3.4.2008 | 14:17
Merkilegt hvað við leggjum mikið á okkur til að losna við frelsið
FRELSI, er líklega eitt það verðmætasta sem hver manneskja á. Það er eftirsóknarvert að fá það, en það er líka tiltölulega flokið OG KOSTAR AGA að halda því til lengdar. Frelsi og ábyrgðarleysi getur t. d. aldrei farið saman. Frelsi krefst þroskaðrar hugsunar og athafna sem ekki raska undirstöðum þess samfélags sem við erum hluti af. Frelsi til langframa getur því aldrei orðið einkamál einhverra einstaklinga í stórum hóp; heldur einungis orðið hluti af því frelsi sem hópurinn er samtaka um að láta virka í sínu umhverfi.
Þegar við fyrst stöndum upp og förum að ganga, erum við svo hróðug yfir því frelsi sem við finnum, að við göngum á hvað sem fyrir er og stígum óhikað ofan í saur eða þvag úr okkur sjálfum, án þess að finnast við gera nokkuð rangt. Ef við sleppum út, á þessum fyrstu gönguárum okkar, eigum við það til að hlaupa út á götu, sem þétt setin er bílum á ferð, algjörlega ómeðvituð um að við höfum stofnað okkur sjálfum og öðrum í verulega hættu og hugsanlega valdið öðrum tjóni.
Eins og sjá má af þessu, eru það ekki allar athafnir okkar sem ganga upp í reynd, heldur verðum við að læra að nýta, heildinni í hag, það frelsi sem aðstæðurnar bjóða upp á. Ef við göngum of langt, getum við upplifað frelsi í stuttan tíma, en afleiðingar þess verður ævinlega varanlegt tjón og frelsisskerðing, sem jafnvel getur staðið yfir í langan tíma.
Raunverulegt frelsi krefst því ábyrgðar, yfirvegaðrar dómgreindar og samkenndar gagnvart öllum sem búa í samfélaginu með þér. Kæruleysi eyðileggur frelsið. Svo einfalt er það.
Ef við skoðum fyrst litlu myndina, þ. e. að við ímyndum okkur 6 manna fjölskyldu, þar sem einn aðili vinni fyrir tekjum heimilisins. Allir fjölskyldumeðlimir hafa hins vegar aðgang að tekjunum og geta eytt peningum eins og hvern langar. Ég tel líklegt að flestir sjái að til þess að slíkt frelsi gangi upp, þurfi allir fjölskyldumeðlimir að sýna fulla ábyrgð í sambandið við ráðstöfun teknanna. Sé það ekki gert, festist fjölskyldan í skuldasúpu, sem í fyrstu þrengir að frelsinu, en ef fólkið sýnir ekki ábyrgðartilfinningu er líklegt að alvarlegri frelsinsskerðing og eignatjón blasi við.
Íslenska þjóðin er að vísu nokkuð stærri fjölskylda, en fjölskylda samt, sem lifir á tekjum sem lítill hluti þjóðarainnar vinnur að öflun á. Hlutfallið í litlu myndinn er að einn, vinni fyrir tekjum handa sex. Í stóru myndinni, þjóðarheildinni, er hlutfallið enn óhagstæðara. Líklega einn að vinna fyrir tekjum til framfærslu og löngun 8 - 9 einstaklinga til eyðslu peninga. Og það hefur sýnt sig að það er afar litil stjórn sem þessir hópar hafa á LÖNGUNUM sínum, og að því er virðist ENGINN vilji til að gæta hófs eða láta á móti dutlungum sínum og löngunum.
Við getum ekki einu sinni deilt um að þetta sé nú ekki alveg rétt. Staðreyndir hins gagnstæða blasa við okkur á hverjum degi, svo útilokað er að það falli í gleymsku vegna ósýnileika.
Í fjölda ára hafa virtustu ráðgjafar alþjóðastofnana birt okkur viðvaranir vegna óhóflegrar skuldasöfnunar okkar og að tekjuöflun okkar beri ekki þá útþennslu og þann lífsstíl sem við höfum verið að koma okkur upp.
Óvitar okkar í fjármálastofnunum og fullkomlega óábyrgir stjórnmálamenn, hafa hins vegar ekki hlustað á þessar viðvaranir. Óvitarnir í fjármálaheiminum líklega vegna þess að sú staða sem var uppi, skapaði þeim möguleika á að ná til sín lánsfjármagni, og skapa sér tímabundinn tekjuauka, meðan hið óábyrga lið sem í daglegu tali er kallað "stjórnvöld" hélt í óvitaskap sínum að hið skammtíma lánsfé væri ríkidæmi okkar, og því þyrfti nú aldeilis ekkert að hafa hugsun á því hvernig þessu fjármagni væri bruðlað út í loftið.
Við, almenningurinn í þessu landi, segjum svo að fyrst stjórnvöld og fjármálastofnanir þurfi ekki að sýna ábyrgðartilfinningu og ráðdeild, sé engin ástæða til að við séum að gera það heldur. Okkur finnst t. d. engin ástæða til að nota neitt af þeim þúsundum lítið notaðra bíla, sem til eru í landinu (á heimilinu). Við göngum bara í sjóði heimilisins og kaupum nýja bíla í þúsundavís, en hinir eru látnir standa og grotna niður. Okkur kemur ekkert við þó þjóðin (heimilið) eyði á hverjum mánuði mikið meira fjármagni en nemur tekjum okkar. Okkur finnst við ekki eiga að bera neina ábyrgð á því og eyðum því sjálf umtalsvert meiri peningum en nemur tekjum okkar.
Þó þjóðin skuldi nú í útlöndum, fjárhæð sem er það hærri en eignaviði okkar, sem nemur u. þ. b. tekjum okkar næstu 8 - 9 árin, er hvorki sjáanlegt að almenningur, stjórnmálamenn eða fjármálastofnanir, séu tilbúin til að axla ábyrgð á óvitaskap og vitleysu undanfarinna ára.
Í þessu ljósi getur tæplega verið langt þangað til okkur tekst, með þessu samstillta átaki okkar, að losa okkur við það mikilvægasta í lífi hvers manns, sem er frelsið til að lifa í fjárhagslega sjálfstæðu landi og ráða sjálf hvernig við ráðstöfum tekjum okkar.
Þegar maður hugsar til ráðdeildar, eljusemi og hugrekkis forfeðra okkar við uppbyggingu þess sjálfstæða frjálsa lýðveldis sem Ísland var fyrir tæpri hálfri öld, undrast maður dálítið eljusemi nútímamannsins að eyðileggja þá miklu vinnu sem foreldrar og fyrri ættmenni lögðu á sig til að skapa afkomendum sínum góða undirstöðu til að byggja ofan á. Þeir væntu þess áreiðanlega að byggt væri ofan á það sem þeir höfðu byggt upp. Þeir áttu áreiðanlega ekki von á að það sem þeir höfðu byggt yrði rifið niður í ábyrgðarleysi og skeytingarleysi fyrir framtíðarfólkinu í þessu landi.
Á okkur hefur svo sannarlega sannast máltækið, að:
SJALDAN LAUNAR KÁLFUR OFELDIÐ.
Nýskráningar bifreiða aukast um 14,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Takk fyrir fræðsluna Guðbjörn! Snilldarpistill að venju. Þú ert nú sá einni sem ert með merkta möppu með útskrift af hverri einustu kennslustund fyrir mig þar sem þú hefur gjörbreytt hugmyndum mínum í sambandi við rökréttan og skynsaman hugsanagang. Vona að þú sért á bata vegi. Sendi þér mail bara svona til að sýna traust mitt á þér sem persónu. Vonandi hefur mailið komist til skila..Er lengi að þýða þetta yfir á sænsku þar sem orðaforði minn er takmarkaur á þessu sérsviði þínu..en ef ég á mikið af einhverju þessa stundina, þá er það að ég hef nógan tíma..
Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.