingi um neitt sem hægt er að kalla varanlegan kvóta.
Hvað þarf þá til svo að menn geti kallað kvóta sinn "varanlegan" kvóta?
Í því sambandi er nauðsynlegt að líta til heimilda ráðherra til að ráðstafa eignum þjóðarinnar án samráðs eða samþykkis Alþingis. Nægir þar að vísa til þess þegar Guðmundur Bjarnason var ráðherra og ætlaði án fyrirfram samþykkis Alþingis að flytja höfuðstöðvar Landmælinga upp á Akranes. Málið var kært til héraðsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu að Alþingi væri óheimilt að framvísa valdi sínu um meðferð eigna þjóðarinnar til ráðherra. Það yrði sjálft að taka endanlega ákvörðun um alla meðferð á eingum þjóðarinnar.
Engum blandast væntanlega hugur um að fiskveiðiheimildir á Íslandsmiðum eru verðmætari eign en hin merka stofnun Landmælingar Íslands. Engum ætti því að blandast hugur um að ráðherra getur ekki, án staðfestingar frá Alþingi, afhent neinum VARANLEG yfirráð yfir einhverjum hluta af hinni verðmætu sameign þjóðarinnar, sem fiskveiðiheimildirnar eru. Í grundvallarlögum að stjórnskipan okkar segir svo, t. d. í fjárreiðulögum og skal hér vitnað beint í álit ríkisendurskoðanda, í skýrslu hans um vatnsréttindi. Þar segir svo: Leturbr. G.J.
Skilyrði fyrir ráðstöfun ríkiseigna er víðar að finna í löggjöfinni en í framangreindu ákvæði 40. gr. stjórnarskrár. Helstu fyrirmælin hér að lútandi er að finna í fjárreiðulögum nr. 88/1997. Rifja má upp að eitt af markmiðunum, sem bjuggu að baki þessum lögum, var að undirstrika FJÁRSTJÓRNARVALD ALÞINGIS, sbr. einkum 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar, og efla eftirlit og aðhald löggjafans með framkvæmdavaldinu og ráðstöfun þess á fjármunum ríkisins. Í samræmi við þessi markmið er í 29. gr. þeirra mælt fyrir hvernig standa skuli að ráðstöfun þeirra eigna ríkisins, sem eru á forræði ríkisaðila í A-hluta ríkisreiknings. Samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar skulu ríkisaðilar í A-hluta ríkisreiknings HVERJU SINNI afla heimilda í lögum til að kaupa, selja, skipta eða leigja til langs tíma fasteignir, eignarhluta í félögum, skip, flugvélar, söfn og safnhluta, sem hafa að geyma menningarverðmæti, og AÐRAR EIGNIR SEM VERULEGT VERÐGILDI HAFA.
Í athugasemdum við þessa framangreindu grein í frumvarpi að fjárreiðulögum er tekið fram að leiga til langs tíma miðist við samning til lengri tíma en eins árs.
Ekki er þetta túlkun mín á skyldum ráðherra til að afla heimildar hjá Aþlingi fyrir öllum ráðstöfunum aflaheimilda sem standa skulu lengur en eitt ár, þ. e. öllum varanlegum kvóta. Engra slíkra heimilda hefur verið leitað frá Alþingi, þess vegna eru engar varanlegar aflaheimildir til í löglegu formi, einungis sem trúnaðarbrot ráðherra í opinberu starfi.
Alla þessa þætti er búið að ræða við stjórnmálamenn úr öllum flokkum í meira en áratug, en enginn hefur enn þorað að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu, gegn ofurvaldi L. Í. Ú á stjórnvöldum. Það vald er ekki bundið við stjórnmálaflokka. Það sást best þegar Samfylkingin skipti við Framsóknarflokkinn í sjórnarráðinu. Þá losnaði framsókn úr fjötrum og vill nú breyta kvótakerfinu en Samfylkingin féll í fjötrana og finnst kerfið gott.
Það er því ljóst að þjóðin fær ekki stuðning stjórnmálaaflanna í landinu tilað knýja fram nauðsynlegar breytingar. Þjóðin verður að vera í forystu fyrir slíku, utan stjórnmála en í krafti réttlætis og lýðræðis. Stjórnmálaflokkar skilja líklega ekki þau hugtök lengur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 165601
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þakka greinina. Hvað er hægt að gera?
ee (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:13
Sæll félagi,gaman og fróðlegt að lesa þessa ágætu grein.Ég sé í þessari grein,að þú ert sami réttlætis - og lýðræðissinninn.Þjóðin er á móti kvótabraskinu um 80%,en samt hafa kvótafl. íhaldið og Framsókn haft meirihluta kjósenda að baki sér.Þessar niðurstöður hafa fullvissað mig,að meiri hluti þjóðarinnar eltir öfl auðhyggjunnar og græðginnar,sjónarmið réttlætis og lýðræðis eru langt undan, þar sem stjónmálin eru annars vegar.Skoðanakannanir verða aldrei marktækar í þessum efnum því bilið á milli græðginnar og réttlætisins er óbrúanlegt.
Kær kveðja
Kristján Pétursson, 5.2.2008 kl. 23:10
Það er erfitt að mynda samstöðu meðal landsbyggðafólksins vegna smæðar byggðanna, en það er einmitt það fólk sem hefur orðið fyrir mestu tjóni vegna vitlausra framkvæmda við fiskveiðistjórnun. Hins vegar er ekki flókið að fara inn á veg sem skilar ásættanlegu jafnræði til bráðabirgða, með því einu falla frá framsali og að þeir sem ekki veiða úthlutun sína skili henni aftur til stjórnvalda, sem úthluti þá öðrum, og að fara nú loksins að fylgja grunnreglunni sem samþykkt var í upphafi, en aðeins framfylgt við fyrstu úthlutun, sem er sú regla að úthluta í hvert sinn eftir veiðireynslu undangenginna þriggja ára. Þá fengju allir úthlutað kvóta í réttu hlutfalli við það sem þeir veiða.
Guðbjörn Jónsson, 5.2.2008 kl. 23:11
Sæll og blessaður Kristján! Þakka þér umsögnina. Ég er svo hjartanlega sammála niðurstöðu þinni í þessu innliti þínu.
Kær kveðaj. G.J.
Guðbjörn Jónsson, 5.2.2008 kl. 23:14
Mikið var þetta góð grein og tímabær. Fyrir fimm árum síðan benti ég á það að eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins væri "tæknilega"séð gjaldþrota - Ef ekki hefðu komið til varanlegar aflaheimildir, þá væru eignir þess mjög lítils virði. Ef aflaheimildirnar hefðu verið teknar út og þær skuldir sem voru tilkomnar vegna kaupa á aflaheimildunum, þá hefðu skuldir verið langt umfram eignir og því fyrirtækið gjaldþrota en með því að færa fisk í hafinu til eignar þá er vitleysunni haldið áfram í trássi við stjórnarskrána og almenna skynsemi. Hvað varð um máltækið: Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi?
Jóhann Elíasson, 5.2.2008 kl. 23:36
innlitskvitt
Guðrún Jóhannesdóttir, 5.2.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.