21.2.2008 | 14:19
Skelfileg staða ef rétt er.
Þetta árið virðast lífsskilyrði loðnunnar vera annars staðar en á venjubundnum stað, við landið hjá okkur. Nokkur byggðarlög hafa afmarkað svo mjög atvinnuvegi í byggðum sínum að voði virðist blasa við, ef loðnan finnst ekki. Vantar ekki eitthvað í svona uppbyggingu til að hún gefi nothæfa heildarmynd?
Þekkt er, og engir vísindamenn hafa mótmælt því, að loðnan er burðarþáttur í fæðuframboði fiskistofna hér á miðunum. Síðan loðnuveiðar hófust, hefur verið nánast árviss fæðuskortur í hafsvæðinu kringum landið, sem fram hefur komið í sífellt horaðari fiski, smækkuðum vexti og endurteknum viðkomubresti; sem talist getur eðlilegur vegna þess að horaður og hungraður fiskur gefur varla af sér hraust afkvæmi.
Þegar viðkomubresturinn, sem líklega varð mest vegna loðnuveiða, fór að valda verulegum samdrætti í botnfiskveiðum, var lífsafkomu fólksins í sjávarbyggðum landsins fórnað, svo fólkið í loðnubræðslubyggðunum gæti brosað út í bæði. Ég minnist þess ekki að þar hafi verið mikið fjallað um hörmungarnar sem leiddar voru yfir meginhluta sjávarbyggðanna vegna þess að þessar byggðir fengu að breyta nauðsynlegri fæðu botnfiskanna í peningaleg verðmæti fyrir sig. Man einhver eftir því að byggðarlög hafi mótmælt loðnuveiðum vegna þess að það væri verið að taka ætið frá botnfiskunum?
Ég er ekki að segja þetta til að áfellast fólkið í þeim byggðum sem nú verða fyrir búsifjum vegna brests á loðnugöngu. Ég er að segja að það er AFAR NAUÐSYNLEGT fyrir það fólk sem tekur að sér að veita byggðarlögum eða jafnvel landinu öllu, stjórnunarlega forystu, að hafa skýra heildarsýn á langtíma afkomugrundvöll byggðarinnar, og/eða landsins alls. Ef þetta fólk hefur ekki skýra framtíðarsýn, 10 - 30 ára, lendum við í stöðugu flóttaferli, líkt og nánast allar aðgerðir stjórnvalda hafa verið undanfarna áratugi. Stöðug viðbrögð við því sem þegar er orðið.
Þetta á t. d. við um það sem stjórnvöld í barnaskap sínum kalla mótvægisaðgerðir vegna skerðingar á þorskveiðum. Það er búið að vera ljóst í meira en áratug að styrkja þarf tekjuöflun þjóðarinnar vegna samdráttar í tekjum af sjávarafurðum. Ekkert er hugað að raunverulegum aðgerðum þar sem kreppti að atvinnulífinu, áður en samdrátturinn lamaði byggðirnar, og svo nú, eftir að margar byggðir eru komnar í þrot, líta stjórnvöld út úr fílabeinsturninum og sjá hvað?
Fílabeinsturn þeirra er á höfuðborgarsvæðinu og ekki það hár að úr honum sjáist út fyrir það svæði. Þeir sjá að sjálfsögðu ekki að samdrátturinn bitnar fyrst og fremst á atvinnugreinum sem skapa gjaldeyrir, sem raunar hefur verið mikill skortur á undanfarna áratugi, með tilheyrandi skuldasöfnun. Þess vegna sjá þeir enga aðra leið til mótvægisaðgerða en að deila út nýjum leikjum í leikfangalandi, þó það skapi fyrst og fremst mikil peningaútlát (aukna skuldasöfnun) sem engan eða sáralítinn hagnað hafi í för með sér fyrir þjóðina. Það gæti hins vegar hugsanlega bjargað tveimur til þremur verktökum frá gjaldþroti.
Vegna allra þessara atriða, velti ég aðeins vöngum yfir einu: Erum við vel menntuð þjóð?
Gerbreyttar aðstæður víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 165812
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Guðrún Jóhannesdóttir, 22.2.2008 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.