Hvers vegna hækka vextirnir????

Líklega eru Þeir fáir í þessu landi sem ekki vilja græða peninga. Líklega eru þeir líka fáir sem ekki vilja hafa viðskiptafrelsi í landinu. Markmið bankanna, líkt og flestra annarra, er að græða peninga á starfsemi sinni. Leið þeirra til þess, er að lána út peninga með eins háum vöxtum og þeir komast upp með. Hvort sem bankinn tekur við innlánum til ávöxtunar og varðveislu, eða tekur peninga að láni, t. d. frá útlöndum, verður hann að geta lánað þessa peninga út til annarra aðila, til þess að fá af þeim tekjur, til að greiða þá vexti sem hann þarf að greiða þeim sem eiga-, eða lánuðu honum peningana.

Líklega vita þetta nú allir, og líklega færu flestir sömu leið og bankastjórarnir, að taka eins háa vexti af útlánum og þeir komist upp með; því þeir eins og flestir aðrir, vilja græða peninga. Erum við þá ofurseld græðgi bankanna hvað varðar vexti af lánsfé?

Svarið við þessari síðustu spurningu er NEI. Við höfum ýmis stýritæki til að lækka vextina en við þurfum meðvitað að velja hvaða tæki við viljum nota.

Við getum kvartað, eins og við höfum verið að gera, og vænst þess að stjórnvöld sjái til þess að bankarnir lækki vexti. Vegna þess að lög kveða á um að í landinu sé viðskiptafrelsi og þar með vaxtafrelsi, hafa stjórnvöld engin tök á að skipa bönkunum að lækka vexti; nema því aðeins að stjórnvöld breyti lögum og afnemi vaxtafrelsið. Er það leiðin sem við þurfum að fara? Viljum við leggja af frjálst markaðstengt peningakerfi og taka upp miðstýrt kerfi þar sem stjórnvöld ákveða með lagasetningu hvaða vexti lánastofnanir megi innheimta? Ég efa það. En, getum við haft áhrif á hvað háa vexti bankarnir taka taka?

Svo skrítið sem það er, þá felst aflið til að bæla græðgi bankanna, einmitt í því sama afli hjá okkur sjálfum, þ. e. að við getum bælt græðgina í okkur sjálfum. Við þurfum að hafa kjark til að horfast í augu við, að það er ekkert annað en græðgi okkar sjálfra, í að eignast hitt og þetta STRAX, að gera þetta eða hitt NÚNA STAX, sem heldur þetta háu vaxtastigi hjá okkur.

Líkt og aðrir fíkni-neytendur, leiðum við ekkert hugann að því hvað hluturinn sem við kaupum eða það sem við gerum, og greiðum fyrir með lánsfé, kostar okkur endanlega, einungis að við getum fengið hann STRAX. Við getum ekki hamið fíkn okkar meðan við vinnum fyrir peningunum áður en við eyðum þeim. Fíkninni verður að svala STRAX.

Líkt og fíkniefnasalar lækka ekki verð fíkniefna meðan kaupendur eru til staðar, er alveg ljóst að lánastofnanir munu ekki lækka vexti af lánsfé meðan fólk tekur fé að láni gegn greiðslu þetta hárra vaxta.

Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er því þessi. Eigum við enn það mikið eftir af sjálfsvirðingu, sjálfsaga og sjálfsstjórn, að við getum sjálf þvingað okkur til að lifa einungis af því fé sem við höfum þegar aflað, utan þess lánsfjár sem við þurfum til fjárfestingar í íbúð og bíl?  Ef við höfum misst svo mikla sjálfsstjórn að við ráðum ekki við þau verkefni, verða stjórnvöld að taka af okkur frelsið sem við höfum til lánsfjáröflunar og skilyrða starfssemi lánastofnana við brýna hagsmuni þjóðfélagsins.

Ég held að fæst okkar vilji slíkt forræðisskipulag. En, eina leiðin til að forðast slíkt, er að taka sig á sjálfur. Engum á nú orðið að dyljast að á undanförnum áratugum höfum við lifað langt um efni fram, og eytt margfallt meiri peningum en við höfum aflað.

Einstaklingur sem í áratugi eyðir umtalsvert meiri peningum en nemur tekjum hans á sama tíma, missir lánstraust og virðingu; lendir í greiðsluerfiðleikum og endar í gjaldþroti. Sömu örlög bíða þjóðfélaga sem sýnaa fullkomið ábyrgðarleysi í fjármálaum; eins og við höfum gert í nokkra áratugi.

Viljum við að slík verði endalok fjárhagslegs sjálfstæðis lýðveldisins Ísland?????                     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir aldeilis frábæran pistil að venju Guðbjörn! Og hvernig þú tengir fíkn saman við græðgi er fáum gefið að orða betur enn þér eftir allann lestur minn á þessum endalausu bloggum. Hvað sem háum vöxtum líður hjá bönkum, ætti það að vera áhyggjuefni þega eiturlyf lækka ískyggilega mikið verði þessa daganna. Það er enn ein staðreyndin þó götusalan standi í stað og verðið þar, þrátt fyrir fall krónunar..

Óskar Arnórsson, 15.4.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 165530

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband