Grafalvarlegt þegar valdamiklir stjórnmálamenn skilja ekki stöðu þjóðfélagsins

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ingibjörg Sólrún sýnir opinberlega að hún skilur ekki grundvallaratriði fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Sé miðað við þau embætti sem hún gegnir, annars vegar formaður næst stærsta sjórnmálaflokks þjóðarinnar, en hins vegar utanríkisráðherra, er hér um mjög alvarlega stöðu að ræða.

ALLIR, sem eitthvað hafa fylgst með þjóðmálum undanfarin ár, vita að við höfum farið einstaklega illa með tekjur okkar, og flutt inn ýmiskonar óþarfa og drasl, fyrir mikið hærri fjárhæðir en nemur tekjum okkar. Mismunur þarna á (viðskiptahallinn) hefur verið hrikalegri en áður hefur þekkst, án þess að stjórnvöld geri minnstu tilraun til að reka þjóðfélag okkar innan þess tekjuramma sem það hefur.

Venjuleg sígild heimilishagfræði, felst í því að reyna sem mest að drýgja tekjur heimilisins með því að framleiða sjálf það sem hægt er. Svo ekki þurfi að eyða af litlum tekum til að greiða fyrir það sem hægt er að framleiða sjálfur. Nákvæmlega sömu lögmál eiga við um þjóðarheimilið. Það vantar mikið á að við höfum tekjur til að borga allt það sem við flytjum nú þegar til landsins, svo augljóslega eigum við enga peninga (gjaldeyrir) til að kaupa þær kjötvörur sem við getum framleitt sjálf.

Nú, en vilji fólk samt flytja þessar vörur inn, verða þeir hinir sömu, að sjálfsögðu að benda á hvað eigi að hætta við innflutninga á, svo gjaldeyrir verði til, til að greiða þær innflutningsvörur sem við viljum ekki framleiða sjálfir.

Þeir sem leggja til innflutning á vörum sem við getum hæglega framleitt sjálf, opinbera fyrst og fremst vanþekkingu sína á þeim grundvallarþáttum sem ráða afkomuþáttum í þjóðfélagi okkar. Það heimili sem ekki kann að lifa innan tekjumarka sinna, getur aldrei vænst betri hagsældar, því þar skortir yfirsýn og skipulag til að raunverulegur vöxtur geti átt sér stað.

Þessi sömu lögmál hindra Íslensku þjóðina í að ná sömu lífskjörum og aðrar þjóðir. Stjórnendur okkar skilja ekki grundvallarþætti raunhæfs vaxtar.

Það er meinið.          

 


mbl.is Ráðherra vill ekki óheftan innflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir eru uppteknir við að leyta að sökudólg erlendis og ætla að hefna sín ef hægt er að túlka orð Geirs rétt...þeir eru ekkert að skilja hvað er í gangi í fjármálum...væri skynsamlegra að leita að sökudólgi á Íslandi...bara mín skoðun..væri gaman að sjá skráðar millifærslur til útlanda hjá Seðlabanka um stórar færslur til útlanda síðustu 14 mánuðinna eða svo...þeir eiga víst að hafa svona skrá samkv. lögum og Davíð er eftirlitssmaðurinn að þessum skráningum sé framfylgt...

Óskar Arnórsson, 2.4.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 165524

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband