20.4.2008 | 13:07
Er grasið grænna handan girðingarinnar???
Eigum við að sækja um ESB aðild? Ef raunhugsun er notuð, finnst mér líklegt að margir vildu ekki leggja í þann kostnað sem því fyldi. Af hverju segi ég þetta og af hverju tala ég um kostnað?
Það sem við vitum, er að á undanförnum árum hefur Evrópusambandið verið að stækka.
Við vitum að öll þau ríki sem bæst hafa við, eru fátæk, með mikið atvinnuleysi, litlar gjaldeyristekjur, mikið minni félagslega þjónustu en við þekkjum hér.
Við vitum að þessi ríki þurfa mikla fjárhagslega aðstoð frá ESB til þess að jafna stöðu þeirra í átt til meðaltals ESB-ríkja.
Við vitum að þau ríki sem eru í biðstofunni, að bíða þess að fá inngöngu, eru líka fátæk og þurfa mikla fjárhagsaðstoð, verði þau samþykkt.
Við vitum að fjárhagslegur vandi ESB var orðinn verulegur, áður en þessi fátæku ríki bættust við ESB hópinn, og að í hinum fáu efnuðu ESB ríkjum hafa verið harðar deilur um kostnaðinn sem fylgir rekstri ESB. Sá kostnaður hefur aukist verulega við inngöngu þessara fátækari ríkja.
Við vitum að um margra ára skeið hafa endurskoðendur ESB ekki treyst sér til að skrifa upp á ársreikninga sambandsins vegna fjárhagslegrar óreiðu.
Við vitum að hluti hinna efnaðari ESB ríkja hafa neitað að auka fjárframlög sín til sambandsins og m. a. af þeim sökum höfum við verið pressuð til að hækka greiðslur okkar til sambandsins vegna EES samningsins.
Við vitum að Ísland er talið með ríkustu þjóðum Evrópu, þó við séum jafnframt líklega skuldugasta þjóðin, miðað við fólksfjölda.
Við vitum að gjaldeyrisöflun okkar er með því hæsta sem gerist innan ESB, miðað við fólksfjölda. Í ljósi þessa munum við verða krafin um hæstu greiðslunar til ESB og á móti fá lægstu greiðslurnar frá ESB vegna hárra tekna og víðtæks velferðarstigs.
Við vitum að vegna fjölgunar ríkja innan ESB, eru að verða breytingar á ákvarðanatökum. Vægi smáríkja er að minnka. Þessi þróun mun verða hröð á komandi árum, vegna krafna stóru ríkjanna sem leggja til megnið af fjármagninu. Þeir eru þegar farnir að krefjast meiri áhrifa á ákvarðanir sambandsins. Þeim kröfum mun ekki verða hægt að hafna, því engin ríki geta tekið stöðu þeirra í fjármögnun á rekstri sambandsins og greiðslu styrkja til fátæku ríkjanna.
Í ljósi alls þessa mun raunveruleikinn leiða í ljós að aðild að ESB mun kosta þjóðina umtalsvert meira en við munum fá í styrki. Bæði er það að vegna fjölgunar fátækra ríkja, sem þarfnast styrkja, sem og vaxandi tregðu ríkja til að fjármagna þennan kostnað; vaxandi erfliðleika, á heimsvísu, við öflun lánsfjár, versnandi stöðu ESB til lántöku vegna þess að endurskoðendur hafa ekki staðfest ársreikninga - allir þessir þættir samverkandi munu leiða til þess að styrkveitingar frá ESB munu lækka verulega á komandi árum.
Hvað varðar verðgildi gjaldmiðils okkar, eða hvað hann heitir, hefur ekkert með ESB aðild að gera. Verðgildi gjaldmiðilsins er alfarið innlend pólitísk ákvörðun. Ef okkur sýnist vænlegast fyrir þjóðina að fylgja verðgildi Evru, getum við allt eins hækkað verðgildi krónunnar, þannig að ein Króna verði jafngild einni Evru og binda síðan gengi Krónunnar við gengi Evrunnar. Slíkt er nákvæmlega sama þjóðfélagslega breytingin og að taka upp Evruna.
Ef menn treysta sér ekki í þessa breytingu, hafa þeir ekki verið raunsæir í kröfum sínum um upptöku Evru í stað Krónu.
Spurning dagsins er: Mun fjármála-, fjölmiðla- og stjórnmálamenn okkar treysta sér til að ræða RAUNVERULEIKANN sem því fylgir að ganga í Evrópusambandið???? Ég efa það.
67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Því miður þá eflaust ekki
Berglind, 20.4.2008 kl. 13:43
Takk fyrir pistilinn Guðbjörn!
Innganga í ESB verður bara stærsta frelsissvifting Íslandssögunar í mínum huga. Þú kann þetta betur enn ég. Er samt búin að vera vittni að hafförunum í Svíþjóð eftir inngöngu í ESB og þó þeir séu sterkefnaðir og 9 milljón manna þjóð, er það ESB sem er að gera út af við þá.
Nota hér örstutta táknræna mynd hér að neðan til að lýsa áhrifunum af afleiðingum smákalla ef þeir reyna að fara inn í ESB og hafa áhrif. Kíktu bara og og segðu mér hvort samlíkinginn sé ekki rétt. Nota þessa mynd við allskonar tækifæri því mennirnir 2 í myndinni komust á lista yfir heimskustu afbrotamenn í USA. Smella hér: http://www.youtube.com/watch?v=TyeRMhB1qsg&NR=1
Óskar Arnórsson, 20.4.2008 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.