Spurning hvort við þorum ekki að horfast í augu við það sem við gerðum eða skiljum ekki hvað við gerðum?

Afar athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum fólks við þessum erfiðleikum á fjármálamarkaðnum.

Skiljum við ekki enn að við þöndum þjóðfélag okkar út, langt umfram tekjulega getu okkar, með erlendu fjármagni, sem nú þegar hefur verið eytt í tóma vitleysu, sem hvorki gefur af sér auknar tekjur til greiðslu þessa lánsfjár, eða til þess að viðhalda þeirri útþenslu sem gerð var á þjóðfélaginu með þessu lánsfé?

Skiljum við ekki enn að við sem þjóð erum nánast í sömu stöðu og einstaklingur sem kominn er í þrot vegna skuldavanda, skuldar mikið meira en eignir standa á móti. Fyrsta hugsun okkar þarf að vera um það hvernig við getum borgað allt það lánsfé sem við höfum tekið að láni, í stað þess að velta okkur upp úr auknum möguleikum hins óraunsæja fjármálamarkaðar til að búa til fleiri haldlausar verðbréfafærslur.

Skiljum við ekki enn að það eru ákvarðanir lánastofnana hve háa vexti við greiðum af lánum okkar, en ekki Seðlabankans?

Skiljum við ekki þörfina á að pressa á ríkisstjórnina að beita lánastofnanir þvingunaraðgerðum til lækkunar vaxta, vilji þeir ekki gera það af eigin frumkvæði?

Skiljum við ekki þörfina á að minnka eyðslu gjaldeyris, svo tekjuafgangur myndist til greiðslu skulda, líkt og mikið skuldsettur einstaklingur þarf að draga verulega úr eyðslu sinni til að komast hjá gjaldþroti?

Skiljum við ekki ábyrgð okkar sem fjárhagslega sjálfstæð þjóð?

Ég bara spyr? 


mbl.is Eðlileg viðbrögð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég skil hvað þú ert að fara. Það er bara búið að slá svo miklu ryki í augun á mér að þó ég skilji, þó get ég ekki séð - og þegar ég rétti fram hönd og vonast eftir leiðsögn, þá heyri ég traustvekjandi rödd sem annað hvort eða ekki leiðir mig í enn meiri ógöngur eða út úr þeim.

Hrannar Baldursson, 25.3.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Hrannar!  Þakka þér fyrir innlitið.  Satt er það að í hraða og hverfuleika augnabliksins er erfitt að fá ráðrúm til að sigta kjarnan frá hisminu. Þegar við þurfum líka að fást við stöðugar spurningar um hvort verið sé að segja okkur satt, líkt og Ari litli, þá verður venjulegur maður fljótt ruglaður og áttaviltur.

Raunhæfar leiðsagnir eru ekki auðfundnar, hvað þá að geta gripið þær. 

Guðbjörn Jónsson, 25.3.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Alfreð Símonarson

Kanski svarar það spurningum þínum að fólk er að fatta að það er verið að ljúga upp í opið geðið á okkur þegar ríkisstjórnin segist vera að gera þetta fyrir almenning. Við erum að borga brúsann og lífsgæði millistéttarinnar fara minnkandi, fátækum fjölgar ört og stóriðjan sem er mestmegnis með peninga frá bandaríkjaher fær öll trompin sem hagkerfi okkar getur boðið. Ég vill líka benda á Það að peningarnir í dag eru 99,9999% verðminni en þeir voru fyrir 100 árum, er ekki eitthvað skrítið við það? Allaveganna fynnst yfirvöldum og stóru fjölmiðlarnir ekkert athugavert við það.

Kær kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 25.3.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Það fer varla á milli mála Alli, að þetta er ekki í fyrsta skipti sem óvitar stýra fjármálum heimsbyggðarinnar.

Takk fyrir innlitið.

Guðbjörn Jónsson, 25.3.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband