Hvað segja barnalögin ??

Ég hélt að í barnalögum stæði að börn ættu rétt á að þekkja báða foreldra sína. Ef einhleyp kona fer í tæknifrjógun, og sæðisgjafi ekki skráður eða þekktur, hver tryggir þá því barni að það fái að þekkja föður sinn.

Eru ekki einhverjir að gleyma einhverjum mikilvægum gildum og fórna miklum hagsmunum fyrir afar litla.         


mbl.is Einhleypar konur í tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fínt. Nú minnkar kannski hópurinn sem vísvitandi lætur barna sig án samþykkis karlsins og dregur hann þannig nauðugan viljugan inn í aðstæður sem hann hefði ekki kosið. Þær geta eftir sem áður fengið meðlag frá ríkinu en þó ekki margfallt eins og gengur og gerist með hina sæðisgjafana.

Borat (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:49

2 identicon

Það þarf þá væntanlega að breyta barnalögum.

Linda (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef sæðisgjafi er ekki skráður þá þekkir barnið ekki föður sinn hvort, sem móðirinn var einhleyp eða ekki þegar hún fór í tæknifrjófgun. Það er því engum hagsmunum barnsins fórnað hvað þetta varðar umfram það, sem er í núverandi lögum.

Sigurður M Grétarsson, 12.3.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Ég verð nú að segja að þetta er nú frekar klaufalegt hjá þér.  það er fullt af pörum sem verða að fá sæði frá öðrum körlum eða egg frá öðrum konum. 

Eiga þau börn þá rétt á því að þekkja þá foreldra líka samkvæmt þessu????

Ég held að liggi einhverjar aðrar hvatir að baki þessu hjá þér, veit ekki hverjar mér er ...... nokk sama. 

Kannski eru SUMIR karlar orðnir hræddir við að vera orðnir ómissandi í þessu ferli??  Hver veit...

Lilja Kjerúlf, 12.3.2008 kl. 19:50

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Linda! Af þínu svari má ráða að réttur barnsins eigi að víkja fyrir rétti þínum. Þá vitum við það. Takk fyrir.

Sigurður!  Það er ævinlega viss áhætta tekin með því að geta barn með óþekktu sæði. Par sem tekur slíka áhættu hefur þó yfir því úrræði að ráða, sem gefur þeim tækifæri til að uppfylla skyldur barnalaga, þó ekki sé þar um blóðföður að ræða. Fósturfaðir getur orðið barni jafngildur í föðurhlutverki, sé eðli hans og skaplindi til þess fallið að verða faðir.

Lilja mín!  Það er gullin regla að spyrja áður en skotið er, hvort nauðsyn sé að ætla mönnum illt. Ég er sjálfur fóstursonur manns sem átti engin börn. Sá maður hafði yndislega hæfileika til að vera traustur og uppbyggjandi faðir og veitti mér bæði skjól og styrk. Sjálfur er ég 66 ára, á engin börn, en á einn ágætlega heppnaðan fósturson.  Kæra Lilja! Þó ég hafa aldrei séð þig, veit ég nú þegar það mikið um innri gerð hugsunar þinnar að ég veit að þú þarft að breyta henni verulega, ætlir þú að öðlast trausta og langlífa hamingju.  Guð blessi þig. 

Guðbjörn Jónsson, 12.3.2008 kl. 20:40

6 identicon

Hjón og sambúðarfólk geta nú þegar farið í tæknifrjóvgun með gjafasæði. Þau börn þekkja ekki líffræðilegan föður sinn og ekki þurfti breytingu á barnalögum til að heimila þetta á sínum tíma.

 Það er enginn munur á því gagnvart barninu hvort að móðirin sé einhleyp eða í sambúð með öðrum, þegar hún fer í tæknifrjóvgun með gjafasæði. Barnið þekkir ekki hinn líffræðilega föður í báðum tilfellum. Af hverju mótmælti enginn tæknifrjóvgun fyrir pör með gjafasæði?

BB (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:57

7 Smámynd: Lilja Kjerúlf

 Þú segir: 

"Eru ekki einhverjir að gleyma einhverjum mikilvægum gildum og fórna miklum hagsmunum fyrir afar litla. "  

Hvaða litlu hagsmunir eru það sem um ræðir hér?

Mér fannst þetta áhugavert og ákvað því að skjóta aðeins á þig.     Ég er afskaplega vel innrætt og því finnst mér það ansi hart að telja það litla hagsmuni fyrir góða konu að geta með þessari leið eignast barn. Ef af einhverjum ástæðum hún hefur ekki fundið rétta manninn eða getur ekki hugsað sér að eignast mann. 

 Ef þú dæmir mig af þessu eina innleggi mínu í þessari umræðu, þá tel ég að þú ættir að kíkja á þinn eigin innri mann.  Það þarf nú eitthvað meira til að dæma um slíkt. 

Ég gæti alveg eins dæmt þig fyrir þitt innlegg eins og þú mig.

Því miður geta karlmenn ekki gert eins og konur, gengið með börn.  það eru margir góðir menn sem ættu það sannarlega skilið að eiga barn ef ekki nokkur.  

Guð blessi þig líka.....

Lilja Kjerúlf, 12.3.2008 kl. 21:00

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Kæra Lilja! Það er athyglisvert hve það má finna mikla reiði út úr orðavali þínu. Ég veit ekki til að ég hafi gefið neina ástæðu til slíks. Ég vogaði mér einungis að benda á þátt í lögum okkar sem lítur að velferð barna. Sé það svo andsnúið þínum hagsmunum er alveg sjálfsagt að virða það, en hinn lagalegi réttur barna breytist ekki fyrir það.

Þjóðfélag okkar byggir á þeirri grundvallarreglu að það séu karl og kona sem beri sameiginlega ábyrgð á tilurð og velferðar þeirra barna sem til verða. Þó pör eða hjón slíti samvistum, geta þau ekki slitið foreldrahlutverki. Andleg, heilbrigðisleg, veraldleg og fjárhagsleg velferð barnsins hvílir á þessum tveimur einstaklingum. Gagnvart þeim ábyrgðarþáttum er enginn uppsagnarréttur.

Í innslagi þínu segir þú: - mér það ansi hart að telja það litla hagsmuni fyrir góða konu að geta með þessari leið eignast barn. Ef af einhverjum ástæðum hún hefur ekki fundið rétta manninn eða getur ekki hugsað sér að eignast mann.

Ef kona getur ekki hugsað sér að eignast mann, er hún einfaldlega ekki af náttúrunnar hendi tilbúin til að verða móðir. Hreiðurtilfinningin kallar á maka og það er hreiðurtilfinningin sem er undanfari móðurtilfinningarinnar. Svo set ég ævinlega 2 - 3 spurningamerki við sögnina að eignast barn. Við eignumst leikföng og ýmsa hluti, en við göngum inn í foreldrahlutverkið að gera farsælan einstakling úr lífveru sem okkur er trúað fyrir. Við eigum ekki barnið, en við berum fulla ábyrgð á velferð þess og uppvexti. Þá ábyrgð bera foreldrarnir sameiginlega. Í því ljósi væri rétt að spyrja þig hver eigi að bera ábyrgð á forsjá barns sem getið er hjá einstæðri konu, með tæknifrjógun ?

Guðbjörn Jónsson, 12.3.2008 kl. 21:36

9 identicon

Ef kona getur ekki hugsað sér að eignast mann, er hún einfaldlega ekki af náttúrunnar hendi tilbúin til að verða móðir.

Neeeei, nú fórstu algjörlega með það. Ég sé ekki hvernig maður á að geta tekið nokkuð alvarlega sem þú segir eftir þetta.

Aldís (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:42

10 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Aldís!  Ekki bjó ég náttúruna til eða stýri þeirri hormónastarfsemi sem skapar þrár okkar. Svo skal ég trúa þér fyrir því, að mér líður nákvæmlega jafn vel þó þú trúir engu sem ég segi; enda hef ég aldrei vænst þess að þú tryðir á mig.

Guðbjörn Jónsson, 12.3.2008 kl. 21:51

11 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Mér virðist þeim börnum farnast best sem eiga báða foreldrana að. Það er mýta að allt gangi svo stórkostlega vel hjá einstæðu foreldri. Ég rekst á það vikulega í mínum störfum að líf einstæðs foreldris er oft hryllilegt basl, krakkarnir eru einstæðingar og eru í umsjón annarra alla daga og það er í raun alger ólukka að eiga aðeins eitt foreldri að. Ég sem faðir og læknir held því fram að æskileg sé að fólk standi saman um barnseignir og barnauppeldi og taki það alvarlega. Mér finnst einnig að ríkið (og reyndar kirkjan líka) eigi eftir föngum að gera það sem hægt er til að börn verði til innan ástríkrar fjölskyldu sem stendur saman.  En hér er Guðlaugur að styðja þá kynjasundrungu sem virðist hafa náð tökum á þjóðinni. Ef mönnum finnst þetta gamaldags sem ég segi þá er mér sama um það. það þarf að vernda börnin gegn skefjalausri einstaklingshyggju sem ríður húsum alls staðar og í öllu og kominn tími til. Fjölskyldumenn og barnsfeður hljóta að mótmæla þessu.

Guðmundur Pálsson, 12.3.2008 kl. 23:22

12 Smámynd: Lilja Kjerúlf

kæri Guðbjörn hvernig í ósköpunum færðu það út að ég sé reið, ég sem er skælbrosandi að skrifa þessi innlegg. Ég hugsa að það hvaða röddu maður ljáir fólki þegar maður les innleggin hafi eitthvað með það að gera.  Kannski ég þurfi að mýkja orðalag mitt.... og hafa broskarla með svo þú getir betur sett þig inní minn huga.

Þú misstígur þig enn og aftur með að segja akkúrat þetta:

Ef kona getur ekki hugsað sér að eignast mann, er hún einfaldlega ekki af náttúrunnar hendi tilbúin til að verða móðir.

Ég hugsa að það geti verið ýmsar ástæður fyrir því að sumar konur geti ekki hugsað sér að eignast mann ( get ég eignast mann eins og hluti en ekki barn???? ég hef verið í sambandi en ég tel mig ekki hafa átt  þann einstakling).

svo kemur þessi snilldarsetning

Hreiðurtilfinningin kallar á maka og það er hreiðurtilfinningin sem er undanfari móðurtilfinningarinnar.

Hvaðan kemur þessi viska  hvort kemur á undan hænan eða eggið?  Það mætti halda að þú værir búin að gera rannsókn á tilfinningum kvenna, ert með þetta allt á hreinu býst ég við. 

Og svo ég svari spurningu þinni ......Í því ljósi væri rétt að spyrja þig hver eigi að bera ábyrgð á forsjá barns sem getið er hjá einstæðri konu, með tæknifrjógun ? 

Hver eða hverjir? Hver gerir ráð fyrir að það sé einn aðili og það er því þessi einstaka kona sem vill fyrir alla muni geta eignast barn, þrátt fyrir hindranir.  Það að geta "fengið barn að láni"  og skila heilbrigðum og góðum einstakling út í samfélagið eru forréttindi. 

  Það eru margir góðir einstaklingar aldir upp einungis hjá móður eða föður, mín góðu systkyni eru alin upp hjá einstæðum föður. Ekki eru þau verra fólk fyrir það að hafa verið alin upp af einum aðila.  Þjóðfélagið í dag er því miður ekki byggt upp með það í huga að fólk sé að ala upp börnin sín eitt, það er alltaf gert ráð fyrir að það séu tveir aðilar eða fleiri. 

Væri ekki fínt að hafa þetta eins og í gamla daga þegar afi og amma bjuggu líka á heimilinu til að sjá um börnin.  Er það ekki fólk sem stendur við bak þeirrar konu sem ákveður að eiga ein barn. Ég held að þau yrðu nú bara glöð að fá loksins barnabarnið sem var þráð svo lengi. ( ja segi bara svona)

Og Guðmundur:

Þetta hefur ekkert heldur með einstaklingshyggju að gera.  Hvað eiga ríki og kirkjan að gera? Banna fólki að eignast börn sem er ekki í hjónabandi?????  Hjónabandi sem er tilbúningur kirkjunnar ( gott að kynna sér þá sögu áður en lengra er haldið strákar).  Í upphafi var hjónabandinu komið á til að eignaréttur karlmannsins á konunni væri skýr. 

Læt þessu lokið hér hef ekkert meira um þetta að segja, leyfi ykkur að dveljast yfir þessu. 

Góðar nætur

Lilja Kjerúlf, 13.3.2008 kl. 00:44

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hér er bara fjör

Kveðja á bubbann

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.3.2008 kl. 01:17

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég kann nú ekki barnalögin í smáatriðum á Íslandi hvernig þau eru í dag. Veit bara að aðalatriðið í þeim eru að hagsmunir barna skulu alltaf sitja í fyrirrúmi og er það númer eitt. Að hafa rétt barna að þekkja foreldra sína er líka mikilvægt. Það hefur verið heit umræða um tæknifrjóvgun um allan heim. Sérstaklega þegar  byrjað var að nota þessa tækni sem ég er mjög hlynntur.  Umræðan í byrjun einkenndist út frá siðfræði aðallega byggðum á trúarlegum rökum. Sú umræða er þögnuð að mestu leyti sem betur fer.

Mér verður hugsað til sæðisgjafa þá sem voru skráðir, mig minnir í einhverju af norðurlöndunum, Svíþjóð minnir mig. Þeir sem gáfu sæði í sæðisbanka,  fengu greitt eitthvað lítilræði fyrir þetta.

Svo kom eitt mál upp, hamingjusamt par sem ekki gat eignast barn og eignuðust barn með hjálp tæknifrjóvgunar. Barnið var bara 3ja eða 4ra ára gamalt þegar upp kom skilnaður. Það kemur oft upp reiði í svoleiðis málum.

Maður konunnar sem fékk barn með hjálp tæknifrjóvgunar neitaði að borga barsmeðlög. Þá fékk konan dómsúrskurð um að fá að vita hver sæðisgjafinn var, sem þá var komin með ófríska kærustu. Sæðisgjafinn var alla vega dæmdur til að greiða barnsmeðlag með þessu barni án þess að fá umgengisrétt yfir barnið sem hann fékk áhuga fyrir í öllu málaþrasinu.

Mér finnst nú það liggja í náttúrunnar eðli að móðirin sé númer eitt fyrir barnið af mörgum ástæðum þó lög þróist allt í meira í jafnrétti í þessum málum. Það er líka sinn siðurinn í hvoru landi. Því hefur verið haldið fram að það geti skaðað barnið að ekki fá að kynnast foreldrum sínum. Samt eru milljónir barna foreldralausir um allan heim sem eru ýmist á stofnunum eða vergangi. Um alla Asíu finnast á hverjum degi börn í körfu fyrir utan buddakalaustur sem móðir eða báðir foreldrar hafa skilið eftir vegna fátæktar.

Það sem ég er að reyna að segja hér að meðan alltaf er verið að leita eftir nýjum leiðum að gera foreldrum kleyft að eignast börn með hjálp betri og fullkomnari tækni, fjölgar börnum um allaan heim sem aldrei munu fá tækifæri að fá tilfinningalega tengingu í annaðhvort móðir, föður eða bæði, og verða að sætta sig við að vera alin upp í hópum. Þetta hópuppeldi í klaustrunum sem ég hef heimsótt mörg, tekst ótrúlega vel með uppeldi barna sem lenda þarna af mörgum ástæðum.

Vesturlensk uppeldissálfræði og áhrif foreldra á börn í æsku, standast hreinlega ekki mörg hver þegar samanburður er gerður á hinum ýmsu löndum. Ef barn fær góða og hlýja umhyggju frá fullorðnum í sínu uppeldi, virðist það ekki skipta alltaf máli hvort blóðtengsl séu fyrir hendi eða ekki.

Það er sorglegt þegar svo mörg börn biðja þess heitt og innilega á hverjum degi að einhverjar góðar manneskjur vilja verða foreldrar þeirra, að fólk sem óska þess jafnheitt á hverjum degi að verða foreldrar, bíði í biðröðum eftir tænifróvgun í stað þess að hjálpa til við að uppfylla óskir þeirra barna sem þegar eru fædd, og bíða og bíða og bíða... 

það er engin öfunsverður að vinna með þessi hagsmunamál barna, hvort sem það er á Íslandi eða annarsstaðar.. Takk fyrir feóðlega umræðu.      

Óskar Arnórsson, 13.3.2008 kl. 11:59

15 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hér að ofan spyr Lilja Kerúlf hvort ríki og kirkja eigi að banna fólki að eiga börn utan hjónabands.

Það er ekki spurningin heldur hvort ríkið eigi að fara út í að  að styðja við bakið á konum sem eru fullfrískar en einstæðar og langar að eignast barn " án karlmanns".

Útvega þeim bæði réttarheimild ( líklega hefur enn einn þrýstihópurinn gert sig heimankominn upp í ráðuneyti ), fé og aðstöðu til að eignast börn á eigin spýtur eins og um einhvern sérstakann "rétt" sé að ræða. Og börnin verða föðurlaus! Ég get ekki að því gert en mér finnst þetta algjör öfugmælavísa.

Guðmundur Pálsson, 13.3.2008 kl. 12:00

16 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég verð að biðja alla afsökunar á að hafa ekki geta fylgt umræðunni eftir, en Parkinson frændi skammtar mér þrekið nokkuð naumt stundum, svo sumir dagar verð ansi hægvirkir hjá mér.

Ég vil þakka öllum sem tekið hafa þátt í þessari umræðu, sem og þeim sem hafa lesið hana. Áform mitt með því að vekja athygli á löggjöfinni um réttarstöðu barna, var hvorki að hvetja til né leggjast gegn tæknifrjógunum, heldur einungis fá smásjónarhorn á það hve bloggheimurinn væri vel vakandi fyrir þeim rétti sem löggjöfin setur til að tryggja börnum aðgengi og umgengni við báða foreldra sína, mynnugur nýlegra frétta af konu sem þráði mjög að finna sinn rétta föður.

Ég vænti þess svo sannarlega að þjóðfélag okkar sé hlutfallslega betur vakandi fyrir réttindum og réttarstöðu barna en fram kom í þessum umræðum. Einungis einn aðili kom með innlegg þar sem hagsmunir barna voru tilteknir og vakin athygli á hve mörg börn skortir sárlega ástúð, kærleika og umhyggju. Aðrir vildu ýmist fá barnalögum breytt svo hægt væri að uppfylla langanir hinna fullorðnu, eða veltu vöngum yfir hugsanlega afbrigðilegum kvötum mínum, og virtust þá gefa sér að ég vildi banna tæknifrjógun einstæðra kvenna.

Enginn nefndi þó þá augljósu annmarka sem því fylgir að einhleyp kona fái tæknifrjógun með sæði óþekkts sæðisgjafa. Á þeim vegi eru ýmsar hindranir sem þarf að yfirstíga. Á þeim 13 árum sem ég annaðist fjármálaráðgjöf fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum, fékk ég innsýn í erfiðleika fjölmargra einstæðra foreldra. Þess vegna veit ég að það er ekkert auðvelt verk einstæðu foreldri, að annast umsjón, uppvöxt og uppeldi barns, jafnvel þó hitt foreldrið sé til staðar og greiði tilskilin meðlög. Vandinn væri sýnu alvarlegri og stærri ef strax við getnað væri ekkert vitað hver faðirinn er og engann stuðning þaðan að fá. Ég gaf þessa stöðu lauslega í ljós, til að vita hvort ekki kæmu einhverjir beint fram með þessa mikilvægu stöðu, en því miður varð það ekki. Fleiri alvarlegir og mikilvægir þættir spila inn í slíka stöðu, sem ekki verða raktir hér.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en ég sit enn uppi með spursmálin sem í upphafinu voru. Auk þess hefur vaknað sú óþægilega spurning, hvort sú sjálfhverfa sem birtist í þessari umræðu, sé að verða þess valdandi að við séum að leysat upp sem þjóðfélag, en verða að sundurleitri hjörð rúmlega 300 þúsund einstaklinga, sem hver hugsar fyrst og fremst um sig.

Ég mun biðja Guð að forða okkur frá því að lýðveldi okkar leysist upp í slíka sundrung. 

Guðbjörn Jónsson, 13.3.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband