Tímasetning er mikilvægust

Í aðgerðum eins og vörubílstjórar standa fyrir núna, er mikilvægast að velja sem réttastan tíma til aðgerða.  Aðgerðum þeirra er væntanlega ekki stefnd gegn fólkinu í landinu, en ætlað að vera táknrænar og beinast þannig gegn stjórnvöldum. Í því ljósi er algjörlega fráleitt að standa fyrir aðgerðum eins og bílstjórar stóðu fyrir í morgun, þar sem þeir beittu aðgerðum sínum fyrst og fremst til að koma samborgurum sínum í sem mest vandræði.  Allar aðgerðir sem beint er í þennan farveg, (að skapa vandamál á verstu umferðartímum) éta fyrst og fremst upp almennan stuðning manna við aðgerðirnar. Því á að koma svona táknrænum aðgerðum fyrir á tímum sem eru utan annatíma því þá skapa þær pressu sem fær almennan stuðning. Aðgerðaraðilar verða að gæta þess að þeir sem fyriraðgerðunum verða, þurfi ekki að snúast gegn aðgerðunum, vegna þeirra neikvæðra áhrifa sem aðgerðirnar hafa á mikilvæga þætti í lífi þeirra sem fyrir þeim verða.

Í gegnum tíðina hefur það margoft sýnt sig að stuðningur við aðgerðir þrýstihópa hrapar mjög hratt, þegar hóparnir eru farnir að beita aðgerðum sem fyrst og fremst beinast gegn samferðafólki þeirra í þjóðfélaginu. Má í þessu sambandi t. d. benda á verkföll kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, lækna, eða annarra lykilstarfastétta. 

Ég hef góðan skilning á þörf eigenda vörubíla fyrir aðgerðir til lækkunar eldsneytisverðs, en bendi þeim á að vara sig á margendurtekinni slæmri reynslu af rangt tímasettum aðgerðum. Slíkt eyðileggur venjulega meira en bæta stöðuna í baráttunni.              


mbl.is „Ráðamenn vakni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humm ég held þetta hafi einmitt verið hárétt tímasetning að láta sem flesta verða fyrir barðinu á þessum mótmælum

 Heldur þú til dæmis að einhver fréttamaður hefði verið á staðnum klukkan 3 í nótt ef þeir hefðu gert þetta þá.

Nema ég er með eina tillögu til mótmæla.

Leggja vörubílum með lúðra í gangi á austurvöll og í íbúðargötur þar sem ráðherrar og þingmenn búa. alla daga og allar nætur

Halldór (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Í svona aðgerðum verða menn að hugsa djúpt. Stjórnvöld hafa góða ráðgjafa í áróðurstækni. Það hefur margoft sýnt sig í aðgerðum stéttarfélagaa í launabaráttu.

Með svona aðgerð, eins og í morgun, segja ráðgjafar stjórnvalda.

Haldið ykkur til hlés að sinni. Ekki gefa neitt upp um hvað þið munuð gera, því ef þeir halda áfram svona aðgerðum mun velvilji almennings snúast fljótlega gegn þeim og þá verður kraftur þeirra verulega skertur. Við náum því að loka málinu með litilsháttar tilslökun, sem í raun skiptir okkur litlu máli. Þeir verða hins vegar ánægðir með lítið, því þeir verða orðnir þreittir á litlum árangri og hratt minnkandi stuðningi almennings.

Svona mun þetta gerast ef aðgerðum verður beint að viðkvæmustu tímum almennings. Allt þetta ferli er löngu þekkt og árangurleysi slíkra rangra tímasetninga löngu viðurkenndur frá áróðurssjónarmiðum. 

Guðbjörn Jónsson, 31.3.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Skaz

Það er líklega sannleikskorn í þessu hjá þér þar sem ég held að "bíða og sjá" aðferðin sem Haarde notar alltaf er nokkuð traust til að virka á íslensk "mótmæli" Þess vegna er í raun betra að hvetja fólk til að halda þessu áfram og færa öll mótmæli á Austurvöll sem sýnilegri og háværari. Nota bene að ég er ekki tala um að sletta skyri á þingmenn!

Það þarf hins vegar að fylgja þessum aðgerðum bílstjóra á eftir annars hafa ráðamenn haft okkur að fíflum enn einu sinni... 

Skaz, 31.3.2008 kl. 15:01

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég er sammála þér Skaz. Þrýstingur mótmælanna virkar best með því að beina þeim sem beinast gegn þingheimi og ríkissjórn en reyna að valda sem minnstum truflunum á eðlilegu lífi þeirra sem í raun eru samherjar, þ. e. þolendur hins háa eldsneytisverðs.

Guðbjörn Jónsson, 31.3.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband