Í augnablikinu er gengið "rétt" skráð, en það breytist fljótlega

Mér finnst afar undarlegt að upplifa umræðuna um efnahagsmálin. Það er eins og flestir stjórnendur þjóðfélags og fjármálastofnana séu annað hvort með Alsheimer eða skorti þekkingu til að bregðast við óhófi og rugli undanfarinna áratuga. Getur verið að enginn geti rætt opinberlega þessa stöðu okkar af einhverri skynsemi og varpað fram hugmyndum um leiðir út úr ógöngunum?

Af hverju má ekki tala af hreinskilni og á eðlilegu mannamáli um ástæður þess að gengi krónunnar er stöðugt að veikjast og hefur stöðugt verið að því í meira en hálfa öld?

Af hverju má ekki virkja aflið í fjöldanum, til þess að sameinast um að rífa þjóðina út úr stöðugri skuldasöfnun og algjöru skeytingaleysi fyrir tekjuöflun til framfærslu þjóðarinnar?

Varla eru það þau 70 - 80 prósent þjóðarinnar sem lifa við meðaltekjur eða þar fyrir neðan sem mundu missa spón úr aksi sínum ef sannleikurinn væri hafður uppi á borðinu og á skiljanlegu máli fyrir venjulegt fólk.

Af hverju talar enginn um það að gengi krónunnar fellur þegar eftirspurn eftir henni er meiri en framboðið. Og hvað þýðir það.

Það þýðir að stjórnvöld hafa ekki staðið sig í að gæta jafnvægis þess að notkun gjaldeyris væri ekki meiri en gjaldeyristekjurnar.

Samnefnari þarna á milli er það að heimili eyði ekki hærri fjárhæðum en tekjur þeirra standi undir.

Gefum okkur að þetta heimili taki erlent lán til að kaupa bíl. Lánið er í dollurum  og gengi eins dollar er 62 krrónur. Lánið er 16.129 dollarar, eða nánast ein milljón króna. Bíllinn er bara fjölskyldubíll sem skilar engum tekjum inn á heimilið, aðeins auknum kostnaði.

Nú kemur að því að heimilið þarf að fá dollara til að greiða afborgun af láninu. Þá segir sá sem á dollarana. Ég vil ekki selja þér dollara nema ég fái 67 krónur fyrir dollarinn.  Sá sem hafði sett sig í fjötra og verður að fá dollarana, getur ekki annað en borgað það sem upp er sett.

Ef þetta heimili hefði enga þörf fyrir dollarana, yrði engin gengisfelling á krónunni. 

Af hverju verður þá gengi krónunnar stundum of hátt skráð, eins og það er kallað?

Ástæða þess er sú að gjaldeyrisstreymi inn í hagkerfið er meira en tekjusköpun og meiri en eðlileg starfsemi þarfnast. Þess vegna verður hægt að fá mikið meira af peningum lánað en skapast með tekjuöflun. Og sleppi menn varfærni og fyrirhyggju, má fá lánsfé fyrir nánast hverju sem er.  Slík staða hækkar gengi krónunnar, því frekar en liggja með peningana vila eigendur þeirra láta þá af hendi fyrir lægra gjald, heldur en láta þá liggja og skila engum arði eða tekjum. Slík staða getur skaðað alvarlega tekjugreinar samfélagsins og komið í veg fyri að þær geti blómstrað og aukið tekjur sínar, öllu samfélaginu til heilla.

Þarna er dreginn fram sá óvitaskapur sem stjórnendur lánastofnana hafa stundað undanfarinn áratug eða meira og stjórnendur þjóðfélagsins látið óátalið, nema þeir hafi ekki þekkingu til að skynja nauðsynlega jafnvægisþætti þessara mála.

Af hverju þegja menn? 

Getur það verið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur vegsamað svipaðan óraunveruleika í marga áratugi?                  


mbl.is Segir gengi krónunnar næstum rétt skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Áhugavert og vel skýrt  hjá þér
ég er þeirrar skoðunar og vil fá að sjá í næsta fréttatíma lista með nöfnum þeirra fyrirtækja sem hafa staðið fyrir þessu hruni ég fyrirgæfi erlendum spákaupmönnum það en ekki Íslenskum aðilum í því tilfelli tel ég það algjörlega siðlaust og allt að því refsivert Þetta hrun og læti er bara heimatilbúið til að mynda hagnað það er það versta.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.3.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jón Aðalsteinn!   Ég er alveg hjartanlega sammála þér. Það þarf að opna upp á gátt  umræðu um framgöngu þess fólks sem verið hefur að gera sig gildandi í fjármálaheiminum, með þeim afleiðingum sem nú eru orðnar að staðreyndum.

Guðbjörn Jónsson, 19.3.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband