Ég verð að viðurkenna að ég varð hissa á kærulausri umfjöllun forsætisráðherrans um skuldir bankanna. Hann sló fram að skuldir þeirra, sem greiða þyrfti næstu þrjú árin, væru 24 milljarðar Evra. Islensku töluna af því mætti fá með því að margfalda með 120. Sé það gert, kemur út að þessar skuldir séu 2.880 milljarðar íslenskra króna, eða sem svarar útflutningstekjum þjóðarinnar næstu 8 - 9 árin. Hvað var gert við alla þessa peninga?
Eitthvað af þessu fjármagni getur verið hjá bönkunum sjálfum, því sagt er að þeir séu vel birgir af lausafé. Annað hefur hins vegar líklega verið lánað út. Þá er að spyrja næst. Var þetta fé lánað til eignalausra eða eignalítilla, óábyrgra aðila, sem lítlar eða engar líkur eru á að greiði þessi lán til baka.
Sé það svo. Hver er þá ábyrgð stjórnenda bankanna, sem tekið hafa himinhá laun, bónusa og önnur eignavirði, sem þóknun fyrir ábyrg og fagleg vinnubrögð? Hver er ábyrgð stjórna þessara banka á því fé sem allir virðast reikna með að sé tapað?
Áður en ég tel kominn tíma til að tala um lántökur ríkissjóðs til styrktar bönkunum, finnst mér nauðsynlegt að allar þessar upplýsingar séu komnar fram. Sé þetta svona, eins og almennt virðist vera gert ráð fyrir. Hvers vegna taka þá ekki ALLIR stjórnendur þessara banka pokann sinn, en skilja bankabókina sína eftir í bankanum?
Stjórnir og stjórnendur smáfyrirtækja eru gerð persónulega ábyrg fyrir ólögmætum athöfnum eða aulahætti sem veldur öðrum skakkaföllum. Á slíkt bara við litlu kallana, en ríkið borgi vitleysuna sem þeir stóru gera?
Eigum við ekki að biðja um þessi svör?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 165590
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þeir koma ekki til með að svara neinu! Ekki bankamenn alla vega. Að sjálfsögðu er þetta bara gígantígskur leikur að peningum sem er verið að tala um. Geir Haarde er áóbyrgur, kunnáttulaus með öllu, með sama frosna smilið á kjaftinum á sér og platar alla með yfirborðslegri kurteisi og málamynda auðmýkt... boðaskapurinn er eitthvað svona: !Hva! Þetta reddast einhvernvegin og ef það vantar peninga þá prentum við bara aðeins meiri! Ég og Davíð er alveg með þetta á hreinu...bla bla bla.. Það er skelfilegt að svona margir vesalingar í stjórnmálin hafi náð völdum á sama tóma, Ingibjörg Sólrún vil í samband við hryðjuverkamenn, Gissur bloggar á fylleríi á næturnar, Davíð svaf meðan hann átti að hafa eftirlit með útlánum og stöðu banka, eða skrifaði undir í blackouti, Geir Haarde er upptekin af að gera öllum til geðs, aldrei heyrt hann hafa sjálfstæða skoðun...
bankarnir lýsa því yfir að þeir standi trausum fótum samtímis sem það er nauðsynlegt að hafa háa okurvexti, mest vegna þess að þeir fá engin erlend lán lengur og Davíð er með sína háu vexti svo þeir verða að fylgja Seðlabankanum eftir, stærstu eigendur bankana eru búnir að gamla og tapa meira en góðu hófi gegnir, allt lögleysa, bankastjórarnir svitna, bara sem dæmi GLITNIR deildarstjóri fyrir einstaklinga! kellingarskass með mannasiði á við apa ...ég er með 1.700.000.- í yfirdrátt vegna framkvæmda 2 hús að fullu greidd, ekki með eitt einasta lán, veiktist og hafði enga tekjur í 3 mánuði. Lifi sparsamt og bað um 200.000 kr hækkun á yfirdrættinum. Já ég gat fengið hann ef ég kæmi með fasteignatryggingu í góði veði hjá frænda eða frænku, skít sama hjá hverjum var að heyra á henni...fyrir ALLRI upphæðinni!! 'e spurði hvort hún vildi ekki börnin mín í pant? Setja þau í banka hólfið... HVERSLAGS ANDSKOTANS MANNASIÐIR ERU Í BÖNKUM AÐ ÆTLAST TIL AÐ FÓLK FARI TIL ANNARS FÓLKS OG BIÐJI UM TRYGGINGU Í HÚSUNUM SEM ÞAU BÚA Í!!! Fyrir utan dónaskapinn í henni þá er hún líklegast ógift, og ef hún er það, votta ég manni hennar mína innilegustu samúð mína, sumir eru bara óheppnari en aðrir í þessu lífi...en bara til að vara alla við: Þetta skítseyði vinnur sem deildarstjóri fyrir einstaklinga í Glitni lækjargötu. Hún er hvorki með sál né samvisku og hagar sér nákvæmlega eftir því..svo er hún ljót líka...bara til að kóróna allt saman eða fínt sagt..sérlega óheppinn með lookið...
Hún ætti að taka pokann sinn, sértaklega þegar þarf á að halda skilningi bankana á aðstæðum fólks, er svona fólk eitt af því sem ætti að henda út úr hvaða vinnu stað sem er. Hún myndi ekki fá vinnu við að tína orma úr þorski þessi "fláríkus fjandibus kelling"...ólík öllu öðru starfsfólki á þessum fína stað....
Hún á sjálfsagt frænda eða frænku í eigenda félagi Glitnis, annars hefði hún aldrei fengi þessa vinnu...eins og er um flest allar stöður sem eru veittar á Íslandi....
Svarið við spurningunni þinni Guðbjörn: Það er þýðingarlaust að spyrja fólk sem hefur verið skipað að svara ekki spurningum...takk annars fyrir frábæra grein að venju..
Óskar Arnórsson, 1.4.2008 kl. 22:27
Og ekki gaf hann afdráttarlaust svar um það HVERJIR myndu greiða. En við vitum það svosem
Jóhann Elíasson, 1.4.2008 kl. 23:00
Geir Haarde er sérfræðingur í að tala án þess að segja nokkuð...
Óskar Arnórsson, 2.4.2008 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.