Hugleiðing um atburði tengda Páskum kristinna manna

Föstudagurinn fyrir Páska hefur afar skýra sérstöðu í hugum Kristins fólks. Flestum er ljóst að þetta er dagurinn sem Jesú var krossfestur. Hins vegar finnst mér fara minna fyrir alvarlegum hugleiðingum um atburði morguns þessa dags, þ. e. ákæruna og dauðadóminn sem kveðinn var upp yfir Jesú. Hverjir dæmdu hann til krossfestingar og hvaða sakir báru þeir fram?

Frá barnæsku og fram yfir miðjan aldur, fékk ég ævinlega sorgarhnút innra með mér þegar kennimenn kristinnar trúar höfðu á orði að Jesú hefði dáið á krossinum fyrir okkur. Svo að við gætum fengið fyrirgefningu synda okkar. Ég skal viðurkenna að ég les nú Biblíuna ekki daglega, enda þar um að ræða lýsingu á atburðum sem gerðust fyrir c. a. 1.975 árum. Ég hef hins vegar reynt að tileinka mér þau viðhorf sem Jesú hafði til kærleika og mannvirðingar og reynt að láta það birtast í mínu daglega lífi. Mér hefur hins vegar alla tíð verið ómögulegt að lesa kenningu kennimannana út úr texta Biblíunnar, um atburði tengda ævilokum Jesú.

Í Biblíunni segir frá því að hvorki Pílatus né Heródes gátu fundið neina sök hjá Jesú, sem réttlætt gætu fangelsun, hvað þá dauða. Píladus hafði kallað saman allt fólkið, bæði háa sem lága, til að vera vistaddir réttarhaldið yfir Jesú, að því er virðist einkanlega vegna þess að venja hafði verið að gefa einum fanga frelsi á þessum  degi, í tilefni Páskanna.

Þegar Píladus tilkynnir að hann finni enga sök hjá Jesú og hann ætli að láta refsa honum og sleppa honum síðan lausum, æpti lýðurinn að þau vildu krossfesta hann, en Pílatus ætti að gefa Barrabassi frelsi. Sá sat í fangelsi fyrir upphlaup og morð.

Í þrígang reyndi Píladus að komast hjá því að kveða upp dóm um krossfestingu. Hann sagði við lýðinn:

Hvað illt hefur þá þessi maður gjört? Enga dauðasök hef ég fundið hjá honum. Ætla ég því að hirta hann og láta hann lausan.

Þegar hann hafði þetta mælt, sótti lýðurinn á með ópi miklu og lét þá Píladus undan og ákvað að kröfu þeirra skyldi fullnægt en þeir fá þann lausan sem hnepptur hafði verið í fangelsi fyrir upphlaup og morð.

Þetta er lýsing Biblíunnar á aðdraganda að dauðadómi yfir Jesú.

Þegar við lesum þetta með yfirvegaðri vitund á því hvað í frásögninni felst, sjáum við að það eru ekki valdamenn, líkt og Pílatus, sem vildu krossfesta Jesú. Það er fólkið, lýðurinn, sem verður meðvirkur klerkastéttinni og kveður upp dauðadóm yfir manni, án þess að hafa í raun nokkurt sakarefni á hann borið. Og þessi lýður meira en kveður upp dóm sinn. Hann krefst þess að farið verði að vilja hans og saklaus maður tekinn af lífi.

Þarna höfum við dæmi um nærri tvö þúsund ára gamla sögu af múgsefjun og óafturkræfum afleiðingum hennar. Spurningin til okkar í dag er ekki hvort þessi saga hryggi okkur. Spurningin er hvort við séum enn í dag þroskalega séð á sama stað og lýðurinn í Jerúsalem fyrir u. þ. b. 1.975 árum; að við, í krafti múgsefjunar, kveðum upp afgerandi dóma yfir náunganum, án þes að hafa í huga okkar eða hjarta, haldtraust rök fyrir dómum okkar.

Ég mundi halda að það væri einmitt þessi atriði sem dauði Jesú á að leiðbeina okkur með; að gæta vel að rökfestu dóma okkar.

Biblían er á margan hátt ágætis bók. Í grunninn er t. d. Nýjatextamentið frásögn af manni sem leitaðist við að vekja réttlætisvitund í siðspilltu samfélagi; samhliða því að ganga fram í kærleika. Hann sýndi mátt þann sem maðurinn getur öðlast, gangi hann fram í hreinum kærleika og einlægum vilja til að gera öðrum gott. Þessi saga er sögð af mörgum aðilum, að viðbættum frásögnum af nokkrum mönnum sem reyndu að feta í fótspor meistarans.

Þess verður að gæta að í gegnum aldirnar hafa þessar sögur verið margþýddar og endursagðar milli mála og tímaskeiða og, eins og við höfum orðið vitni að, verið lagaðar að háttum hvers tíma. Hæglega hefur því geta skolast inn mistúlkun á borð við það að  Jesú hafi dáið fyrir syndir okkar. Í stað þess að segja að Jesú hafi dáið vegna syndar okkar, þ. e. að lýðurinn skildi krefjast dauða hans án þess að hafa neina sök á hendur honum.

Ég hefði viljað sjá kennimenn hvers tíma framkalla lifandi mynd af lífsviðhorfum Jesú í daglegu lífi hvers tíma, þannig að sterkustu gildin í lífsgöngu Jesú, mannvirðing og kærleikur, væru vel sýnileg í daglegu lífi samfélags okkar.

Þessa einlægu von á ég mannkyni okkar til handa.                   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er mikilvæg hugvekja og gott að lesa og hugsa um þessa dagana. Kærleikskveðja til þín Guðbjörn minn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilldarpistill að venju Guðbjörn! Sé að þér er margt til lista lagt! Það væri ekki ónítt að vísindamennirnir okkar fyndu um tæki sem hægt væri að þroskamæla fólk með. Ætli kosningar myndu ekki sína aðrar niðurstöður en þær hafa gert hingað til. Gleðilega páska og takk aftur fyrir góða hugleðingu.

Óskar Arnórsson, 21.3.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband