Af hverju hækkar skuldatryggingaálagið hjá bönkunum?

Líklega hugsum við Íslendingar ekki mjög ígrundað í peningamálum og líklega nánast ekkert um það hvernig peningaleg verðmæti verði til í upprunanum. Margt í umræðu undanfarinna ára bendir sterklega til þess. Við tölum mikið um okkur sem ríka þjóð, þó fáar þjóðir séu skuldum vafðari en við, samhliða því að möguleikar okkar til að greiða skuldir hefur sífellt verið að versna. Við tölum um gróða bankanna, þó vöxtur þeirra á undanförnum árum hafi að mestu leiti verið með aukinni skuldsetningu og blekkingum verðbréfavísitölu, sem nú er að miklu leiti gengin til baka og það sem fólk talaði um sem "eign" er nú fokið út í buskann.

Ef við reynum nú að vakna og líta á raunveruleikann sem blasir við hugsandi fólki, gætum við séð eitthvað þessu líkt.

Lánastofnanir okkar hafa fengið mikið af lánum erlendis, m. a. á þeim grundvelli að þær eigi tryggt veð í aflaheimildum á Íslandsmiðum. Fyrir skömmu kom fram álit Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um að fiskveiðistjórnunarkerfi okkar stæðist ekki mannréttindi og því yrði að breyta úthlutunarreglum aflaheimilda. Þessi úrskurður þýðir einungis eitt, fyrir þá erlendu aðila sem héldu að þeir ættu bakveð í aflaheimidunum; að þeir fengu staðfestingu Mannréttindanefndarinnar fyrir því að þeir höfðu verið blekktir. Þeir áttu ekki það veð, sem þeir héldu, fyrir þeim útlánum sem þegar höfðu verið veitt. Þetta þýddi einnig fyrir þá, að eignastaða bankanna okkar var mun veikari en þeir héldu, þrátt fyrir lækkun vísitölunnar, þar sem ljóst var að þeir áttu ekki jafn trygg veð fyrir útlánum sínum og þeir höfðu gefið upp, vegna þess að bankarnir okkar áttu ekki heldur neinn rétt í aflaheimildunum.

Þegar svona þættir eru komnir á kreik, fara lánveitendur að skoða nánar hvernig endurlánun bankanna hafi verið á því lánsfé sem þeir voru að taka. Þá balsir við þeim að meghluti þessa fjármagns hefur verið lánaður út í það sem á fjármálamarkaði eru kallaðar "dauðar fjárfestingar". Það eru fjárfestingar sem skila engri peningamyndun inn í fjármálaumhverfið en kalla einungis á aukinn kostnað. Í þessum flokki eru t. d. byggingaframkvæmdir og húsnæðiskaup, skipulags og þjónustuframkvæmdir sveitarfélaga og almenn neyslulán almennings. Öll þessi lán skila engri aukinni getu til endurgreiðslu þeirra lána sem bankarnir tók til þess að endurlána; og verka því einungis sem veiking á stöðu þeirra á lánamarkaði.

En hvers vegna erum við að lenda í þessu núna, þegar allt virtist vera í blóma og okkur talin trú um að við værum svo rík?

Ástæðan er sú, að þegar við lifum í þeirri blekkingu, að trúa órökstuddu rugli úr fólki sem beitir blekkingum til að auka veg sinn og efnahag, kemur óhjákvæmilega að því að við stöndum frammi fyrir raunveruleikanum, sem þá er ævinlega nokkuð bitur. Svo er um okkur nú.  Í fréttum fjölmiðla undanfarin ár, hafa verið glöggar fregnir af því hvernig lausafé heimsbyggðarinnar hefur verið sólundað í svokallaðar "EINSTEFNU FJÁRFESTINGAR"  sem eru kostnaðarliðir sem engum verðmætaauka skila því svæði sem kostnaðinum var beint að. Marga þætti mætti nefna innan þessa ramma en stærsti einstaki liðurinn er stríðsrekstur og sá kostnaður sem hann veldur, bæði í beinum kostnaði vegna átakanna, en svo einnig vegna uppbyggingar til að átakasvæðið nái sömu möguleikum til fjármunamyndunar og var áður en stríðsrekstur hófst.

Ástæður þessa má fyrsts og fermst rekja til æskudýrkunar vestrænnar menningar. Hún varð þess valdandi að ungmenni með óþroskaða heilastarfsemi, vegna ungs aldurs, urðu ráðandi í hagfræðikenningum, sem flestir þroskaðir hagfræðingar hafa jafnan kallað "hagfræði heimskunnar" vegna þess að forsendur þessarar hagfræði hafði enga raunhæfa tenginu við uppruna fjármagnisns.

Af öllu þessu erum við að byrja að súpa seiðið nú, og getum einungis vonað að það verði ekki of súrt eða beiskt. Takist okkur það, eru sterkar líkur á að við lærum að þekkja rauverulega uppsprettu fjármuna og njóta kyrrlátrar hamingju.              


mbl.is Álagið í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góður pistill eins og vænta mátti.

Bendi þér á pistil Þórs Þórunnarsonar á vísir .is. þú finnur þá slóð ef þú ferð inn á bloggsíðuna hans hérna en hann uppgafst á að nota hana og færði sig.

Kv.

Árni Gunnarsson, 23.2.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mjög góð grein. Þetta "undraland með undrabörnum fjármálageirans" gerði bara það sem var einfaldast. Að prenta peninga á öðruvísi pappír en Seðlabankinn gerir, krónubréf, hlutabréf, afleiðslubréf... með veði í sjó, því nóg er til af honum í kring um landið...minnir svolítið á "allt í plati" leiknum..eða Einari Ben...

Óskar Arnórsson, 23.2.2008 kl. 01:43

3 identicon

fanta góð grein, ég þakka fyrir mig...

gfs (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Bara að senda smákveðju til þín kallinn

Guðrún Jóhannesdóttir, 23.2.2008 kl. 14:26

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skyldu ekki einhverjir vakna til meðvitundar eftir að lesa þessa tímamótagrein, að mínum dómi og segir sannleikanum "ofurhagkerfi" okkar Íslendinga, sem eins Guðbjörn Jónsson segir,hefur verið "stjórnað" af vanþroskuðum" krökkum, en þeirra "mottó2 hefur verið að búa til eignir úr miklum skuldum, eða eins og Spaugstofan sýndi svo vel "breyta" niðurstöðum úr - í +. Takk fyrir góða og skorinorða grein.

Jóhann Elíasson, 24.2.2008 kl. 10:15

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég bara skil loksins að það sem ég skildi ekki var ekki til allan tíman?? Það sem langar til að segja yrði ég kærður fyrir. En Guðbjörn, geturu mailað á mig einhvern  meiri fróðleik um Ísland  síðustu  5 - 10 ár.  Ég veit að  ég yrði fróðari um raunveruleikann á Íslandi frá þér, en ruglinu  í fjölmiðlum...?  oskar.iceland@gmail.com ef þú  getur.  Mér myndi kanski batna  í höfðinu með frísku lofti  í fróðleik...þú kanski lætur mig vita?

Óskar Arnórsson, 26.2.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband