Skondið þegar fjölmiðlar skilja ekki hvað þeir eru að segja

Þessi frétt er sérstaklega brosleg vegna þess að sá sem skrifar hana gerir ekki tilraun til að skilja hvað hann er í raun og veru að fjalla um. Hugtakið "Landsframleiðsla" þýðir í raun og veru eyðsla fjármuna. landsframleiðslan vex eftir því sem þjóðin eyðir meiri fjármunum.

Nú er það þekkt, hjá öllum sem fylgst hafa með þróun þjóðmála, að við höfum undanfarna áratugi stöðugt verið að eyða meiri fjármunum en við öflum. Nokkurn hluta af "landsframleiðslu" okkar höfum við fjármagnað með erlendum lánum. Verulegur hluti þessara erlendu lána, hefur farið í beina neyslu og verkefni sem valda auknum þjóðfélagslegum kostnaði. En lítill hluti þeirra farið til uppbyggingar gjaldeyristekjugefandi atvinnustarfsemi. Við höfum sem sagt sýnt "alvöru" fjármálamönnum í öðrum löndum, að við kunnum ekki að lifa í fjárhagslega sjálfstæðu landi. Það má segja að í fjármálum höfum við hagað okkur líkt og óviti í sælgætisbúð, sem reynir að ná í eins mikið og hann getur, án hugsunar um hvort honum verði vel af veislunni.

Enginn sem í raun hefur reynt að skilja eigin fjármál, þ. e. hvernig hann geti lifað af tekjum sínum og hvað hann megi veita sér umfram nauðþurftir, ætti í raun að vera hissa á því að verðlag hér á landi skuli vera umtalsvert hærra en í öðrum löndum. Hver og einn getur litið á eigin fjármál og spurt sig hvernig fjárhagsleg staða hans væri ef hann hefði stöðugt eytt umtalsvert meiri fjármunum en hann aflaði og dekkað mismuninn með lántökum ár eftir ár, án þess að gera ráð fyrir að þurfa einhvertíman að borga lánin. Spurning er hvor þessir aðilar litu á sig sem RÍKUSTU menn samtímans, líkt og þjóðinni hefur verið talin trú um að hún sé með ríkustu þjóðum, þrátt fyrir að hafa stöðugt safnað skuldum í marga áratugi.

Fyrir tæpum 30 árum var verðlag hjá okkur, miðað við önnur lönd, orðið á svipuðu stigi og það er nú. Ástæða þess var sú að stjórnendur þjóðfélagsins höfðu ekki haft kjark eða þekkingu til að stýra þjóðfélaginu í takt við tekjuöflun þess, heldur stöðugt fellt gengi krónunnar til að breiða yfir vandann. Þegar við höfðum tekið tvö núll aftan af gjaldmiðli okkar voru gjaldmiðlar Íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar nánast á jafanvirði. Nú 28 árum síðar, erum við nánast komin í sömu stöðu með verðlagið innanlands en verðgildi erlendra gjaldmiðla breyst minna. Hver getur verið ástæða þess?

Ástæður þessa eru margar og verða ekki allar taldar upp hér. Þó vil ég nefna það sem sagt var hér að framan um erlenda skuldasöfnun og vitlausa ráðstöfun þess lánsfjá til beinnar eyðslu almennings og til fjárfestinga sem fyrst og fremst juku kostnað þjóðfélagsins en skiluðu því engum tekjum. Annar þáttur er sá að helsta tekjugefandi þætti þjóðfélagsins, sjávarútveginum, hefur verið haldið gangandi með blekkingum og stöðugt aukinni skuldasöfnun. Til þess að slíkt væri hægt hefur þeim verið liðið að veðsetja eignir þjóðfélagsins sem sína eign og færa þessa eign þjóðfélagsins í efnahagsreikning fyrirtækja sinns sem hreina eign fyrirtækjanna. Fleiri blekkingar hafa verið viðhafðar sem ekki verða raktar hér.

Þegar sólgleraugun hans Davíðs eru tekin niður og horft á þjoðfélagið í hversdagslegri dagsbirtunni, verður ekki betur séð en hörmungarnar sem yfir þjóðfélagið dundu í gjaldþrotasúpunni á níunda áratug síðustu aldar, hafi verið hálfgerður barnaleikur á við það sem framundan er. 

En Íslendingar eru veðurbarðir og þrautsegir og þeir sem kunna að vinna nytsöm verk, þeir munu komast í gegnum hretið. Því miður hefur þeim hluta þjóðarinnar farið nokkuð ört fækkandi.


mbl.is Hlutfallslegt verðlag og landsframleiðsla hæst hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rakin þvæla hjá þér, Landsframleiðsla þýðir virði vöru og þjónustu sem er framleidd innan landamæra ákveðins ríkis.

Gustav Pétursson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Kæri Gústav! betur væri að þetta væri rétt hjá þér, en svo er því miður ekki. Þess vegna urðu t. d. hin hrillilegu snjóflóð fyrir vestan, á sínum tíma, sem og kostnaðurinn sem varð af því að óveður braut niður sjóvarnargarða við Eyrarbakka og Stokkseyri, til þess að hækka landframleiðslu okkar á þeim árum. Síðast þegar ég vissi, var landsframleiðsla reiknuð út samkvæmt staðli sem Sameinuðu þjóðirnar gefa út til samanburðar á veltuþáttum þjóða og hvernig fjármagnið dreifist innanlands í hverju landi. Þegar ég var í hagdeild banka voru gagnrýndar þessar aðferðir við að skrá þessa samsöfnun sem "landsframleiðslu" og á ég t. d. í fórum mínum bréfaskipti við Fjármálaráðherra vegna þessa þáttar og þeirrar röngu myndar sem þetta gefur af  framleiðslu þjóðarinnar.

Guðbjörn Jónsson, 6.2.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband