25.4.2008 | 14:24
Mistök "mótmælenda"
Að ná árangri í réttinda- eða kjarabaráttu, krefst góðrar greiningar á markmiðum, raunsannrar þekkingar á veikleikum þess sem sótt er að, og góðrar skipulagningar og agaðra framkvæmdar, þeirra aðgerða sem hugsanlega þarf að grípa til svo árangur náist.
Áður en aðgerðir hefjast, þarf kröfuaðili að gera kröfur sínar skýrar og raða þeim upp í forgangsröð. Fyrst þær kröfur sem mikilvægast er að ná í gegn og helst að vera með ábendingu um mögulega leið til þess. Næst komi þær kröfur sem gott væri að ná inn í samkomulagið, en eru samt ekki eins krefjandi og aðalkröfurnar. Í þriðja lagi kröfur sem fyrst og fremst eru ætlaðar sem skiptikröfur, sem fella mætti út í skiptum fyrir lausn eða samning. Að síðustu þarf svo að skipuleggja sóknina; byrja með hógværum en ákveðnum þrýsting á allar kröfurnar og setja sér síðan meginmarkmið um hvenær og hvernig þrýstingur verði aukinn og gefið eftir varðandi aukakröfurnar.
Þegar sótt er að stjórnvöldum eða atvinnurekendum er sérstaklega mikilvægt að haga sókn sinni þannig að þessir aðilar upplifi sig vera þá sem hafi völdin og getuna til að láta breytignar eiga sér stað. Þess vegna er mikilvægt að sækja þannig fram að þeir geti átt hina endanlegu tilögu, sem leiðir til lausnar. Það byggist á því, að það eru þessir aðilar sem uppfylla þurfa samkomulagið. Þeir verða fúsari til að leita lausna málsins, finni þeir sig sem gerendur og að þeir eigi lausnina, frekar en ef þeir upplifa sig þvingaða til sátta. Þetta eru fyrst og fremst sálræn atriði, en eigi að síður afar mikilvæg.
Viðhorf kröfuaðilans er einnig afar mikilvægt. Hann þarf að gæta þess vandlega að málflutningur hans eða aðgerðir, beri ekki í sér tilfinningahita, því slíkt truflar honum yfirsýn og laðar að verkefninu æsings- og öfgaöfl, sem fyrst og fremst sækjast eftir átökum og athygli. Stöðugt þarf því að gæta að rökfestu, heiðarleika og kurteisi, og líta eingöngu á kröfurnar sem verkefni til úrlausnar en ekki sem tilfinningalegt óréttlæti.
Alla þessa grundvallarþætti vantaði í aðgerðir vörubílstjóranna. Farið var af stað með hópaðgerðum gegn samferðafólki þeirra í umferðinni. Aðgerðin var flokkuð sem mótmæli, en slíkar aðgerðir eru yfirleitt tilfinningalegs eðlis og sjaldnast með skýra mynd af lausnum; enda fyrst og fremst verið að losa um tilfinningapressu frá einhverju sem þegar hafði verið tekin ákvörðun um.
Eins og málin hafa þróast er orðið ljóst að þessi hópur vörubílstjóra mun engum árangri ná; einungis valda stéttarbræðrum sínum vandræðum og loka leiðum þeirra til eðlilegra samskipta við stjórnvöld. Í ljósi alls þessa teldi ég þá gera stéttarbræðrum sínum mestan greiða með því að lýsa því formlega yfir að þeir væru hættir öllum aðgerðum og segðu sig frá öllum samskiptum við stjórnvöld vegna þeirra mála sem til umfjöllunar hafa verið.
Það væri góð sumargjöf fyrir stéttarbræður þeirra, sem þá gætu metið stöðuna frá byrjunarreit.
Sleppt úr haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.