3.3.2008 | 22:58
Hvað veldur því að fagmenn tala eins og kjánar ???
Það liggur við að maður fyllist örvæntingu þegar maður heyrir hvern "sérfræðinginn" á fætur öðrum tala á opinberum vettvangi eins og um óvita væri að ræða. Ég veit að það er ekki nóg að segja svona lagað, maður verður að renna styrkari stoðum undir svona gagnrýni svo almenningur geti betur áttað sig á um hvað málið snýst. Þess vegna ætla ég að taka hér dæmi úr fréttum RÚV sunnudaginn 2. mars s. l. þar sem vitnað er í Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings og Gylfa Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.
Í hádegisfréttum RÚV þennan sunnudag, mun hafa verið vitnað í ummæli Sigurðar á málþingi BSRB, föstudeginum áður, varðandi vandamál íslensks fjármálamarkaðar, að hafa ekki náð hingað erlendum langtímafjárfestum. Haft er eftir honum að ein ástæðan væri líklega sú að Seðlabankinn hefði markaðssett krónuna sem hávaxtamynnt.
Hafi Sigurður sagt þetta, er einungis tvennt í stöðunni. Annað hvort var hann að skrökva af ásetnigi, í því augnamiði að færa fullkomlega óverðskuldaða sök á Seðlabankann, á afleiðingum óvitaskapar lánastofnana. Eða, hinn möguleikinn, að þekking hans á áhrifum tölvuleikja hans og annarra í fjármálaheiminum á þjóðarheildina eru ekki meiri en þetta. Sem beinlínis ætti að vera áskorun til hans að draga sig í hlé.
Seðlabankinn markaðssetur ekki krónuna. Það gera lánastofnanir. Hér á þessari síðu hefur verið gerð ítarleg grein fyrir áhrifaleysi Seðlabanka á vaxtastigið á viðskiptamarkaði. Hann getur einungis reynt að hamla ofþennslu útlána með hækkun stýrivaxta. Í heilbrigðu fjármálaumhverfi eiga stýrivextir ekki að stýra vaxtastigi í landinu. Heimildir Seðlabanka til að lána til lánastofnana eru í eðli sínu neyðarlán, sem lánastofnanir eiga ekki að grípa til nema einhver ófyrirséð áföll verði í reglubundnu streymi fjármuna hjá þeim. Vel rekin lánastofnun skuldar Seðlabanka ekki neitt.
Þegar lánastofnanir verða tregar til að hægja á útlánum og fara að settum markmiðum stjórnvalda um veltu þjóðarbúsins og þenslu í viðskiptalífinu, er eina úrræði Seðlabanka að hækka stýrivexti sína í þeirri von að lánastofnanir dragi frekar úr útlánum en taka þessi dýru lán Seðlabankans til að bjarga sér. Fram hjá þessu hafa stjórnendur lánastofnana komist upp með því að hækka vexti til viðskiptamanna sinna upp að sömu hæð og og hærra en Seðlabanki hefur strýrivexti sína. Þannig verða lánastofnunanir ekki fyrir neinu tjóni vegna lántöku hjá Seðlabanka, þó þeir tefli á tæpasta vað í útlánaþennslu.
Sigurður mun hafa sagt að þegar Seðlabanki lækki stýrivexti sína, sé hætta á að mikið af krónubréfum verði seld. Gylfi Magnússon tekur undir þessi sjónarmið. Höfuðástæða þess að erlent fjármagn streymi til landsins er sögð vera sú að fjárfestar séu að nýta sér vaxtamuninn milli Íslands og annarra ríkja.
Nokkuð er þetta undarlegur fréttaflutningnur. Ég hef að vísu ekki séð vaxtaákvæði þessara skuldabréfa en ég tel afar ólíklegt að vaxtastig þeirra eigi að ráðast af stýrivöxtum Seðlabanka Íslands. Áreiðanlega er kveðið á um vaxtastig þessara bréfa frá útgáfudegi til gjalddaga í skuldabréfunum sjálfum og ef vextir eru breytilegir innan samningstímans hlýtur viðmið að vera annað en stýrivextir Seðlabanka. Gæti t. d. verið meðalvextir viðskiptabankanna. Hvað sölu þessara skuldabréfa áhrærir, er það í raun alveg óviðkomandi okkur, vegna þess að við greiðum bara upphæð skuldabréfanna á gjalddaga, óháð því hver á bréfin á þeim tíma.
Í fréttinni segir að krónubréfin séu skuldabréf sem erlendir bankar gefi út í íslenskum krónum. Þá segir, að ef stýrivaxtamunur milli Íslands og annarra ríkja minnki, sé hætta á að gengi krónunnar lækki.
Í fyrsta lagi ræðst gengi krónunnar ekki af stýrivaxtamun milli Seðlabanka neinna landa. Gengið ræðst fyrst og fremst af eftirspurn á viðskiptamarkaði en er ekki ákvarðað af Seðlabönkum ríkjanna. Óttalegt rugl.
Þá segir í frétt RÚV að stýrivöxtum sé beinlínis ætlað að berjast gegn verðbólgu. Þetta er líka óttalegt rugl, eingöngu ætlað til að leiða athyglina frá raunveruleikanum. Stýsivextir berjast aldrei gegn neinu öðru en ofþennslu útlána hjá lánastofnunum. Það er hins vegar sú ofþennslu útlána lánastofnana sem er oft eldsneyti verðbólgunnar, þó aðrir þættir geti að sjálfsögðu einnig verið þar áhrifavaldar.
Þá segir í fréttinni að greiningardeild Glitnis telji útistandandi krónubréf nema tæpum 400 milljörðum króna. Þetta virðist ekkert sérstakt áhyggjuefni þeirra fagmanna sem rætt er við um þessar fréttir. Gylfi segir að vísu að þetta sé einungis lítill hluti þess erlenda fjármagns sem streymi til landsins. Einhver myndi nú segja: Er ekki í lagi með þessa menn?
Lánin sem tekin eru með svokölluðum krónubréfum, eru það sem á rekstrarmáli eru nefnd skammtímalán. Svo er einnig um mikinn hluta annarra erlendra lána sem lánastofnanirnar fjármagna sig með. Þegar rætt er um rekstur, er vengjulega sagt að reksturinn sé taktíst gjaldþrota ef skammtímalán eru orðin hærri en heildartekjur ársins. Heildar gjaldeyristekjur okkar af útflutningi hafa verið á bilinu 400 - 500 milljarðar. Einungis lítill hluti af erlendum skammtímalánum er sagður vera um 400 milljarðar. Það er u. þ. b. 80 - 90% af gjaldeyristekjum okkar. Ef öllum hinum skammtímalánunum er síðan bætt við, gætum við verið að tala um skammtímalán uppá 5 - 7 ára gjaldeyristekjur þjóðarinnar.
Erum við enn viss um að Sjálfstæðisflokkurinn haf stýrt fjármálum þjóðarinnar heillavænlega á undanförnum áratugum ????????.
Í lokin skal hér vitnað í það sem haft er eftir Gylfi Magnússyni í þessum fréttum RÚV. - Gylfi segir að Íslendingar myndu standa frammi fyrir alvarlegum vanda ef erlent fé hætti að streyma til landsins, því undanfarin ár hafi hagkerfið verið fjármagnað með erlendum lánum.
Skiljið þið hvað hann er að segja þarna? Hann er að segja að það sem stjórnvöld hafa kallað GÓÐÆRI og sumir nefnt VEISLUNA, hafi ekki verið fjármagnað af tekjum okkar. Nei svo var aldeilis ekki. VEISLAN var fjármögnuð með erlendum lánum og nú erum við háð því að geta fengið önnur erlend skammtímalán til að framlengja skuldasúpunni, því tekjur okkar duga hvergi nærri til greiðslu þessara skulda, samanber það sem ég sagði hér á undan.
Er ekki dásamlegt að hafa svona góða fagmenn til að stjórna fjármálum þjóðarinnar ??????
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ég veit ekki af hverju mér dettur í hug stór sprauta af Clorpromasini í rassgatið á þessum fjármálaséníum. Þeir eru ver á sig komnir en ég hélt..
Óskar Arnórsson, 3.3.2008 kl. 23:04
Ég finn sterka lykt af banönum en þú?
Rúnar Karvel Guðmundsson, 4.3.2008 kl. 00:14
Það að "stýrivaxtamunurinn" milli Íslands og annarra landa skuli vera svona mikill, er það bara ekki staðfesting á að efnahagsstjórninni á Íslandi sé áfátt og við ráðum ekki við að halda uppi "sjálfstæðri" peningastefnu og gjaldmiðill okkar er ekki nógu og sterkur til að vera sjálfstæður?
Jóhann Elíasson, 4.3.2008 kl. 09:19
Að stýrivextir skuli vera þetta mikið hæri hjá okkur en öðrum þjóðum, segir okkur fyrst og fremst að stjórnendur lánastofnana hér eru í mun meiri uppreisn gegn stefnu stjórnvalda í peningamálum, en raunin er í flestum öðrum löndum. Stýrivextir hækka ekki nema því aðeins að stjórnendur lánastofnana fari ekki að tilmælum stjórnvalda og alþjóðastofnana, eins og Alþjóðabankans og Alþjóða gjaleyrissjóðsins, um að draga úr útlánaþennslu. Fólk þarf að skilja þetta og setja pressuna á stjórnendur lánastofnana um breytingar og lækkun vaxta, ef við eigum að eiga von um leiðina út úr vitleysunni.
Guðbjörn Jónsson, 4.3.2008 kl. 11:13
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.3.2008 kl. 14:04
Siggi þórðar verður í útvarpinu kl.07.30 í fyrramálið..út af skoðannakönnunn sinni á öryggisráði..
Óskar Arnórsson, 4.3.2008 kl. 16:51
Ég hef nú ekki alveg svör við spurningu þinni "Hvað veldur því að fagmenn tala eins og kjánar?" En ég er með kenningar: Kannski eru þeir kjánar, eða þá að þeir "þora" ekki að ekki að hreifa andmælum við vitleysunni því þá eru störfin þeirra í hættu.
Jóhann Elíasson, 5.3.2008 kl. 09:19
Guðbjörn! Ég er farinn að bíða eftir bók frá þér. Þú ert sá skarpasti í þessum málum sem ég hef fundið hingað til í þessu landi. Það vantar fólk eins og þig í stórnmál á Íslandi. Það er engin spurning í mínum huga..Vona að þú gefir kost á þér einhverstaðar..sama hvaða flokk þú myndir fara í, ég myndi kjósa þig! Í alvöru..
Óskar Arnórsson, 5.3.2008 kl. 11:27
Já Jóhann, þín kenning er ekki lakari en hver önnur. Ýmsir leggja mikið á sig til að halda starfi sínu. Ganga jafnvel svo langt að koma í veg fyrir að vitleysan uppgötvist, svo hægt sé að gera störfin skemmtileg.
Óskar! Ég veit satt að segja ekki hvort nokkur fengist til að gefa út bók sem segði allan sannleikann um þjóðfélagið okkar. Svo er líka hitt. Það er ekki víst að fólk væri tilbúið til að horfast í augu við raunveruleikann. Það getur verið sumum ótrúlega sárt að uppgötva hvernig þeir létu plata sig og beinlínis hneppa sig í fjötra skoðanakúgunar og skuldasúpu. Heldur þú t. d. að það yrðu margir sem tryðu því ef sagt væri að í marga áratugi hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt að hann hefði þekkingu á fjárhagslegum heildarhagsmunum þjóðarinnar? Slíku er einungis hvíslað í hópi fagmanna sem eru alveg vissir um að verða aldrei í þörf fyrir ráðningu í neitt starf hjá því opinbera eða á vinnumarkaðnum. Til þess að verða vinsæll starfsmaður á Íslandi þarf maður að kunna að þeygja á réttum stöðu og vita hvað maður má ekki muna, af því sem maður sér.
Við sjáum til hvernig málin þróast en ég tel ólíklegt að núverandi stjórnmálaflokkar muni vilja mig í framboð..
Guðbjörn Jónsson, 5.3.2008 kl. 17:04
Guðbjörn! Ég er ekki einn af þeim sem þeigi til að mínir hagsmunir nái fram að ganga. Sem dæmi: Mafía á Sikiley var stofnuð upprunalega sem vörn bænda gegn yfirgangi stjórnvalda. En þegar "hugsjónamenn" mafínunnar sem mig minnir að þýði á ítölsku "vinur vina sinna" létu völd sín í hendur yngra fólki, urðu þeir sem tóku við, gráðugir í peninga og komu óorði á hina einu sönnu upprunalegu mafíu. Nú eru allir búnir að gleyma þessu og Mafía er tengd glæpsamlegum athæfum. Orðspor hinnar upprunalegu mafíu er ónítt. Sorglegt en satt..
Óskar Arnórsson, 5.3.2008 kl. 17:49
Ég hef verið í verkefnum við að stoppa einelti á vinnustöðvum. Ég hef átt í átökum við menn sem voru óhæfir í stórfyrirtækjum, meðferðarhemilum og skólum í Svíþjóð. Ég varð fyrir mikilli krítik hversu hart ég tók á þeim málum og óvægilega. En stór hópur varð mér æfinlega þakklátur fyrir þetta. Ég skil alveg hvað þú ert að fara. Bókin "Að vera eða sýnast" eftir Hörð Bergmann sem kom út í fyrra og segir sannleikan um fjármál Íslendinga á óvægin hátt, sýnir bara "strútinn með höfuðið í sandinum" fólkið sem er hrætt við sannleikan sem þú Guðbjörn rekur upp hér á meistaralegan hátt. Ég er vanur að stja upp stálhanskanna í mínum verkefnum, en að sjálfsögðu geta komið eftirköst og þeim er ég vanur. Fólk les það sem þú skrifar. Fólk er bara hrætt. Ef troðið er á mér árum saman og ég geri ekkert í því, er ég að samþykkja meðferðina á mér með þögninni. Ég er ekki í þeim flokki og mun aldrei verða.
Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 00:54
Sæll Óskar! Ég skil vel að þú hafir orðið fyrir óþægilegu áreiti fyrir að ganga hart fram gegn þeim sem vildu sniðganga réttlæti og virðingu gegn öðrum. Ég fékk góðan skammt af slíku sjálfur, á þeim árum sem annaðist endurskipulagningu og ráðgjöf fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum. Að beiðni nokkurra þingmanna fór ég í slíkt skömmu eftir að ég hætti í hagdeild banka. Bankamönnum fannst ég æði oft óvæginn og harður í þeirra garð og létu mig æði oft finna fyrir því að þeim finndist ég eins og skemmda eplið í tunnunni. Á þeim tíma háði ég líka harða orrustu við lögmenn og fógetaembætti, vegna óheiðarlegrar framkomu þessara aðila í garð fólks sem átti í erfiðleikum. Ég veit því ágætlega hvernig það er að vera staddur utan við rauða dregilinn og sviðsljós vinsældanna, því réttlæti í garð minni máttar hefur yfirleitt ekki verið ofarlega á vinsældalistum.
Guðbjörn Jónsson, 6.3.2008 kl. 14:01
Takk fyrir þessi orð! Mig vantar ráðgjafa í fjármálum mínum. Hef bara ekki efni í agnablikinu til að greiða fyrir svoleiðis ráðgjöf sem aldrei hefur verið eins brýn í mínu lífi eins og einmitt nú..
Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.