29.2.2008 | 18:03
Er krónan hindrun í Íslensku efnahagslífi???
Að kenna krónunni um erfiðleika hjá fjármálastofnunum okkar, er álíka gáfulegt og kenna veðurstofunni um að veðrið sé vont. Í raun hefur krónan ekkert að gera með trú eða vantrú erlendra fjárfesta á samskiptum við viðskiptalíf okkar. Það er hreyfiaflið í hugsun þeirra sem keyra viðskiptalífið áfram sem ræður viðhorfi erlendra aðila. Þeir fleyta yfirleitt ekki kerlingar ofaná yfirborðinu, vitandi það að steinninn sekkur þegar frumkrafturinn sem ítti honum af stað drífur ekki lengur. Þeir líta eftir því hvernig fræin blómstra sem sáð var til með því fjármagni sem tekið var að láni. Skapi hið endurlánaða lánsfé enga tekjuaukningu, segir það öllum alvöru fjármálamönnum að illa hafi verið farið með fjármuni sem að láni voru teknir.
Það er fullt af alvöru fjármálamönnum víða í útlöndum, sem sjá hvernig lánastofnanir okkar hafa farið með lánsféð. Þess vegna vilja þeir halda sig til hlés.
Íslenska krónan getur aldrei verið orsök erfiðleika í viðskiptum við aðra, vegna þess að hún er einungis spegill þeirra afla sem keyra áfram viðskiptalífið hjá okkur. Raunar speglar hún líka hvernig stjórnvöldum tekst að halda viðskiptalífinu innan ramma sem þróar þjóðfélagið áfram, við hlið annara þjóða sem við þurfum að hafa viðskipti við. Takist stjórnvöldum ekki að hafa hemil á viðskiptalífinu, þannig að það yfirspili ekki starfsemina atvinnu til tekjuöflunar þjóðfélagsins, verður til ástand þar sem krónan tekur verðbreytingum gagnvart myntum annarra landa, sem betur hafa hemil á viðskipta-, tekjuöflunar- og atvinnulífi sínu.
Áberandi er hve lítið er fjallað um þessa grundvallarþætti efnahagslífs okkar, við þær aðstæður sem nú eru uppi. Getur verið að við höfum einungis á að skipa "fleytandi kerlingum", en skorti grunnþekkinguna sem býr til raunverulegan vöxt þjóðfélagsins?
Það er hættulegur misskilningur ef forystumenn lánastofnana halda að frumkvæðið að lækkun stýrivaxta eigi að koma frá Seðlabankanum. Frumkvæðið og forsendur lækkunar eiga að verða til í lánastofnunum sjálfum. Þar getum við sagt að mikilvægast sé að lánastofnanir sýni fram á að þær dragi VERULEGA úr lánveitingum til einkaneyslu, en leggi þess í stað fjármunina í að byggja upp gjaldeyristekjuskapandi starfsemi, sem geri þjóðlífinu kleift að standa undir þeirri útþenslu sem þegar er orðin staðreynd. Gerist það ekki, verður óhjákvæmilega um verulegan samdrátt að ræða, því nú er ekki lengur hægt að taka lán fyrri veislunni. Peningarnir eru búnir.
Þeir sem telja að Seðlabankinn eigi að ganga á undan lánastofnunum í lækkun vaxta, upplýsa fyrst og fremst um vanþekkingu sína á viðfangsefninu sem til úrlausnar er.
Vandi hve illa gengur að laða að erlenda fjárfesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Nú er ég búin að eyða miklum tíma í það að þýða margt af blogginu þínu yfir á sænsku. Er bara svo lengi að skrifa að það tekur langan tíma. Hörður Bergmann sagði í fyrra í bók sinni "Að vera eða sýnast" um hvernig þetta myndi fara allt saman. Ég er jafnsammála þér og þeim höfundi. þÚ GÆTIR SKRIFAÐ BÓK!.. Guðbjörn. Það er ekki á hverju strái sem maður fær skilning á þessum hörmungum sem búið er að plata Íslendinga útí, sem er skrifað eins skýrt og á máli sem meðalmaður ætti að skilja. En leiðréttu mig ef ég spyr af hreinni fávisku? Eru íslendingar svona hræddir við þessa valdamenn sem eiga sök á þessu að þeir ættu að kallast skræfur? Láta leiða sig til fjárhagslegrar slátrunar án þess að mögla? Það er ekkert farið oní bæ með fjöldamótmæli eða neitt svoleiðis. Erum við virkilega svona sofandi..
Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 14:52
Eða er ég dónalegur öfgamaður?
Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 14:53
Þetta með reglur seðlabanka t.d. vissi ég ekki fyrr en ég las þetta hjá þér og tékkaði á þeim á netinu. Þetta er ALLT þar! Hvað er að fólki almennt? Alla vegana verð ég að semja um mína vexti eða selja allt til að borga þessar litlu skuldir sem ég er með...
Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 14:57
Sæll Óskar! Það gleður mig að þú skulir ná einhverju út úr þessu sem ég er að skrifa. Íslenska þjóðin er svolítið illa farin í fíkniþætti græðginnar og líkt og með Alkann, eru það ekki þeir sem eru vandamálið. það eru einhverjir aðrir sem skapa það.
Í raunveruleikanum er það hins vegar svo að hvergi í uppvexti íslendinga, hvorki á heimilum eða í skólakerfinu, er fjallað um gildi þess að fara vel með verðæti eða nauðsyn þess að afla fjármuna til greiðslu framfærslu. Hér á landi er börnum og unglingum haldið utan við umræðu um möguleika lífsafkomunnar, en þeim réttir peningar til að kaupa flest sem þá langar í, óháð því hvort tekjumyndun heimilis þeirra dugar fyrir útgjöldunum.
Hér áður fyrr höfðum við "vesturlandabúar" sterkar skoðanir á þeim hryllingi sem Rússar gerðu, með því sem kallað var að "heilaþvo" andstæðinga kerfisins. Þeir voru látnir vera undir stöðugu áreiti meginhluta sólahringsins. Að fáeinum mánuðum liðnum voru þeir farnir að bergmála það sem verið var að áreita þá með. Íslenska þjóðin er búin að vera í heilaþvotti (lífa í mikilli streitu) í u. þ. b. þrjá áratugi og virðist því vera orðin ófær um alla djúphugsun, en bergmálar umhugsunarlítið það sem fjölmiðlar innræta henni hverju sinni. Við erum því í mjög alvarlegum málum hér á skerinu, því stöðugt fækkar þeim, vegna aldurs, sem hafa geta haldið sig utan við hringavitleysuna.
Nei Óskar, það er ekki merkjanlegur í þér öfgamaður; einungis hugsandi maður sem enn hefur hæfileika til að skoða umhverfið frá sjálfstæðum sjónarhóli.
Guðbjörn Jónsson, 1.3.2008 kl. 17:15
Takk fyrir hólið Guðbjörn! það er lesturinn og samlíkinn um þjóðarlíkamann sem fær mig til að hugsa hvort hagfræðinn og viðskiptaséníinn séu fullir eða á kóki. Munstrið bendir sterkt til þess. Kom til Íslands fyrir tveimur og hálfu ári og alltaf fundist eins og að hafa lent á geðdeild með engu starfsfólki. Verð að komast til meginlandssins áður en ég fæ sjálfur þennann "heilavírus" sem heldur fólki í "kóma" og sættir sig við þrælahald þar sem fólk er rekið áfram með svipu sem kallast bankavextir...
Óskar Arnórsson, 1.3.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.