Það getur enginn látið kraftaverk bíða.

Fyrirsögnin á þessari frétt er röng. Við gerum ekki kraftaverk, þau gerast og koma ævinlega öllum viðkomandi á óvart.

Fyrirsögnin hefði átt að vera: Kærleiksverkin þurfa að bíða vegna þess að við tímum ekki að borga þau.

Þau kærleiksverk að láta sjúkum líða sem best, virðast ekki vera inná leikvellinum hjá stjórnvöldum. Veit ekki hvort þau eru einu sinni á varamannabekknum. Kannski ekki valin í forgangshópinn.

Kostnaður við að bæta heilsu landsmanna er ekki nema lítið brot af því fjármagni sem stjórnvöld ráðstafa í hreina vitleysu, t. d. við að skapa sér ímynd það fjarri fósturlandinu að fólk þar viti lítið um raunveruleikann hjá okkur, hlaða undir sjálfa sig lífsgæðum, og greiða kostnað af afleiðingum þess að hafa ekki stjórnað landinu, heldur horft þegjandi á menn búa tjónið til. Fleira mætti telja en læt hér staðar numið.

Það er slæmt að hafa stjórnmálamenn sem hafa takmarkaða yfirsýn í heilastarfsemi sinni, en hálfu verra er þó að það skuli nánast vanta kærleiksríka starfsemi hjartastöðvar. Árangur okkar er líka í takti við það.           


mbl.is Kraftaverkin þurfa að bíða vegna manneklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband