19.2.2008 | 21:17
Kvótakerfið snýst ekki um fiskifræði heldur EIGNARRÉTT á auðlindinni
Mér finnst kominn tími til að við sem barist höfum gegn því ráns- og ranglætiskerfi sem kvótakerfið í sjávarútvegi er, förum að snúa bökum saman og tala sem mest einum rómi um grundvallaratriðin. Því miður fyrir okkur, en sem betur fer fyrir útvegsmenn og stjórnvöld, höfum við verið svo sundraðir i málflutningi okkar að afl andstöðu okkar hefur varla hreyft hár á höfði andstæðinga okkar. Árangurinn af baráttu okkar er líka í beinu samræmi við það
Það varð fljótt ljóst við takmarkanir á heildarafla á Ísalndsmiðum að raunverulegur áhugi fyrir uppbyggingu fiskistofnanna var ekki fyrir hendi. Þó veiðitakmörkun hafi nú staðið yfir í hart nær aldarfjórðung, eru menn engu nær um vistkerfi hafsvæðisins; fæðuframboð eða fjölda þeirra einstaklinga og tegunda sem þurfa að draga fram lífið á fæðuframboði hafsvæðisins. Þrátt fyrir margítrekaðar fyrirspurnir til fræðimanna og stjórnvalda um þessi atriði, þ. e. fæðuframboðið og lífsskilyrðin í hafinu, hefur það ALDREI verið sett framarlega í verkefnaskrá fræðinganna. Hvers vegna skildi það vera?
Þeir sem til þekkja, vita að LÍÚ-veldið heldur um stjórnartauma Hafrannsóknarstofnunar. Þeirra langtímahagsmunir felast ekki í því að auka fiskigengd á Íslandsmiðum. Þvert á móti, felast langtímahagsmunir þeirra í því að draga svo mikið úr veiðum að sem flestir hinna smærri útgerðarmanna leggi upp laupana, svo heildaraflinn skiptist á færri aðila. Hægt en afar markvisst hafa þessir aðilar hert sókn sína til þess endanlega marks, að ALLAR aflaheimildir á Íslandsmiðum verði formlega viðurkendar sem eign þeirra. Þeir nálgast þetta endamark af einstakri elju og ákveðni, með sívaxandi þrýstingi á að aflaheimildirnar séu að sjálfsögðu þeirra eign.
Fyrstu leikfléttuna lögðu þeir út strax í upphafi, þegar þeir komu þeirri villukenningu inn í framkvæmdina að það væru einungis þeir sem hefðu gert út skip á árabillinu 1980 - 1983 sem ættu RÉTT á að fá úthlutaðan kvóta. Þessi staðhæfing hefur aldrei verið í lögum um fiskveiðistjórnun. Næsta skref þeirra var að gera tilraun til að fá að selja þær aflaheimildir sem þeim væri úthlutað, en slíkt mætti gífurlegri andspyrnu. Þá sættust þeir á þá leið að þeir mættu færa heimildirnar á milli skipa og að í lögunum yrði það kallað, að þeir mættu FRAMSELJA heimildirnar. Það var einstaklga slægleg útsjónarsemi fólgin í því að nota orðið FRAMSELJA. Í raun þýðir þetta orð að afhenda. En þar sem í því er seinni hlutinn SELJA, var auðvelt að blekkja almenning með því að heimilað hafi verið að SELJA aflaheimildirnar. En slík heimild hefur ALDREI verið samþykkt á Alþingi.
Þegar þessum áfanga var náð, byrjuðu bein söluviðskipti, en í fyrstu afar afar hógværlega. Byrjunin var að aflaheimilir voru seldar samhliða sölu á skipi. Þegar stjórnvöld og skattayfirvöld gerðu ekki athugasemdir við þetta, var farið að auka þessi umsvif, samhliða því sem talið fór að berast að peningalegu verðmæti aflaheimildanna.
Á þessum tímapunkti töldu útvegsmenn sig nánast vera búna að sigra í glímunni um fiksimiðin og gerðu kröfu um að mega veðsetja aflaheimildirnar. Enn reis þjóðin upp til andmæla og urðu útvegsmenn að sveigja svolítið af leið. En með góðri aðstoð ráðamanna í lánastofnunum, fundu þeir þá leið að skrá aflaheimildirnar í bókhald útgerðarfyrirtækjanna, á því verðgildi sem þegar hafði myndast. Ríkisskattstjóri veitti þeim heimildi til slíkrar skráningar, án þess að hafa lagaheimild til slíkra verka. En þrátt fyrir það, er þessari ólöglegu eignfærslu aflaheimilda í bókhald útgerðarfyrirtækja enn haldið áfram.
Fljótlega eftir að útvegsmenn höfðu náð því skrefi sínu, að kvóti sem þeir höfðu, væri skráður í bókhald þeirra, fór verð aflaheimilda afar hratt hækkandi. Það þurftu þeir að gera til þess að auka sem mest eignastöðu fyrirtækja sinna, til þess að geta fengið hærri lán hjá lánastofnunum. Gagnrýni á hátt kvótaverð svöruðu þeir með því að það skipti í raun engu máli, því þetta væri aðallega á skiptimarkaði, þannig að þegar þetta væri reiknað í þorskígildum kæmi þetta út á núlli. Þetta var að vísu tómt bull, en dugði þeim samt því fjölmiðlar voru sofandi fyrir hættunni. Þegar ólgan vegna þessarar umræðu hafði lækkað, fóru beinar kvótasölur að verða að veruleika, án þess að samhliða væri verið að kaupa skip.
Öll þessi skref, og mörg smærri inn á milli, hafa útvegsmenn stigið í átt til þess að ná varanlegu eignarhaldi á aflaheimildum Íslandsmiða. Þeir litu á það sem endanlegan sigur, í ferlinu að sölu aflaheimildanna, þegar Fiskistofa fór að sinna því ólögmæta verkefni að skrá hjá sér söluverð og söluvirði aflaheimildanna. Þá litu þeir svo á að málið væri næstum komið í höfn og hófu framkvæmd lokabaráttunnar, að fá viðurkenningu stjórnvalda fyrir því að aflaheimildirnar væru þeirra lögmæta eign, sem ekki yrði af þeim tekin. Hver og einn þeirra ætti ákveðinn hundraðshluta leyfilegs heildarafla á íslandsmiðum. Til þessa verks voru ráðnir fræðimenn við háskóla, bæði hagfræðingur og lögfræðingur, sem róið hafa ötullega að því að ræna þjóðina eignarréttinum yfir auðlindum fiksimiðanna. Þessi lokaorusta er hafin. Einungis er spurning um hvenær þeir telja sér óhætt að leggja lokapressuna á hina lítt þroskuðu stjórnmálamenn, sem ævinlega hafa lokað augunum, eða litið undan gagnvart ÖLLUM þeim lögbrotum sem framin eru við fiksveiðistjórun okkar.
Eitt skulu menn hafa hugfast. Það verða ekki liðin mörg ár frá því útvegsmenn fá eignarhald sitt staðfest, þar til aflaheimildir, t. d. í þorski, verða tvöfaldaðar, eða jafnvel meir. Þá verður nægur fiskur í sjónum, því þá rennur andvirði aflaheimildanna beint í vasa hinna NÝJU eigenda auðlindarinnar i hafinu kringum landið. Þá er of seint að vakna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 165812
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þú lýsir gangi þessarar rányrkju mjög vel þarna og ég er alveg sammála þér með það að við andstæðingar kvótans og kvótakerfisins höfum verið alltof sundraðir og okkur hefur ekki borið gæfa til að vinna saman. Ég vona að okkur beri gæfa til þess að sameinast undir einum hatti og vinna saman í framtíðinni.
Jóhann Elíasson, 19.2.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.