17.4.2008 | 17:55
Það er bara búið að spá vondu. Það er ekki enn farið að blása á móti
Ég velti fyrir mér hvort fólk sem nú er á miðjum aldri, eða eldra, sé búið að gleyma hörmungunum sem dundu yfir í kjölfar óðaverðbólgunnar á árunum 1982 - 1988. Atvinna minnkaði, launin stóðu í stað, eða jafnvel rýrnuðu vegna verðbólgunnar, en skuldirnar hækkuðu á stjarnfræðilegum hraða, svo engin réði við neitt.
Það er svolítið skrítið að hugsa til þess að þegar þau ósköp dundu yfir þjóðina sem að ofan er drepið á, voru flestir sem nú eru tiltlaðir sérfræðingar í fjármálum okkar, enn námsmenn, á breytilegum aldri, allt frá gagnfræðaskóla til háskóla. Það er líka skrítið að hugsa til þess að engir þessara sérfræðinga hafa neina verklega rekstrarþekkingu úr framleiðslugreinum þjóðfélagsins, sem þýðir að þeir hafa lítið að byggja á til lausnar á þeim vandamálum sem þeir sjálfir hafa steypt þjóðfélaginu í.
Í skuldaholskeflunni fyrri, sem byrjaði í raun að vinda upp á sig 1982, stóð ég nokkur ár í afar hörðum slag við lánastofnanir, lögfræðinga og réttarkerfið, til varnar mannréttindum skuldara. Þá var verið að takast á um fjárhæðir sem eru hreinn barnaleikur á við þær fjárhæðir sem venjuleg meðalfjölskylda skuldar í dag. Slagurinn við að koma á ferli skuldbreytinga, greiðsludreifingu, óformlegum nauðasamningum og að verja venjulegt innbú fyrir uppboði, tók oft á taugarnar. Vonandi verður hægt að byggja ofan á þá reynslu sem komin er, í þeim erfiðleikum sem óumflýjanlega eru framundan.
Fyrirsögn fréttarinnar er "Róðurinn að þyngjanst." Líkingamálið að róið sé móti vaxandi vindi. Í þeirri samlíkingu tel ég, út frá reynslu minni af fyrri niðursveiflu 1982 - 1988, að enn sé einungis andvari á móti, sem vart bærir hár á höfði fólks. Líklega fer mótvindur að vaxa verulega á næsta ári, líklega upp úr miðju ári, og gæti orðið ansi stífur á árunum 2010 - 2012.
Fyrir nokkru var mér sagður afar athyglisverður draumur, sem greinilega var tengdur þjóðfélagsþáttum. Ýmislegt úr þeim draumi, eins og ég réði hann, er þegar farið að koma fram. Gangi ráðningin öll eftir, mun það ábyrgðarleysi sem sýnt hefur verið í fjármálum lánastofnana og rekstri þjóðfélagsins undanfarna áratugi, skjóta afkomustöðu okkar u. þ. b. 40 ár aftur í tímann. Það lenda margir upp á grynningum og verða strand, en það verður ekkert manntjón í þessum breytingum.
Ég óttast mjög að draumur þessi birtist í veruleikanum, því miður.
Róðurinn að þyngjast" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.