Dómgreindin virðist betri utanlands

Mér finnst það fyrst og fremst lýsa því hve fólk hefur lítið fylgst með raunveruleikanum undanfarin ár, að vera nú hissa á hækkandi skuldatryggingu lánastofnana. Við getum ekki ætlast til þess að hag- og rekstrarfræðingar annarra þjóða gangi burt frá skynsemi sinni og dómgreind, þó menn hér á landi hafi gert það án þess að blikna.

Enginn, sem á annað borð hugsar heilstætt um afkomu þjóðfélagsins, ætti að undrast þessa stöðu. Frekar má undrast hve seint hún kemur fram, sem á sér hugsanlega skýringar í hinum svikulu skuldabréfavafningum, sem svo eru kallaðir. 

Vöxtur erlendra lána sem lánastofnanir hafa tekið á undanförnum árum hefur verið ævíntýralega mikill. Flestum sem fylgjast með er vel sýnilegt hvernig bruðlað hefur verið með þetta lánsfé til að framkalla sýndarmennskuríkidæmi og til að halda uppi ónauðsynlegri byggingastarfsemi og annarri lítt nauðsynlegri þjónustustarfsemi, aðallega mannaðri útlendingum sem lítið virðast hafa greitt af tekjum sínum til samfélagsins, enda margir hverjir beinlínis ráðnir til sniðgöngu við slíkt.

Við horfumst í augu við að þurfa að endurgreiða alla þessa milljarðatugi, þó hverfandi lítill hluti þeirra hafi farið til uppbyggingar á tekjuskapandi starfsemi. Skýjaborgin sem óvitarnir á verðbréfamarkaðnum byggðu upp er að mestu gufuð upp og mun ekki skila tekjum til ríkissjóðs eins og óvitagangurinn var að reikna með. Líklegra er að ríkissjóður þurfi að leggja út fjármuni til að tryggja innistæður almennings í lánastofnunum, þegar við nálgumst enn frekar raunveruleikann í efnahagslífi heimsbyggðarinnar, og þar á meðal okkar. Það er sorglegt að horfa enn einu sinni á gott tækifæri okkar til að tryggja tekjugrundvöll þjóðarinnar líða hjá, vegna grunnhyggni og jarðsambandslausra skýjaborga. Ljúkum þessu á einu smábroti úr viðskiptalífi okkar á undanförnum áratug.

Fyrirtækin A:  B:  og C:  tengjast innbyrðis vegna blöndunar sömu manna í stjórnum. Forstjóri B: er stjórnarformaður í A: - A: er að fara í fjárfestingu og þarf að auka eignastöðu sína um 1.200 milljónir til þess að geta fengið þá erlendu lánafyrirgreiðslu sem fjárfestingin þarfnast. Forstjóri B: er slingur með reiknistokkinn.  Sem stjórnarformaður A: boðar hann, snemma árs, stjórnar- og síðan hluthafafundar þar sem samþykkt er að auka hlutafé félagsins um 600 milljónir og að allir hluthafa falli frá forkaupsrétti sínum. Þetta er samþykkt og útboðið fer fram. Stjórnarformaðurinn lætur fyritækið B: sem hann er forstjóri fyrir, kaupa 300 milljónir. Vinur hans og flokksbróðir er forstjóri C:, sem einnig var með frekar lága eignastöðu í efnahagsreikningi. Hann fær þennan vin sinn til að skrá C: fyrir kaupum á 300 milljónum. Hvorutveggja viðskiptin eru færð til bókar á viðskiptareikning.  Þrem mánuðum síðar er boðaður stjórnar- og síðan hluthafafundur hjá B: þar sem ákveðið er að fara í hlutafjárútboð upp á 600 milljónir og að hluthafar falli frá forkaupsrétti; sem var samþykkt og útboðið fór fram.  Þarna keypti A: 300 milljónir og C: keypti hinar 300 milljónirnar og viðskiptin færð á viðskiptareikning. Undir árslok er svo haldinn stjórnar- og svo hluthafafundur í C: Þar gerist sama sagan. Ákveðið að fara í 600 milljóna hlutafjáraukningu og allt eins. Þarna kaupa A:  og B: sínar 300 milljónirnar hvort og allt viðskiptafært.  Við áramót voru allir þessir viðskiptareikningar í jafnvægi, engin skuld, en öll fyrirtækin höfðu hækkað eiginfjárstöðu sína um 1200 milljónir.

Það er ekki flókið að verða stóreignamaður með Villu, Hömmer og einkaþotu þegar maður þekkir rétta aðila.            


mbl.is Skuldatryggingarálagið hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bara rétt að segja HÆ og svo bara líka BÆ

Guðrún Jóhannesdóttir, 21.2.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 165592

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband