Virðingarverð afstaða

Lára Ómarsdóttir, fréttamaður fær okkur, fólkinu í landinu, afar sterkt vopn í hendur, til að krefjast þess að fólk í opinberu starfi beri meiri virðingu fyrir sjálfu sér, starfi sínu og landsmönnum yfirleitt. Hún sýnir afar þroskað viðhorf til sjálfrar sín, starfsstéttar og vinnuveitandans, með því að segja af sér.

Mig undrar verulega hve mikill fjöldi fólks er flúinn úr heimi raunveruleikans á vald tilfinningaólgu og óheflaðrar framkomu. Þessa þróun þyrft virkilega að fara að skoða, áður en hún verður þjóðfélaginu til vansæmdar.

Ég hef borið virðingu fyrir Láru sem fréttamanni. Ég hef aldrei gert þá kröfu að neinn sé óskeikull, þess vegna get ég alveg fyrirgefið Láru "gálgahúmorinn". Ég nota hann oft sjálfur til að tappa af dramaspennu.

Mig undrar óraunsæi fólks í umfjöllunum sínum. Lára hefði haft ansi rúman tíma ef hún hefði átt að komast til allra þessara sem þarna köstuðu eggjum; fá þá til að fara út í búð og kaupa eggin og stilla sér upp til að kasta þeim, og það AKKÚRAT á réttum tíma þegar stöð2 var með myndavélina í gagni.  Já fólk virðist hafa mikla trú á hæfileikum og getu Láru. Ég hins vegar set nokkuð mörg spurningamerki við að hún hafi geta komið þessu öllu í kring, þó öflugur fréttamaður sé.

En Lára færði okkur vopn. Nú getum við, fólkið í landinu, gert harða kröfu um að aðrir aðilar í opinberu starfi, axli ábyrgð á gjörðum sínum. Það hlýtur t. d. að vera alvarlegra þegar ráðherra verður uppvís að því að brjóta stjórnarskrá, en að fréttamaður sé með "gálgahúmor" baksviðis, við samstarfsmann. Eða finnst fólki það ekki?

Þakka þér fyrir framtakið Lára og vegni þér vel í framtíðinni.                  


mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loopman

Hvers konar bull vellur uppúr þessar manneskju. Eftir að hafa horft á Láru í kastljósinu og á stöð 2 núna áðan, þá er ég sannfærður um að hún sé of hrokafull til að taka ábyrgð.  Harkaleg orð, vissulega, en þegar manneskja setur sjálfa sig upp sem eitthvað fórnarlamb með tali sínu og fasi þá þykir mér það ekki fínn pappír. 

Hugsið ykkur að kalla þetta grín, og fréttastjóri stöðvar 2 tekur undir það líka. Þetta er ekkert grín, þetta er gamallt trikk fjölmiðlamanna til að fá þær fréttir og þær myndir sem þeir vilja fá. Málið er bara að láta ekki ná sér.

Hún var gripin í bólinu og það þýðir ekki að vera með fórnarlambsstæla og segja "ég er fimm barna móðir... bla bla bla" og "ég geri þetta ekki nema að vel íhugðu máli....". Það er alveg pottþétt að hún er komin með vinnu eða einhver loforð um slíkt. Fimm barna móðir segir ekki upp útaf smotteríi eins og þessu nema það sé eitthvað sem hún á sem backup. Ekki nema hún sé svo vel gift einhverjum manni sem er með milljónir á mánuði til að halda henni og krakkahernum uppi. Það er víst gott að búa í Mosfellsbænum.

Svo toppaði hún þetta með því að hikksta, hika og sýna öll merki óöryggis með sína sannfæringu þegar hún var að lýsa þessu gríni sínu bæði í kastljósinu og sérstaklega á stöð 2 kom hún illa út.

En að segja að þetta hafi verið "lélegur kaldhæðnishúmer sem almenningur skilur ekki". Það er HROKI og þess vegna kalla ég hana of hrokafulla til að taka almennilega ábyrgð.

Fréttastjóri stöðvar tvö átti að reka hana undir eins. Þannig hefði hann bjargað trúverðugleika stöðvarinnar.

Loopman, 25.4.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég var ekki á staðnum, en ef ég ímynda mér atburðarásina út frá þeim myndskeiðum sem fram hafa komið, gæti ég giskað á að hún hefði verið eitthvað á þessa leið.

Lára er að tala við útsendingastjórann í síma. Hann er að segja henni að hún verði í loftinu eftir tvær mínútur. Á þeim tíma er ekkert að gerast; ekkert til að mynda eða beina athyglinni að. Lára segir útsendingarstjóranum þetta. Hann segir að hún sé að fara í loftið og hún verði að gera eitthvað. Í þreitulegri keskni segir Lára við útsendingarstjórann. Hvað á ég að gera? Ég get svo sem trúlega fengið einhvern til að kasta eggjum meðan við myndum.

Það var engin frétt, ekkert að gerast, en samt ákvað útsendingarstjórinn að Lára ætti að fara í loftið og segja frá, en hverju átti hún að segja frá þegar ekkert var að gerast?

Af hverju breytti útsendingarstjórinn ekki planinu, fyrst ekkert var að gerast, í stað þess að setja Láru í þessa pressu? 

Guðbjörn Jónsson, 25.4.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér Guðbjörn, og svo sannarlega vekur það mann til umhugsunar hvort að opinberir aðilar eigi ekki að taka meiri ábyrgð á sínum orðum og gjörðum eins og þú bendir á.

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.4.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 165581

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband