7.2.2008 | 22:26
Hafði Vilhjálmur umboð til að skrifa undir sameiningu REI og GGE ?
Ég varð dálítið dapur í kvöld þegar ég horfði á kastljósið. Mér fannst að vísu Svandís verjast nokkuð fimlega gegn því að kveða upp þunga dóma; vildi ausjáanlega láta Sjálfstæðismennina verða fyrsta til að birta sitt álit á klúðrinu. Það er að mínu mati nokkuð góð leikflétta.
Ég varð hins vegar dapur að hlusta á Vilhjálm, því áður en hann varð borgarstjóri, hélt ég að þetta væri nokkuð klár náungi. Raunin hefur hins vegar orðið allt önnur. Mér fannst nánast aumkunnarvert að hlusta á hvernig hann þvældi fram og aftur um þessi málefni, án þess að geta á nokkurn hátt stutt aðgerðir sínar neinum rökum. Hann staðhæfði að hann hefði haft umboð til að skrifa undir samrunasamninginn en studdi það engum rökum öðrum en að borgarlögmaður hefði sagt honum það.
Það sem hefur vakið undrun mína og hrygð við allt þetta REI- mál, er að verða stöðugt áheyrandi að því hve fátítt virðist vera að fólk í almannaþjónustu þekki og virði valdmörk fulltrúavaldsins. Fólk segir: - Borgarstjóri hefur vald - en getur svo ekki með nokkru móti sýnt fram á eftir hvaða leiðum hann fékk þetta vald og samkvæmt hvaða lögum, samþykktum eða öðrum skráðum reglum þetta vald er veitt. Borgarstjóri er ekki kosinn beinni kosaningu af borgarbúum, en það eru þeir sem eru framsalsaðilar stjórnunarvaldsins til þeirra fulltrúa sem kosnir eru til starfans.
Þessir kjörnu fulltrúar, mynda með sér meirihlutasamstarf, hafi enginn einn flokkur meirihluta fulltrúanna innan sinna raða. Þeir fulltrúar sem mynda meirihlutann kjósa sér framkvæmdastjóra, sem í tilviki okkar Reykvíkinga ber tiltilinn - Borgarstjóri.
Titillinn "borgarstjóri" hefur ekkert beint umboð eða vald frá íbúum eða kjósendum í Reykjavík. Hann hefur einungis þá valdsheimild sem meirihlutafulltrúarnir fá honum í hendur, til að framkvæma það sem þeir hafa samþykkt og bókað er í fundargerðum borgarstjórnar. Hann er sem sagt framkvæmdaaðili að valdi hinna kjörnu stjórnenda, en hefur ekkert sjálfstætt vald.
Vegna þessa eðlis á valdsviði borgarstjóra, sló það mig óþægilega þega Vilhjálmur hélt þvi fram í kastljósinu, að borgarlögmaður hefði sagt honum að hann hefði vald til að skrifa undir samrunasamninginn. Getur verið að borgarlögmaður þekki svona illa valdmörk fulltrúavaldsins?
Ég segi bara eins og sumir: Ég bara spyr?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 165601
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þetta er nú kannski ekki Vilhjálmi að kenna, hann treysti sínum mönnum og var blekktur trekk í trekk. Vilhjálmur er fórnarlamb blekkinga, manna í stjórn Orkuveitunnar, Rei, FL group, trúnaðrmanna sinna á heimili sínu að næturlagi, Björns Inga og nú síðast borgarlögmanns.
Ég hef fulla samúð með Gamla Góða Villa.
Sigurður Þórðarson, 7.2.2008 kl. 22:41
Hver er borgarlögmaður eða kannski er betra að bæta því við, hver var og/eða hver er sá borgarlögmaður sem gaf þessar upplýsingar?
Þar sem að þetta er opinber starfsmaður, borgaður af borgarbúum og er þar með réttur fólks að vita hver sá er sem á í hlut.
ee (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:44
Heill og sæll, Guðbjörn og aðrir skrifarar !
Alveg ljóst; sé einhver mannræna enn í Íslendingum, að ekki má láta staðar numið þarna, að neinu leyti.
Jafnframt tímabært; að losna, með öllum mögulegum ráðum, við hina illskeyttu Haarde klíku, hver treður, sem aldrei fyrr, á gamalmennum og öryrkjum, svo fáir séu nefndir. Ég þakka fyrir góða samantekt þína, sem vænta mátti Guðbjörn.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 01:45
Sæll Sigurður! Ég vil endilega að það sé ljóst að ég er ekki að ásaka Vilhjálm um óheiðarleika af ásetningi. Það er vafalaust rétt hjá þér að hann hefur orðið fornarlamb blekkinga. Hins vegar virðist ljóst að borgarlögmaður er ekki að virka sem gæslumaður réttra vinnubragða í lýðræðisumhverfi. Ef satt er hjá Vilhjálmi, virðist borgarlögmaður telja sig vera í einræðisumhverfi. Það er síður en svo gott.
Takk fyrir innlitið ee: Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun kom fram að sá borgarlögmaður sem gaf Vilhjálmi staðfestingu um að hann hefði umboð, mun bera nafnið Kristbjörg Stephensen.
Sæll Óskar og takk fyrir innlitið. Ég er nú eiginlega hættur að búast við einhverju fjölskipuðu afli til að endurvekja lýðræðisleg vinnubrögð hjá opinberum aðilum hér. Slík hefur maður ekki séð undanfarna áratugi. Stöðug spennustreita, ört vaxandi notkun geðlyfja sem og fikniefna, gerir það að verkum að maður býst varla lengur við eðlilegum viðbrögðum fólks. Enda sýnir þjóðfélagið okkar afrakstur þess. Við gamlingjarnir horfumm döpur á þetta stefnulausa og ráðvillta lið sem er að verða burðarásinn í þjóðfélagi okkar. Spurningin sem ég spyr mig oft, í einrúm er; hvort ég nái að ljúka lífinu í sjálfstæðu lýðveldi, eða í kúguðu ráðstjórnarríki? Svar við slíku veit Guð einn en maður getur bara vonað það besta.
Guðbjörn Jónsson, 8.2.2008 kl. 10:25
Sæll Sigurður! Ég vil endilega að það sé ljóst að ég er ekki að ásaka Vilhjálm um óheiðarleika af ásetningi. Það er vafalaust rétt hjá þér að hann hefur orðið fornarlamb blekkinga. Hins vegar virðist ljóst að borgarlögmaður er ekki að virka sem gæslumaður réttra vinnubragða í lýðræðisumhverfi. Ef satt er hjá Vilhjálmi, virðist borgarlögmaður telja sig vera í einræðisumhverfi. Það er síður en svo gott.
Takk fyrir innlitið ee: Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun kom fram að sá borgarlögmaður sem gaf Vilhjálmi staðfestingu um að hann hefði umboð, mun bera nafnið Kristbjörg Stephensen.
Sæll Óskar og takk fyrir innlitið. Ég er nú eiginlega hættur að búast við einhverju fjölskipuðu afli til að endurvekja lýðræðisleg vinnubrögð hjá opinberum aðilum hér. Slík hefur maður ekki séð undanfarna áratugi. Stöðug spennustreita, ört vaxandi notkun geðlyfja sem og fikniefna, gerir það að verkum að maður býst varla lengur við eðlilegum viðbrögðum fólks. Enda sýnir þjóðfélagið okkar afrakstur þess. Við gamlingjarnir horfumm döpur á þetta stefnulausa og ráðvillta lið sem er að verða burðarásinn í þjóðfélagi okkar. Spurningin sem ég spyr mig oft, í einrúm er; hvort ég nái að ljúka lífinu í sjálfstæðu lýðveldi, eða í kúguðu ráðstjórnarríki? Svar við slíku veit Guð einn en maður getur bara vonað það besta.
Guðbjörn Jónsson, 8.2.2008 kl. 10:25
Ég er þér nokkuð sammála Guðbjörn, ekki vantar að Svandís sé mælsk og komi vel fyrir sig orði, enda á hún ekki langt að sækja það, en í þessu máli er hún , að mínu mati, "The biggest looser". Hún fór af stað, í þessu. með þvílíkum látum, þegar hún var í minnihluta, en svo er þessi skýrsla unnin, að mestu þegar hún er í meirihluta borgarstjórnar, þegar þessi skýrsla er gerð opinber þá er hún uppfull af "miðjumoði" og málamiðlunum og svo bætir Svandís gráu ofan á svart með því að taka ekki afstöðu, ég man nú ekki betur en hún væri ófeimin við að taka afstöðu þegar REI málið fór af stað. Því miður get ég ekki gert að því að mér finnst hún vera svolítið mikið gefin fyrir upphlaup og vera nokkuð mikill tækifærissinni. Villi kom afskaplega illa út úr þessu og einhverra hluta vegna held ég að hann verði "látinn" axla ábyrgð í þessu máli og ekki kæmi mér það á óvart að það yrðu hans eigin flokksmenn sem ættu þar stærstan þátt.
Jóhann Elíasson, 8.2.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.