19.3.2008 | 12:38
Það vantar æði margt í þessa frétt
Það sem mér finnst athyglisverðast við þessa frétt er það hvað mikið vantar í hana svo hún sé upplýsandi fyrir þá sem lesa hana. Það er ótrúlegt að ekki skuli vera gerð athugasemd við að bera saman sem jafnvígar, ákvarðanir Seðlabanka Bandaríkjanna og Seðlabanka Íslands. En hver gæti munurinn verið?
Seðlabanki Bandaríkjanna þarf að taka mið af því að Bandríkjadollar er heimsviðskiptamynt, sem hefur áhrif langt út fyrir þjóðríki Bandaríkjanna. Margir milliríkjasamningar og viðskiptasamningar fyrirtækja, milli landa, eru skráðir í Bandaríkjadollurum. Þannig hefur dollarinn áhrif á efnahags- og viðskiptalíf um víða veröld. Íslenski Seðlabankinn þarf einungis að taka mið af Íslensku efnahags- og viðskiptalífi, þar sem Íslenska krónan hefur enga fasta stærð í heimsviðskiptunum.
Lækkun Seðlabanka Bandaríkjanna á stýrivöxtum má augljólega rekja til þess sem þekkt er, að um nokkuð langt skeið hefur verið að þrengjast að hjá fjármálastofnunum þar vestra. Og augljóslega margir komnir í erfiða stöðu með lausafé, vegna skorts á nýju lánsfé. Mikið af útlánum þeirra hefur verið með ótrygga endurgreiðslu og þó lánastofnanir þar vestra hafi verið að svindla einhverjum hluta þessara vafasömu lána sinna í skuldabréfapakka sem seldir hafa verið lánastofnunum út um allan heim, sitja þeir áreiðanlega sjálfir uppi með gífurlegar fjárhæðir sem verður að teljast dautt fjármagn. (fjármagn sem skapar engar tekjur og ekki er greiddar afborganir og vextir af).
Við þessar aðstæður er Seðlabanki Bandaríkjanna að fást. Vegna stórkostlega vitlausrar útlánastefnu lánastofnana er búið að ausa meginþorra lausafjár í heiminum í fjáfestingar til að efla og auka þjónustu, sem og í fjölmarga þætti sem ekki skila verðmætaaukningu og auknu fjárstreymi. Þess vegna hefur lausafé gengið til þurðar. Því miður virðast hagfræðingar nútímans gleyma því hvað það tekur langan tíma að búa til raunverulegt lausafé, og fara þess vegna ógætilega með þessa mililvægu auðlind heimsviðskiptanna.
En hvers vegna þarf Seðlabanki Íslands ekki að lækka stýrivexti?
Ástæða þess er sú að allir stóru bankarnir okkar hafa tilkynnt að þeir séu vel staddir með lausafé; voru nýbúnir að endurfjármagna sig áður en niðursveiflan dundi yfir. Þeir eru því vel staddir, fari þeir ekki sjálfir út í foraðið, með því að lána út þetta lausafé í fjárfestingar sem engu fjárstreymi skilar.
Seðlabankinn þarf enn að halda pressu á lánastofnunum að draga saman seglin í útlánum, vegna þess að óvitaskapurinn með útgáfu svonefndra "Jöklabréfa" mun áreiðanlega koma hratt til endurgreiðslu og afar óljóst hvort hinir erlendir fjárfestar, eigendur þessara bréfa, muni hafa áhuga fyrir nýjum lánveitingum hingað í formi nýrra "jöklabréfa". Bankarnir þurfa því að standa klárir að því að greiða nokkur hundruð milljarða úr sínum eignasjóðum, því allt það fé sem kom inn í þjóðlífið með "jöklabréfunum" er þegar fast í steinsteypu, öðrum fjárfestingum sem ekki skila tekjum, eða hefur beinlínis verið eytt í ýmiskonar ónauðsynlega neyslu.
Það er fullkomlega skiljanlegt að Seðlabankinn vilji sjá með áþreifanlegum hætti að stjórnendur lánastofnana séu búnir að átta sig á hinum alvarlegu mistökum sínum á undanförnum árum. Það er afar nauðsynlegt að forstöðumenn stórra lánastofnana í litlu hagkerfi, geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera á eðlilegri hreyfingu ALLS hagkerfisins, og að þeir skilji mismunuinn á að reka burðarása fjármála-, atvinnu-, og viðskiptalífs heillar þjóðar, eða litla sælgætissjoppu sem einungis hugsar um að hagnast sjálf.
Vextir og væntingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 165772
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Athygliverð færsla hjá þér Guðbjörn. Það verða nokkrir gjalddagar á jöklabréfunum (frá tugum og upp í hundruð milljóna) núna í aprí og fram eftir sumri en engir stórir fyrr en í haust. Hvað gerist þá Guðbjörn ef eigendurnir vilja innleysa bréfin? Þessir peningar virðast ekki vera til? Þjóðarbúið skuldar núna 1800 milljarða umfram eignir. Af hverju segja menn að allt sé í himnalagi? Stundum virðast bankarnir ekki hafa nægar tryggingar t.d. töpuðu bankarnir 3 milljörðum sem eigendur Gnúps tóku að láni erlendis með veði í bréfum sem dugðu ekki sem veð.
Sigurður Þórðarson, 19.3.2008 kl. 13:01
Sæll Sigurður! Ef eigendur jöklabréfanna vilja ekki gefa út ný bréf þegar þessi verða á gjalddaga og ekkert erlent lánsfé að fá, verðum við í alvarlegum vanda. Mér er ekki alveg ljóst hversu traustar tryggingar bankarnir eru með gagnvart þessu fjármagni en ég óttast að það eigi meira eftir að koma í ljós af verðmætalausum hlutabréfum. Við verðum samt að halda fast í hinn nánast ósýnilega þráð líftaugar sem gæti bjargað okkur.
Guðbjörn Jónsson, 19.3.2008 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.