Bílstjórar! Sýnið skynsemi

Ég vil skora á vörubílstjóra að sýna þá skynsemi að lýsa nú þegar yfir að þeir séu hættir aðgerðum. Eins og staðan er nú, er greinilegt að þeir eru í raun orðnir skálkaskjól æsinga- og ofbeldismanna, sem leita sér að færum til að misþyrma öðrum og valda vandræðum.

Slík aðferðarfræði hefur hvergi í heiminum skilað betra eða réttlátara samfélagi.

Vinum af hógværða saman að varanlegri lausn mála.        


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örný Perný :D

SKoraðu frekar á almennning því það eru þeir sem eru með læti samkvæmt fréttinni.  Bílstjórarnir voru bara að ná í bíla sína. Maðurinn sem var handtekin var ekki einn bílstjóranna

Örný Perný :D, 24.4.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: AK-72

Á meðan er óljóst hvað gerðist og hvers vegna og eins og í gær þar sem fréttir voru misvísandi, er best að bíða með að blogga.

AK-72, 24.4.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: argur

Er ekki málið að skora líka á stjórnvöld að fara að gera eitthvað í málinu áður en einhver slasast.

Stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í að lækka olíugjaldið og slá þannig aðeins á verðbólgu og hækkandi verðlag sem er að sliga heimilin í landinu.
Þá væri fínt að lækka olíugjaldið aðeins meira á díselolíunni og friða þannig atvinnubílstjóra og gera díselbíla aftur raunhæfan kost fyrir almenning og draga þannig úr mengun.

argur, 24.4.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Á Landinn bara að nöldra heima við eldhúsborðið eins og undanfarna áratugi? Hverju hefur nöldrið skiðað öðru en óánægðu fólki...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 15:35

5 identicon

Hvernig væri nú bara að selja bensínhákinn á heimilinu og fá sér eitthvað praktískt og reyna berjast fyrir lægra matarverði í staðinn ?

 Það þurfa allir að borða en það þarf enginn að vera á 44" krúser

Baldur S (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:40

6 identicon

Hvað

Jón Ingi (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:04

7 identicon

þið ættuð að fara að skilja það að þegar bensín verð hækkar, að samkvæmt lögum markaðarins sem stjórnast af framboði og eftirspurn þá ætti eftirspurn að minnka eftir vörunni. en nei hér vilja menn halda neyslufylleríinu áfram og bara láta lækka álögur ríkisisn á eldsneyti sem að eru mun lægri en í evrópu. Menn vilja ekki fatta það að ef þeir minnka neyslu sína á eldsneyti að þá lækki verðið, nei höldum áfram að spreða og spreða taka lán fyrir 20 milljóna króna vörubílum sem að enginn getur borgað af. og að því að þeir geta ekkki borgað af þeim þegar erlendu lánin þeirra hækka  þá er bara vælt í ríkinu yfir því að þeir skuli hafa keypt sér svona dýra bíla og að þeir hafi ekki efni á að reka þá, fokk sjitt :) þetta er bara orðið fáránlegt.

held að menn ættu að hreinsa aðeins til í toppstykkinu á sér og ef að þeir ráða ekki við að reka þetta þá bara hækka útseldu vinnuna sína til þess að ná hærri INNSKATTI sem að við almenningur fáum ekki nú eða hætta rekstri og einbeita sér að einhverju sem að hæfir þeim.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:09

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Mér sýnist fáir sem hér setja inn athugasemdir vera með einhverja vitneskju um hvað felsit raunverulega í mótmælum bílstjóranna. Flestir hins vegar tilbúnir til að stofna til vandræða, sem vafalaust auka útgjöld þjóðarinnar og lengjaí bið "ömmu" eftir plássi á stofnun.

Ég tek ekki þátt í æsing eða ofbeldi, en ef þið viljið skilja betur um hvað málið snýst, þá getið þið lesið færslurnar á blogginu mínu, sem fjalla um þessi mál.

Ef einhver skrifar af skynsemi, mun ég reyna að spjalla við hann, eins og ég hef tíma til. 

Guðbjörn Jónsson, 24.4.2008 kl. 16:43

9 identicon

Hvað eiga stjórnmálamenn að gera í þessu?

Lækka skatta?

Olíufélögin myndu gefa c.a. 3 vikur áður en þeir myndu hækka éta þá hækkun. Bensínverð er hærra á sumum norðurlöndum.

Eiga þeir að breyta hvíldartímaákvæðum? Það eru samræmd ákvæði um alla evrópu. Þetta kemur beint frá Brussel. Einnig eru stjórnvöld að biðja um undanþágu frá þessu, alveg ótengt mótmælunum.

Á lögreglan að sitja aðgerðarlaus á meðan einstaklingar loka götum borgarinnar? Nei. Það virkar ekki þannig.

Á lögreglan að sýna meðalhóf? Já. Lögreglan hefur gert það og gerði það einnig í gær. Lögreglan beindi fyrirmælum til mótmælenda í c.a. klukkustund áður en ákvörðun um að taka bílana. Eftir að ákvörðun hefur verið tekin verður ekki vikið frá því. Annað bíður upp á algera vitleysu og meiri tafir.

Er heimilt að berjast við lögregluna ef menn eru ósáttir við vinnubrögð hennar? Nei.

Eiga stjórnvöld að "gera eitthvað" til þess að friða mótmælendur og gefa þannig eftir ólöglegum aðgerðum. Nei. Það myndi gefa slæmt fordæmi.

Takk fyrir mig.

Jónas (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 18:03

10 identicon

Það er sammála því að að nöldra heima skilar engu. Fólk á að mótmæla almennilega og ekki láta bavíana á powertrippi koma í veg fyrir það, eins og þennan fræga sem öskraði "GAS GAS GAS". Að kýla löggu er ekki neitt sem á heima í þannig mótmælum, þó svo að ég skilji alveg að fólk verður heitt í hams og löggan með sinn kjaft og manneskjan missir kannski bara stjórn á sér. Flestir hafa lent í því, bloggarar sjá að vinsælast er að rakka hann niður og fylgja þeirri bylgju bara eftir. Aftur, ég styð ekki glórulaust ofbeldi, en smá skilning má svosem sýna. Að hanga á mbl.is og blogga ýtir ekki rasskat á stjórnmálamenn að gera neitt, en smá læti bara kannski gætu gert eitthvað...Og mér er alveg sama þótt ég sé ekki "politically correct".

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband