Hvað er verðtrygging gjaldmiðils?

Flölmargir spyrja sig þeirrar spurningar sem er fyrirsögn þessa pistils. Tilgangur hans er að gera tilraun til útskýringa á þessu fyrirbrigði sem hér á landi er kölluð verðtrygging.

Væntanlega þekkjum við öll hugtakið verðkönnun. Hugtak þetta hefur verið í notkun hér um langan tíma og lýtur ákveðnum skýrum leikreglum. Það sem borið er saman, er helst nákvæmlega sama varan, í samskonar pakkningum, frá sama framleiðanda. Sé ekki hægt að komast svo nálægt beinum samanburði, er stuðst við kíló- eða lítraverð, samskonar vöruflokka. Í verðkönnun berum við t. d. ekki saman verðhækkun á nautakjöti og verðhækkun á bensíni og segjum, að vegna þess að bensínið hækkaði, muni  sjálfvirkur reiknistuðull hækka verðið á nautakjötinu. Fyrir daga peninganna voru að vísu verðgildi mæld í ýmsum vörueiningum, t. d. að fyrir eitt lamb, fékkstu 1 sekk af korni eða fyrir 1 skippund af fiski fékkstu X mikið af einhverri annarri vöru. Þessum breytilegu viðskiptaháttum var hætt fyrir löngu og viðkipti látin byggjast á ákveðinni grunneiningu sem nefnist peningar, eða gjaldmiðill.

Gjaldmiðillinn er eignarþáttur, því hann er ekki hægt að eignast nema hafa látið einhverja aðra eign eða eignaverðmæti í staðinn. Eigninni eða eignaverðmætinu hefur þá verið breytt í ákveðna upphæð af þessum gjaldmiðli. Gjaldmiðillinn hefur ávalt ákveðið verðgildi, og hann verður að hafa sama verðgildi innan síns gildissvæðis, gagnvart öllum sem nota hann,  sama í hvaða formi sem sú notkun er.

Þar sem gjaldmiðillinn er eign, grundvallast verðgildi hans út frá eignamyndun, sem t. d.  tekjum þjóðfélagsins sem notar gjaldmiðilinn sem mælieiningu í viðskiptalífi sínu. Þar sem gjaldmiðillinn er sameiginleg mælieining þjóðfélagsins til greiðslu fyrir allar vörur og þjónustu sem selt er milli einstaklinga eða fyrirtækja, verður grunneining hans eða verðgildi  að vera algjörlega ótengt verðlagi vöru eða þjónustu innanlands.       

Gjaldmiðill þjóðar er hinn jarðfasti grunnur sem allt efnahagslíf þjóðar byggir á. Gjaldmiðillinn verður því skilyrðislaust að hafa sama verðgildi gagnvart öllum notendum hans, innan sama þjóðfélagsins. Annað framkallar alvarlega mismunun gagnvart hinum ýmsu notendum og/eða eigendum gjaldmiðilsins, og því augljóst brot á stjórnarskrá.

  Lítum í eigin barm. Undirstaða efnahagslífs flestra er vinnuframlag. Við seljum vinnuframlag í ýmsum myndum til að afla tekna. Verðgildi vinnuframlags tekur ekki breytingum út frá breytilegu verði vöru eða þjónustu í þjóðfélaginu. Þess vegna breytast laun ekkert þó verðlag þessara liða breytist.  verðgildi vinnustundar miðast við það verð sem einhver annar vill greiða fyrir vinnuframlagið. Tekjur miðast því við það verð sem fæst fyrir vinnuframlag  og getan til kaupa á vöru eða þjónustu, ræðst því fyrst og fremst af því hverjar tekjur eru.

Sé samskonar rammahutak notað fyrir heilt þjóðfélag, er eðlilegt að segja að vinnuframlag þjóðarinnar, sé verðmæti útflutnings. Geta þjóðar til kaupa á vörum eða þjónustu, frá öðrum gjaldmiðilssvæðum, byggist því fyrst og fremst á tekjum af útflutningi.

Við skiljum að það verð sem fæst fyrir vinnufarmlags okkar sjálfra (tekjur okkar), byggist á því hvað kaupandi vinnunnar vill greiða fyrir hana, en ekki því að við fáum ávalt sama magn af t. d. nautakjöti eða bensíni fyrir vinnustundina. Við ættum því að geta skilið að verðgildi gjaldmiðils þjóðarinnar verður að taka mið af tekjum þjóðarinnar, því hvað erlendir aðilar eru tilbúnir að greiða fyrir útflutningvörurnar, en ekki því að við getum ævinlega keypt sama magn af erlendum vörum eða þjónustu fyrir sama einingafjölda af gjaldmiðlinum.

Á sama hátt og laun okkar geta ekki tekið breytingum út frá verði á nautakjöti eða bensíni, er enginn grundvöllur fyrir því að verðgildi gjaldmiðils þjóðar taki breytingum út frá verði vöruflokka eða þjónustu sem þjóðin vill kaupa, þ. e. út frá neysluvísitölu.

Í áratugi hefur verið til hjá Seðlabankanum mælieiningin SDR, sem mælir meðalverðgildi allra gjaldmiðla sem við seljum í vörur okkar og þjónustu. Einskonar vísitala gengis krónunnar okkar. Þar sem krónan okkar hefur ekki, um langt árabil, verið látin fylgja verðgildi neins ákveðins gjaldmiðils, ætti hún eðli málsins samkvæmt að fylgja mælieiningu tekjugjaldmiðla, þ. e. mælieiningunni SDR.

Á það hef ég bent, allt frá árinu 1981, að hugmyndir og framkvæmd svonefndrar "verðtryggingar" krónunnar, sé brot á grundvallarreglu stjórnarskrár. Svonefnd "verðstrygging" gerir beinlínis ráð fyrir að krónan hafi mismunandi verðgildi milli tveggja innlendra aðila. Slíkt stenst ekki ákvæði stjórnarskrár, þar sem segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Alþingi er því óheimilt að setja lög, eða stjórnvöldum reglugerðir, sem beinlínis gera ráð fyrir því að króna annars viðskiptaaðilans hafi annað verðgildi en króna hins. Það er MJÖG alvarlegt brot á stjórnarskrá.

Svokölluð "verðtrygging" er einnig brot á öðrum þáttum. Hún er brot á alþjóðlegri reglu um reikningsskil.  Það byggist á því að svokölluð "verðstryyging" tekur alla sína viðmiðunarþætti frá verðlagi seldrar vöru eða þjónustu. Í hinum alþjóðlegu reglu um reikningskil, falla allir þeir liðir sem hin svokallaða "verðtrygging" reiknast út frá, undir liði rekstrargjalda og færast því í rekstrarreikning. Peningar teljast hins vegar vera eign og eiga aldrei heima í flokki rekstrargjalda. Peningar eru ævinlega í flokk eigna í efnahagsreikningi.

Í hinni alþjóðlegu reikningsskilareglu eru afar skýrar reglur um hvaða áhrif breytingar á rekstrarliðum hafa á eignaliði.  Hækkun rekstrarliða getur ALDREI sjálfkrafa valdið auknu verðgildi eða hækkun höfuðstóls peningalegra eigna. Af því dæmi má glögglega sjá, að þar sem viðmiðunarþættir (neysluvísitalan) fyrir aukningu á verðgildi krónunnar, byggist eingöngu á liðum sem tilheyra rekstrarliðum (útgjaldaliðum), er þessi regla alvarlegt brot á alþjóðlegri reikniskilareglu, samhliða því að vera MJÖG alvarlegt brot á stjórnarskrá.       

Ef til vill meira um þetta síðar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Orð í tíma töluð og vona ég að sem flestir kynni sér þessi mál.  Þakka þér kærleg fyrir góða og skilmerkilega grein, eins og gera mátti ráð fyrir frá þér og afskaplega vel rökstudd.

Jóhann Elíasson, 6.4.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú kemur mér endalaust á óvart Guðbjörn! Ég verð að lesa sum aftur og aftur til að fatta nýjan heim sem vissi ekki að væri til! Jóhann er búin að segja það betur sem mig langaði að segja, enda greinilega maður sem kemur orðum að hlutum..

Samt vil ég endur taka það sem hann segir. Takk kærlega fyrir kennsluna..þú ert ekki búin að nein smá áhrif á mig í rökfræði....þú ert stórmerkilegur maður..afsaka myndbreytinguna. Er búin að setja á mig vinnugallann og gera það sem þarf til að borga vanskilareikninga.. 

Óskar Arnórsson, 6.4.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kennslan þín Guðbjörn Jónsson! er heldur betur búin að koma mér á sporið! Getur lesið um árangurinn af skrifum þínu í síðustu bloggfærslu minni. Þarf að fara til Svíþjóðar og fylgja þessu máli eftir..og kannski annara landa..takk fyrir kennslunna..

Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mánudagur, 7. apríl 2008

Málaferli gegn Seðlabanka og öllum íslenskum einkabönkum og fjármálafyrirtækjum ákveðinn!

Er að undirbúa málaferli gegn öllum íslenskum bönkum og Seðlabanka. Hljómar kannski geðveikt og það mun kosta mikla peninga. Reglur stjórnarskrá Íslands og mál sem eru lík í Evrópudómstólum gera þetta mögulegt.

Ætla að vinna, og efna til samskota, fá aðstoð hjá öllum sem eru í sömu stöðu. Með riftun á öllum samningum og stefnum á skaðabótum getur þjóðin, eða allir þeir sem skulda minnstu smá upphæð, gert það sama.

Ætla ekki að fara út í þetta nánar, enn möguleiki er að vinna þessi mál með þeim afleiðingum að eina ráðið til einkabankar fari ekki á hausinn, er að Ríkistjórn þjóðnýti alla einkabanka.

Með einhliða riftun og stefnum, kem ég af stað stærstu málaferlum á Íslandi. Framferðið í efnahagsmálum er slíkt að bæði aðgerðir Seðlabanka og vaxtastefnu einkabanka, verðtrygging er kolólögleg og er sænskur stjörnu lögfræðingur með marga starfsmenn tilbúinn í slaginn.

Íslensk ríkisstofnun sagði upp einu samningi við mig á ólöglegu forsendum upp á 1.050.000.- og TR sagði upp tveim samningum, einum upp á ca. 1.000.000.- og neitaði 6.000.000.- króna greiðslu vegna þess að einhver eyðublöð voru ekki rétt útfyllt.

Þórarinn Tyrfingsson sem þrætir fyrir að hafa á þátt í þessu, hefur logið bein framan í andlitið á mér í þessu máli, og þurfti mörg ár til að fá þetta "leyndarmálaskrif" hans, í hendurnar. Hef ég sent honum eina síðu úr bréfi, og mig minnir að hann ætli að hætta núna. Lentum í riflidi í síðasta símtali.

Skaðabótamálið gegn honum verður fellt niður gegn tveimur skilyrðum: Að hann greiði 50% af höfuðstól þessara greiðslna og og sendi mér afsökunarbréf. Annars geri ég hann gjaldþrota og allir lögmenn hér á Íslandi og Svíþjóð, segja mér að ég geti unnið 10 sinnum þessa upphæð, borðliggjandi. en hann þarf að sjá fyrir sér eins og ég, og hef ég ekki áhuga á að gera hann gjaldþrota, því hann var einn af læknum sem bjargaði lífu mín eftir hassreykingar sem lömuðu heilastarfsemi sýna í mörg ár. Ég er það ekki í dag. Hann hefur brotið svo margar reglur og lög og orðið að gera það, að Björgúlfur myndi ekki getað bjargað honum, með öllum sínum peningum.

Góðir menn gera stundum vitleysur og mér finnst sjálfsagt mál að biðjast afsökunar. Mér var kennt það af hans eigin starfsfólki og hann kenndi þeim!

Hvað um það, að undirbúningur mun taka 4 - 6 mánuði, og ég ætla ekki að skilja neina fjármáladeild eða stofnun útundan í þessum  málaferlum sem ég er búin að ákveða.

Það er maður að nafni Guðbjörn, sem kom mér á sporið, bloggvinur sem er gamall bankamaður, er þegar að undirbúa að biðja hann um þá aðstoð sem lögfræðingahersveitinn frá Svíþjóð sem þarf að fara fram og til baka milli Svíþjóðar og  Íslands, áætlaður kostnaður við þetta verkefni er 300 - 500 milljónir, eingöngu í lögfræðikostnað.

Kannski þessar bankastofnannir eigi erfitt með að fá lán erlendis, en þeir virðast svo vissir í sinni sök, að þeir eru tilbúnir að semja um 20 % af kostnaði fyrir 20% af skaðabótum sem koma í unnu máli, en þeir tapa þessum 20% í töpuðu máli.

bara af því ég hef ekki efni á einkariturum hefur þessi þýðing mín á íslensku skölum verið tímafrek og hef ég eiginlega svefntruflanir í þeim tíma sem ég hef eytt í undirbúninginn og þýðingar á mikilvægum skjölum, nema þeim gögnum sem finnast í Evrópu dómstól, sem eru á ensku.

Málið endar líklegast þar, því það er af þeirri stærðargráðu. Minni á eitt skrítið mál, að dómari varð að gefa efnahagsbrotadeild, dómsúrskurð til að fá skjöl frá skattstjóra! Eitt skítamálið til viðbótar.

Enn kall ásakaði mig fyrir stuld á 40 milljónum og er ég enn að bíða eftir kæru, til að fá tækifæri að að ganga frá honum í réttarsal, endanlega en hann sveik bróðir minn og varð ég reiður.

Henti þessum peningum öllum, kveikti nokkrum milljónum og gaf sumum þurfandi, spilaði póker fyrir eins mikið og ég gat, svo ég gæti sannað í hvað peningarnir fóru. Ætla að sleppa honum með viðvönum að geraa bróður mínum engan skaða, og hann veit sannarlega hver ég er og ég veit allt um kauða.

Væri til að vera með honum á Litla-Hrauni, inni í heimi sem hann þyrfti að kynnast betur, og þar fengi hann að kynnast fólki sem berst fyrir lífi sínu og ekkert "elsku mamma" líf þar. Reyndi virkilega að komast þar inn, en kerfið vill mig ekki sem fanga og ég er ekki nógu siðlaus þrátt fyrir góða æfingu í að "trixa" mig þar inn.

Þetta er búið að ákveða, fer til allra Norðurlanda og byrja að "skrapa" saman fyrir þessu máli. Veit að mér tekst það, því með réttri handleiðslu sem ég fæ frá kennara í sálfræðihernaði, Phd. kennari, í bæði venjulegum lögreglu skóla Svíþjóðar, og kennari í Leyniþjónustu Sapo, sem gjarna munu styðja mig í þessu máli, því "huldumanna-deildir" leyniþjónsturnar eru margar, og eru ekki til, yfirmenn þræta fyrir þær, en ekki einu sinni ráðherrar fá aðgang að kostnaði sem þessum deildum fylgja.

Allt verður gert samkvæmt lögum en mikilli tækni beitt við upplýsingaöflun, og ég þekki rétta fólkið í svoleiðis aðferðum.

Svikum Ríkisins og hálfvitagangi, ísköldum einhliða ákörðunnum Fjármálaráðamanna verður mætt með meiri hörku og grimmd, grimmd sem er svolítið, sem þeir hafa varla hugmyndaflug til að skilja sjálfir, ekki tíma fyrir þær, því þeir er of uppteknir við að gefa skít í alla sem eru hjálpar þurfi á þessu landi...og það er eina æstæðan að ég ætla að kynna mig opinberlega.!

Það þarf virkilega sterka menn, sem hafa verið skíthælar og drullusokkar, eins og ég var, og grimmari en mér var hollt, til að geta mætt fólki sem sýna sömu aðferðir og ég notaði á unglingsárum mínum, vegna sorgar sem er mjög öflugur kraftur, sé henni beitt skynsamlega!

Ég mun engum hlífa sem er þáttakandi í þessu, hvort sem einhver verður dæmdur eða ekki í lokinn, er ekki aðalmálið. Fólk fær að vita hverjir sjórna þessu landi og hvernig. Það er öllum hollt að vita það, sérstaklega ungu fólki sem er framtíð þessa lands. 

Vona að ég finnist ekki dauður einhverstaðar, en ef það skeður reynið þá að finna út hver olli honum. Hvort sem mér verður slátrað á Íslandi eða erlendis, eða hverfi sporlaust. Ég á 5 börn sem eru vitni að því að ég mun vera nálægt þeim á meðan ég stend í þessu, og eru þau öll traust vitni.

Það er of seint fyrir Ríkisstjórn, Seðlabanka og allar fjármálastofnannir að semja sig út úr þessu, því þeir hafa ekki efni á því. Og líklegast ekki áhuga á því heldur, lifa í þeirri trú að þeir séu öruggir, en eru það heldur betur EKKI!!.  

Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband