31.3.2008 | 16:59
Birkir! Hvers vegna spyrð þú aðra um skammarstrik Framsóknarflokksins???
Þetta er afar undarlegt útspil hjá Birki. Það var Framsóknarflokkurinn sem kom á tengingum elli- og örorkulífeyri við tekjur maka. þeir létu sér ekki duga að brjóta stjórnarskrá á giftu fólki. Þeir gerðu einnig upptækar tekjur einstaklinga í óvígðri samúð. Í öllu sínu athæfi, sýndu þeir þekkingarleysi á því sem þeir voru að gera og létu sér alls ekki detta í hug að leiðrétta þessa vitleysu, þó þeim væri bent á óhæfuna í verkum sínum.
Grundvallarregla er, að tekjur hvers og eins eru hans persónulega séreign sem stjórnvöldum er óheimilt að gera kröfur í til framfærslu eða ráðstöfunar, öðrum til handa. Þó tveir einstaklingar ákveði að reka saman heimili, veitir það stjórnvöldum ekki rétt til að færa skyldu sína til aðstoðar við framfærslu, verði annar aðilinn ófær um að afla tekna til slíks sjálfur, yfir í tekjur hins aðilans. Þetta er þeim ekki heimilt, því eins og segir í 72. gr. stjórnarskrár: Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta eign sína af hendi nema almannaþörf krefji. Þarf til þes lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Vonandi blandast engum, nema kannski Framsóknarmönnum, hugur um að tekjur hvers einstaklings eru eign hans. Þessi eign á að vera varin framangreindu ákvæði stjórnarskrár. Stjórnvöld hafa hins vegar leyft sér að brjóta þessi grundvallarréttindi á þeim einstaklingum sem síst skyldi; þeim sem minnsta hafa getuna til að afla sér tekna til lífsviðurværis. Stórmannlegt athæfi, eða hitt þó heldur.
Þá hafa stjórnvöld leyft sér að rangtúlka hjúskaparlögin í óprúttnum aðförum sínum að framfærslueyri þeirra sem ekki geta sjálfir aflað sér hans með vinnu. En í 76. gr. stjórnarskrár segir eftirfarandi:
[Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Eins og þið sjáið væntanlega stendur ekki þarna. -Öllum nema þeim sem eru giftir...-. Eða -Öllum nema þeim sem halda heimili saman...- Nei, þetta stendur ekki í upphafsorðum 76. gr. stjórnarskrár. Þar stendur einfaldlega orðið ÖLLUM, og þar með talið þeim giftu líka.
En hvernig stendur þá á því að stjórnvöld leyfa sér að gera upptækar tekur einstaklinga til að greiða kostnað sem þeim er sjálfum skylt að greiða, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár?
Ástæða þess er sú að einhverjir illa læsir óvitar í ráðgjafahópi Framsóknarmanna (sem þá réðu heilbrigðisráðuneyti) fundu út það snilldarbragð, að í 46. gr. hjúskaparlaga væri ákvæði sem frelsaði stjórnvöld undan þessum skyldum sínum. Af því að þessir aðilar voru óvitar, gerðu þeir sér ekki grein fyrir því að almenn lög, leysa stjórnvöld ekki undan skyldum stjórnarskrár og geta ekki heldur fært skyldur stjórnvalda yfir á ótilgreinda einstaklinga.
En hvað stendur þá í 46. gr. hjúskaparlaga? Þar stendur:
Hjón bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar.
Á venjulegri Íslensku þýðir þetta að báðir aðilar bera sameiginlega (þ. e. jafna) ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar. Þetta þýðir í raunveruleikanum að verði annað hjóna óvinnufært, ber það samt sem áður helming ábyrgðar á framfærslu fjölskyldunnar. Þá skyldu er ekki hægt að yfirfæra á annan sjálfstæðan einstakling; ekki einu sinni þó sá hafi undirgengist hjúskaparsáttmála með hinum tekjulausa, því sá sem tekna aflar á kröfu á, samkvæmt 46. gr. hjúskaparlaga að hinn aðilinn standi undir helmingi af framfærslu heimilisins. Til þess að geta það, hefur sá tekjulausi tryggingu í 76. gr. stjórnarskrár, og undan þeirri skyldu samfélagsins eiga heilbrigð stjórnvöld ekki að geta komist.
Þessa vitleysu hafa Framsóknarmenn drifið áfram undanfarin ár og stundað opinber stjórnarskrárbrot og tekjuþjófnað af því fólki sem veikast stendur fyrir í þjóðfélagi okkar.
Er það ekki nokkuð sérstakt; ósvífni eða óvitaskapur, að reyna að nota eigin misgjörðir til að koma höggi á pólitískan andstæðing.
Birkir Jón: Vill ræða málefni aldraðra og öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Það er afar mikilvægt að Framsókn komist ekki upp með það að firra sig ábyrgð á eigin verkum.
Þeir sáu um félagsmál og heilbrigðismál þjóðarinnar í mörg ár og þarf ekki að koma neitt á óvart í þeim málaflokkum nú.
Árni Gunnarsson, 31.3.2008 kl. 17:17
Sammála þér Árni. takk fyrir innlitið.
Guðbjörn Jónsson, 31.3.2008 kl. 17:19
Þessi færsla er vel uppsett og virðingarverð tilraun til málefnalegrar framsetningar. Það eina sem vantar upp á er að staðhæfingar í henni séu réttar.
Í fyrsta lagi er fráleitt að halda fram að Framsóknarmenn hafi komið á tengingum við tekjur maka í almannatryggingakerfinu. Í dómi Hæstaréttar í öryrkjamálin svokallaða nr. 125/2000 segir þetta eftir sögulega yfirferð um reglur almannatrygginga ,,Gögn málsins sýna, að tekjutrygging hefur frá upphafi sætt skerðingu, ef tekjur maka örorkulífeyrisþega, sem ekki er bótaþegi, fara yfir ákveðið mark." Með orðunum ,,frá upphafi" er sennilega vísað til upphafs tekjutryggingarinnar árið 1971.
Þá er rétt að taka fram að kröfugerð í öryrkjamálinu miðaðist aðallega við að með setningu laga nr. 117/1993, sem sett voru í tíð Viðeyjarstjórnar hafi slík skerðing misst lagastoð sína. Það var þó ekki ætlun Viðeyjarstjórnarinnar að afnema tekjutengingu maka, því gömlu reglugerðinni þar sem þessa skerðingu var að finna var ekki breytt.
Það sem hins vegar er rétt er að 1999 er þessi tekjutenging færð inn í lög í stað þess að hafa áður staðið í reglugerð. En það er af og frá að Framsókn hafi komið þessari tekjutengingu á.
Varðandi skilning þinn á innihaldi 76. gr. stjórnarskrár er það að segja að þetta er fjarri því að vera jafn augljóst og þú vilt vera láta. Í ofangreindum dómi komast 3 af 5 dómurum að vísu að þeirri niðurstöðu að skerðing tekjutryggingar vegna tekna maka standist ekki þetta ákvæði eins og hún var útfærð í þágildandi lögum. Ég held að almennt sé viðurkennt að dómstóllinn hafni því ekki að slík skerðing geti verið heimil þrátt fyrir ákvæði 76. gr. og 2 dómarar Hæstaréttar töldu raunar þá að ákvæðið girti ekki fyrir skerðingu tekjutryggingar.
Ég er alfarið ósammála því sem þú segir augljósa orðskýringu á 46. gr. hjúskaparlaga, þ.e. að í henni felist bara að hvor aðili um sig beri ábyrgð á helmingi framfærslu heimilisins. Í dóminum sem ég hef vitnað til kemur þetta fram ,,Framfærsluskylda hjóna er hins vegar gagnkvæm samkvæmt hjúskaparlögum." Með orðinu gagnkvæm hlýtur að vera átt við að bæði hjón skulu ala önn fyrir hinu ef þörf krefur. Það er hins vegar alveg rétt að í þessum sama dómi kemur líka fram að það er talinn réttur einstaklings að mega framfleyta fjölskyldu. Það gerði meðal annars það að verkum að í dómnum er komist að þeirri niðurstöðu að skerðing tekjutryggingar þannig að eftir stæði strípaður lífeyrir upp á tæpar 18.000.- kr. gekk ekki upp.
Eins og ég sagði þá tel ég framsetningu þín í sjálfu sér til fyrirmyndar en staðreyndafeilarnir eru of margir til þess að hægt sé að taka mark á þessu hjá þér. Fyrir svo utan það sem ég hef sagt annars staðar að Birkir er bara að herma loforð Jóhönnu og ríkisstjórnarinnar upp á hana. Ekkert meira en það.
Stefán Bogi Sveinsson, 31.3.2008 kl. 19:20
Sæll Stefán og þakka þér fyrir tilskrifin. Þau eru í alla staði athyglisverð og sjálfsagt að skoða staðreyndir þeirra nánar.
Þú segir líkur á að tekjutenging elli- og örorkulífeyris hafi líklega átt sér stað frá 1971. Ég skal viðurkenna að ég minnist þess ekki, en mun kanna það síðar. Sú skerðing sem ég, og flestir aðrir eru að tala um nú, er skerðing og endurgreiðsla sem hafin var með reglugerð sem gefin var út á árinu 2003. Ég á þessa reglugerð, hún er nr. 939/2003 og heitir:
REGLUGERÐ
um útreikning, endurreikning og uppgjör tekjutengdra bóta og
vistunarframlags frá Tryggingastofnun ríkisins.
Ég býst við að þú vitir hvaða stjórnmálaflokkur réð ríkjum í heilbrigðisráðuneytinu á þessum tíma og gaf út þessa reglugerð og keyrði af stað þann hýrudrátt sem þá var hafinn á lífeyristekjum þeirra sem minnst mega sín.
Hafi ég eignað Framsóknarflokknum eitthvað sem hann á ekki, biðst ég velvirðingar á því; nóg er nú samt sem hann er skammaður fyrir.
Þetta með öryrkjamálið skal ég skoða, en finnst samt einkennilegt að fólk skuli ekki hafa fundið fyrir þessari skerðingu fyrr en sú herför gegn lífskjörum þessara hópa, sem nú virðist vera að ljúka, hófst með útgáfu fyrrnefndrar reglugerðar.
Þú dregur í efa skilning minn á 76. gr. stjóranrskár. Að sjálfsögðu er þér það heimilt, en til þess að allir sæmilega læsir menn, sem lesa bloggfærslu mína, þyrftu ekki að reiða sig á túlkun mína, setti ég umrædd atriði í færsluna, kóperað úr lagasafni Alþingis. Ég samhryggist þér að þurfa hjálp anarra, misvitra manna sem ítrekað hafa verið kærðir til Mannréttindadómstóls fyrir lítinn skilning á mannréttindum, til þess að skilja ritað mál á þjóðtungu okkar.
Sama á við um 46. gr. hjúskaparlaga. Þar kóperaði ég textann eins og hann er skrifaður í lögunum. Þú mátt að sjálfsögðu vera mótfallinn því sem þar stendur skrifað, en texti laganna breytist nú ekki mikið við það. Bull í einhverjum dómurum, sem hvergi á sér fótfestu eða rökræna staðfestingu í lögum eða stjórnarskrá, breytir engu um það sem ritað er skýru máli í lögum eða stjórnarskrána.
Ég vona að það séu einhverjir í kringum þig sem geti hjálpað þér að skilja ritmálið og þá vænti ég að þú fáir svipaðan skilning og ég, á þeim orðum sem þar standa.
Takk fyrir og gangi þér vel.
Guðbjörn Jónsson, 31.3.2008 kl. 22:40
Svo þessi breyting á framkvæmd bóta er ekki laga breyting, heldur hafa þeir allt í einu ákveðið að fylgja lögunum...
Óskar Arnórsson, 31.3.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.