Atvinnubílstjórar greiða u. þ. b. 20% lægra eldsneytisverð en almennir borgarar

Rökin sem vörubílstjórar hafa notað til réttlætingar á ofbeldi sínu gegn umferð almennra borgara eru ýmist röng eða afar veik.

Þeir vilja lækkun á gjaldtöku ríkisins af seldu eldsneyti, en sú gjaldtaka hefur verið sama krónutala frá árinu 2003, og mun vist vera sú lægsta á norðurlöndum, þó jarðvegur og veðurskilyrði hér geri viðhald vega dýrara hér en þar.

Þeir segja einnig, að eftir hækkun eldsneytisverðs, greiði þeir meira í virðisaukaskatt til ríkissjóðs og vilja á þeirri forsendu fá lækkun eldsneytisverðs. Lítum aðeins nánar á þessa forsendu.

Ofan á selda þjónustu sína er vörubílstjórum skylt að leggja 24,5% skattstofn (virðisaukaskatt) til ríkissjóðs, og innheimta hann samhliða tekjum sínum. Þessum skattstofni þurfa þeir að skila til ríkisins á tveggja mánaða fresti.  Við skil bílstjóra á áðurnefndri skattinnheimtu, kemur til frádráttar allur sá virðisaukaskattur sem bílstjórarnir hafa greitt í sínum rekstrargjöldum, þar með talið virðisaukaskattur af eldsneyti.

Hvað segir þetta okkur: Jú það segir að þeir greiða virðisaukaskattinn ekki af tekjum sínum. Þeir greiða hann af innheimtum skattstofni sem ríkið á. Þegar þeir hafa dregið frá innheimtum viðrðisaukaskatti, allan þann virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt í rekstrarkostnaði sínum, skila þeir afganginum af hinum innheimta skatti til ríkissjóðs.

Eins og sjá má af þessu er það í raun ríkissjóður sem greiðir virðisaukaskattinn í rekstrargjöldum vörubílstjóra. Atvinnubílstjórar eru því í raun á niðurgreiddu eldsneyti, og öðrum rekstrarkostnaði bíla, meðan við, hinir almennir borgarar, fáum virðisaukaskattinn í rekstragjöldum okkar EKKI endurgreiddann.   Niðurgreiðsla þessi nemur u. þ. b. 20%, þegar með væru talin hugsanlegar vaxtatekjur af innheimtum viðrðisaukaskatti.

En hvað mundi svo gerast ef virðisaukaskattur í rekstrargjöldum vörubílstjóra væri hærri en virðisaukaskattur, sem innheimtur er sem viðbót við tekjur. Mundu bílstjórar þá þurfa að greiða þann virðisaukaskatt?  Nei. þeir þurfa þess ekki. Komi það fyrir að greiddur virðisaukaskattur sé hærri en innheimtur skattur, endurgreiðir ríkið þeim það sem þeir þurftu að greina, umfram það sem þeir innheimtu.

Eins og hér hefur verið glögglega sýnt fram á, skiptir ekki máli fyrir tekjuumhverfi vörubílstjóra hvort virðisaukaskattur er nú, einhverjum krónum hærri en hann var fyrir nokkrum mánuðum síðan. Slíkt breytir einungis tölu hjá ríkissjóði, en lækkar um leið mismunatöluna á innheimtum og greiddum virðisaukaskatti, sem bílstjórarnir þurfa að skila ríkinu.

Þá er það hvíldartímaákvæðin. - Reglugerð Evrópusambandsins um hvíldartíma atvinnubílstjóra er búin að vera deiluatriði hér á landi í nokkur ár. Reglugerð þessi var fyrst og fremst sett vegna langtímaaksturs á hraðbrautum Evrópu. Slíkur akstur er slævandi, þannig að viðbragð ökumanns minnkar, auk þess sem honum hættir við að sofna undir stýri, sé ekið of lengi í einu.

Að sjálfsögðu á þessi reglugerð ekki við hjá okkur, en atvinnubílstjórar brugðust ekki rétt við á aðlögunartímanum - þeir settu ekki fram gagnleg rök til að við gætum fengið undanþágu frá þessum reglum.

Vinna við að afla undanþágu frá þessari reglu var komin vel á veg áður en bílstjórar hófu sínar aðgerðir; enda var þessi krafa ekki meðal upphaflegar krafna þeirra.  Evrópusambandið er hins vegar þung og svifasein stofnun, þess vegna tekur það tíma að koma svona undanþágu í gegnum regluverk þeirra. Betra hefði verið að gera eins og ég lagði til á aðlögunartímanum, að leggja fram skýr rök fyrir sérstöðu okkar, og fá undanþáguna meðan reglurnar voru í vinnslu hjá ESB.

Vökulögum bílstjóra verður breytt hér á landi um leið og leyfi fæst til þess frá Evrópusambandinu.

Eins og hér hefur verið rækilega bent á, líkt og í fyrri pistlum mínum um sama efni, hvet ég bílstjóra til að hætta þessu upphlaupi, því það er ýmist byggt á misskilningi eða þekkingarskorti á málefninu.

Reynið að lifa í sátt með okkur hinum. Þið eru þó alla vega afsláttarhópurinn í hækkandi heimsmarkaðsverði á eldsneyti.   


mbl.is Boðaðir í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband