Kom borgaryfirvöldum það nokkuð við þó framkvæmdin yrði dýrari ???

Varla eru forystumenn íþróttahreyfingarinnar það illa upplýstir um fjárveitingar opinberra aðila, að þeir standi fyrir kostnaði sem þeir hafi ekki tryggt fjármagn til. Það er einkennilega utanveltu menn sem framkvæma fyrst og ætla svo opinberum aðilum að borga. Rétta leiðin er sú að afla fyrst formlegrar staðfestingar á að fjárveiting sé fyrir hendi, síðan að fara í framkvæmdir.

Hafi íþróttahreyfingin látið framkvæma meira en kostnaður borgarinnar og annarra fjármögnunaraðila dekkaði, gera þeir það að sjálfsögðu á eigin ábyrgð eða hafa loforð um fjármagn annars staðar frá.

Hafi íþróttahreyfingin ekki heldur formlega samþykkt þennan aukna kostnað, virðist allt benda til þess að sá einstaklingur sem tók ákvörðun um að halda framkvæmdum áfram, þrátt fyrir að fjárveitingar væru uppurnar, beri alla ábyrgð á þessum kostnaði.                   


mbl.is Vissu um framúrkeyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg klár á því að vissir forystumenn í íþróttahreyfingunni eigi við þennan höfuðverk að etja en þú mátt ekki gleyma því að íþróttahreyfingin er ekki rekin með hagnaðarsjónarmið að leiðarleiðjósi ekki frekar en dagvistun fyrir unga sem aldna. Það er kannski áfellsidómur í þessu máli er að allt var upp á borðinu og KSÍ eins og segir í viðtölum gerði samning við Reykjavíkurborg og ríkið en í þeim samningi kvað á um skyldur og ábyrgð hvers aðila. Þegar að byggingaferlið var vel á stað komið þá komu í ljós frávik, eins og t.d. vallarbyggingin sjálf þ.e. stúkan var mikið verr farin heldur en þegar af stað var farið. Reykjavíkurborg er eigandi mannvirkisins en KSÍ rekur væntanlega mannvirkið fyrir borgina og ber að sjá til þess að það sé í lagi. Því er borgin með allt niður um sig  í þessu máli og þá sýnist mér Dagur sem sumir nefna Dagur og Nótt vegna slæglegra framgöngu í málinu hafi ekki staðið undir skyldum sínum. Eing og þú segir réttilega þá getur engninn sent reikninga á skattborgarana nema fyrir því séu gildar ástæður eins og kom fram í fréttinni virðist vera þar sem að samningur um aukaverkin var til staðar við borgina. Þetta minnir nokkuð á framgöngu borgarinnar við endurbyggingu Laugardalssundlaugarinnar. Ég held samt að í dag sé aðstaðan mjög boðleg og í raun smápengingur þegar að menn reikna út efnahagslegan ávinning borgarinnar þar sem að þúsudir íslendga og útlendinga sækja viðburði heim á þennan leikvang. Ergó það kemur borgaryfirböldum en það er náttúrulega mönnum til minnunar eins og Degi að sverja sig frá því að vera pólitískur fulltrúi. Hann hefði átt að ganga fram stoltur og segja að hann hefði verið að hjálpa íslenskum íþróttum en í staðinn hefur hann skotið sig fótinn.

Guðmundur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Guðmundur!  Ég held að þú hafir ekki alveg skilið hvað ég var að segja. Fyrir um 30 árum hafði ég umsjón með byggingu húsa fyrir opinbera aðila. Allar breytingar á kostnaðarþáttum VARÐ að ræða áður en til kostnaðarins var stofnað og ekki heimilt að semja við verktaka eða aðra framkvæmdaaðila fyrr en staðfest ahfði verið FORMLEGA með bréfi, að fjárveiting vegna þessara breytigna væri samþykkt og tilbúin til afgreiðslu. Þess vegna segi ég, að fyrst einhver tók ákvörðun um að fara í framkvæmdir sem voru meiri en verkáætlun gerði ráð fyrir, án þess að hafa staðfesta samþykkt verkkaupa fyrir viðbótarkostnaðinum, ber sá aðili alla ábyrgð á greiðslu þess kostnaðar. Verkkaupin ber engan kostnað fyrr en formleg samþykkt liggur fyrir; t. d. með staðfestri bókun í fundargerð R-borgar

Guðbjörn Jónsson, 5.3.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband