Aðgerðir vörubílstjóra ekki byggðar á nothæfum rökum

Eins og fram kom strax í upphafi aðgerða vörubílstjóra, virðast aðgerðir þeirra byggðar á einhverju streituuppþoti en ekki yfirveguðum rökum. Þau skipti sem fjölmiðlar vísa til beinna ummæla talsmanna þessa hóps, koma ekki fram nein rök sem benda til breytigna á skattlagningu stjórnvalda á eldsneyti. Skattlagningin er búin að vera sú sama síðan 2003.

Áður hefur verið bent á, að þó innflutningsverð á eldsneyti hafi hækkað, og þar með virðisaukaskattur sem vörubílar þurfa að borga í því verði, eru það ekki aukin útgjöld fyrir vörubílana vegna þess, að við uppgjör vsk til ríkissjóðs, dregst sá skattur frá þeim vsk sem vörubílarnir innheimta með tekjum sínum.

Ef gjaldtaka stjórnvalda af eldsneyti var ásættanleg á árunum 2003, 2004, 2005, 2006, 2007, og framan af þessu ári, þá er hún jafn ásættanleg nú, eins og þá. Hækkun annarra aðila á aðföngum til reksturs bifreiða, getur ekki verið grundvöllur til uppþota gegn stjórnvöldum. 

Vel er skiljanlegt að við slíkar hækkanir á eldsneyti sem orðið hafa á undanförnu, kreppi verulega að í rekstri ökutækja; ekki bara vöruvíla. Viðurkenna má að vandi sé til staðar, en sá vandi er ekki breytt afstaða eða íþyngjandi aðgerðir stjórnvalda. Þess vegna þarf að leita lausna á þessum vanda þar sem hugsanlega liggur beinast fyrir.

Í fréttum sjónvarps í gær var birt viðtal við vörubílstjóra sem var að dæla olíu á bifreið sína. Fyllingin var rúmir 440 lítrar, sem kostuðu rúmar 70 þúsund krónur. Í fréttinni var tekið fram að þessi olía myndi duga í einn og hálfan sólahring, eða 36 klukkustundir. Það segir okkur að sú bifreið sem þarna var, eyðir u. þ. b. 12,36 lítrum á klst. Miðað við það olíumagn, mæti ætla að í bílnum væri 400 hestafla vél, eða jafnvel stærri.  Afar litlar líkur eru á að bíllinn þurfi allt þetta vélarafl til verkefna sinna, þannig að hægt væri að spara eldsneyti með því að láta færa niður vélaraflið, sem spara mundi eldsneyti, og þar með kostnað.

En hverjar gætu svo tekjur þessa vörubíls verið á þessum 36 tímum, sem hann er að eyða olíufyllingunni. Að vísu veit ég það ekki nákvæmlega, en miðað við það sem var fyrir ári síðan, gæti ég ýmindað mér að fyrir 36 tíma vinnu fengi þessi bíll u. þ. b.  400 - 500 þúsund krónur, með vsk. Olían væri þá nálægt 15 - 16 prósent af bruttóinnkomu.

Miðað við þessar forsendur, og það að við gefum okkur að þeim tækist að fá lækkun á eldsneytisgjaldi til ríkissjóðs um helming, þá væri áðurnefnd fylling olíutankans og lækka um sem nemur einnar klst. vinnu þessa bíls.  Ég held að með góðu skipulagi á andófi sínu hefðu þessir aðilar geta náð mun meiri árangri með mikið minni fyrirhöfn, og minni óþægindum fyrir almenning. 

Þarna er baravísað til eins liðar, en ýmsa  fleiri væri hægt að skoða til að takast á við þrengingu á rekstrargrundvelli, á meða þessi bylgja er að ganga yfir heimsbyggðina.

Margir eru á biðlista eftir þeim peningum sem hugsanlega er hægt að deila út frá ríkissjóði. Sjúkir bíða í hrönnum eftir lækningu. Öryrkjar og eldri borgarar fá lægri greiðslur en nemur beinum kostnaði við framfærslu. Fjöldi opinberra starfsmanna hefur  það lág laun að lífsafkomu þeirra og heilsu er ógnað. Fróðlegt væri að heyra frá vörubílstjórum hvort þeir telji sig eiga að vera á undan þessum hópum í leiðréttingu lífskjara, eða hvar þeir teldu sig eiga að vera í röðinni.

Þegar litið hefur verið yfir bílafjöldann sem að  mótmælunum standa, hefur vakið athygli mína hve fáir bílar eru merktir vörubílstjórafélaginu Þrótti. Það hefur vakið hjá mér spurningar um hvort þetta geti verið að meginstofni vörubílar á vegum verktaka, sem afla tekna sinna með útboðum. Gæti þá hluti af vandamálum þeirra verið fólginn í því að þeir hafi gert of lág til í verkin sem þeir eru að vinna og ekki gætt nógu vel að þeim horfum sem verið hafa upp í viðskiptalífinu um nokkurt skeið, sem flest bentu til vaxandi rekstrarkostnaðar.  Vafasamt er að krefja ríkið um greiðsluþátttöku í slíku, því allir landsmenn eru að taka á sig aukin útgjöld vegna þessarar stöðu í viðskiptalífi heimsbyggðarinnar.

Af öllum þessum ástæðum finnst mér að bílstjórar eigi að hætta þessum uppþotum og snúa sér að raunhæfri lausn vanda síns, sem er af sama stofni og vandi allra annarra þjóðfélagsþegna.                


mbl.is Dýr mótmæli bílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, veit ekki hvað ég á mikið rétt á að svara þessu. En friðsamleg mómæli HAFA áhrif sem eru sýndar í verki. Skrifleg mótmæli hafa hinsvegar engin áhrif að mínu mati!

Fjárhagslegri afkomu minni er þannig ógnað á ÖLLUM sviðum, sérstaklega yfirdráttarlán og þessháttar, sem er bara brandari á við ungar barnafjölskyldur sem ég hef mikla samúð með, gerir það að verkum að ég verð að fara að vinna móti læknisráði!

Einhverjar sjúkrabætur vegna slysa er ekkert að lifa af. Til að forðast gjaldþrot eftir ca, 4 - 5 mánuði, VERÐ ég bara að fara að vinna þó mér sé ráðlagt allt annað af sérfræðingum!

Ég trúi nú að fjárhagsvandinn sem heimatilbúinn lumma sem sé miklu persónulegri en fólki grunar. Annars veit ég ekkert um þessi mál. Verð bara að semja við þá um greiðsludreifingu sem sætta sig við það, en frekjan í bönkum er áberandi mikil og ekkert að koma til móts við greiðslugetu þegar talað er við banka sem ég vil ekki vafngreina hér..

Ég styð  þessa trukkabílstóra kannski meira af hugsjón fyrir réttlæti, en að ég viti hvað er hvað!  Takk fyrir  fróðlegan pistil og fer hann beint í möppuna, merktum þér...

Óskar Arnórsson, 5.4.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Bara smá innlitskvitt

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.4.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðbjörn: þú hittir naglann á höfuðið þarna með verktakana, þeir eru allir að keppa um viðskiptavini, og undirboð tröllríða þessari atvinnugrein eins og svo mörgum öðrum þar sem engar reglur gilda um hvaða tilboðum skuli taka eða hafna, þar ganga opinberir aðilar fremstir og taka gjarnan lægsta tilboði, þó svo að þeirra eigin útreikningar, sýni að sá sem bíður lægst geti í raun ekki unnið verkið á tilboðsverði sínu, og oft hefur þessi árátta opinberra aðila leitt til þess að verk hafa farið verulega framúr kostnaðaráætlunum, vegna þess að verktakar hafa orðið gjaldþrota, við að reina að standa við óraunhæf tilboð, og verkkaupi orðið að ljúka hálfkláruðu verki með tilheyrandi aukakostnaði, en um þessa hlið á útboðmarkaði er aldrei talað opinberlega, Frakkar hafa þann háttinn á að henda lægsta og hæsta tilboðinu áður en sest er að samningsborðinu til að "spara", hér heima telur hið opinbera að það sé að græða ef einhver gerir tilboð í eitthvað sem er óraunhæft til að byrja með, endirinn er oftar annar og okkur þér og mér er sendur reikningurinn.    

haf þökk fyrir góða og fræðandi pistla hérna, kveðja Magnús 

Magnús Jónsson, 5.4.2008 kl. 22:55

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já Magnús! Hef engin svör við þessu kommenti sem er samt sérlega gott og fræðandi.

Ég sjálfur persónulega hef minni skilning á svona hlutum en gengur og gerist, og á ekki í neinum vandræðum með að viðurkenna vanmátt minn gagnvart fólki sem kann hluti betur enn ég!

Hef samt á tilfinningunni að þú hafir ansi rétt fyrir þér, Magnús!, þrátt fyrir að ég skilji ekki búsness að neinu marki sem fólk tæki alvarlega.. 

Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 11:16

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

...gleymdi einu! Furðulegt hjá sjálfum mér að hafa áhuga á hlutum sem ég skil ekkert í eða veit nokkuð um...

Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 11:18

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bara lýsa yfir að ég er þér sammála Guðbjörn.

Árni Gunnarsson, 6.4.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband